- Auglýsing -

Bronsverðlaunaleikur bíður stúlknanna í Skopje

- Auglýsing -


Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu töpuðu fyrir þýska landsliðinu, 28:24, í undanúrslitaleik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið leikur um bronsverðlaun á hátíðinni á morgun gegn Hollandi eða Sviss sem mætast á eftir í hinni viðureign undanúrslita.


Fyrri hálfleikur var hnífjafn og afar spennandi. Jafnt var á öllum tölum og skiptust liðin á um að vera marki yfir. Þegar gengið var til búningsklefa var staðan jöfn, 13:13.

Fyrsti stundarfjórðungur síðari hálfleiks reyndist íslenska liðinu erfiður. Aðeins þrjú mörk voru skoruð gegn útsjónarsamri vörn þýska liðsins og markverði sem var vel með á nótunum.

Leikmenn 17 ára landsliðsins fyrir viðureignina í undanúrslitum í dag. Ljósmynd/HSÍ

Mestur var munurinn sex mörk, 23:17. Íslensku stelpurnar sóttu í sig veðrið undir lokin og tókst að minnka muninn í þrjú mörk og voru nærri að minnka muninn í tvö mörk tveimur mínútum fyrir leikslok. Þá sást dómurunum yfir greinilegt brot á leikmanni íslenska liðsins í hröðu upphlaupi.

Bronsleikurinn hefst klukkan 10.15 á morgun, laugardag. Hægt er að horfa á endurgjaldslausar útsendingar á ehftv.com eða í streymi á https://eoctv.org/live.


Mörk Íslands: Eva Lind Tyrfingsdóttir 5, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Hekla Sóley Halldórsdóttir 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Roksana Jaros 2, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Guiðrún Ólafía Marinósdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 15, Erla Rut Viktorsdóttir 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -