- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Brynjar Vignir var helsta hindrun Berserkja

Þjálfari Berserkja og leikmenn ráða ráðum sínum. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Nýliðar Berserkja í Grill66-deild karla í handknattleik töpuðu naumlega fyrsta leik sínum i deildinni er þeir tóku á móti ungmennaliði Aftureldingar í Víkinni í kvöld, 25:22. Berserkir voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10. Tæplega 200 áhorfendur settu skemmtilegan svip á leikinn.


Leikurinn var hnífjafn og spennandi þar til á síðustu sekúndunum að Aftureldingarliðið skoraði tvö síðustu mörkin. Mosfellingar geta ekki síst þakkað markverðinum Brynjari Vigni Sigurjónssyni stigin tvö. Hann varði allt hvað af tók, m.a. þegar skammt var eftir frá Bjarti Heiðarssyni af línunni þegar Bjartur átti þess kost að jafna metin.


Berserkir voru sterkari framan viðureigninni í Víkinni en þegar kom fram í síðari hálfleik komust Aftureldingarmenn framúr og tókst að vera marki yfir allt þar til Logi Ágústsson jafnaði metin fyrir Berserki, 22:22, þegar mínúta var til leiksloka, eða þar um bil.

Logi Ágústsson, markahæsti leikmaður Berserkja (14). Rétt er að vekja athygli á afar vel heppnaðri hönnun á búningum Berserkja-liðsins. Mynd/Aðsend


Logi var markahætur hjá Berserkjum, sem eru venslalið Víkings, og var þeirra besti maður ásamt markvörðunum, Hlyni Ómarssyni og Einari Rafni Magnýssyni. Hlynur átti ekki síður stórbrotinn leik í síðari hálfeik eins og unglingalandsliðsmarkvörðurinn Brynjar Vignir í marki Mosfellinga.

Aftureldingarliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni, báða gegn nýliðunum, annarsvegar Kórdrengjum og hinsvegar Berserkjum.


Mörk Berserkja: Logi Ágústsson 8, Ragnar Þór Kjartansson 5, Þorri Starrason 4, Gabríel Ágústsson 4, Arnar Már Ásmudsson 1.
Mörk Aftureldingar: Haraldur Björn Hjörleifsson 7, Agnar Ingi Rúnarsson 6, Ágúst Atli Björgvinsson 4, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Grétar Jónsson 2, Alexander Orri Hannesson 1, Böðvar Guðmundsson Scheving 1, Hilmar Ásgeirsson 1.

Mynd/Aðsend

Staðan og næstu leikir í Grill66-deild karla.

Uppfært: Hörður vann ungmennalið Selfoss, 37:32, í þriðja leik gærkvöldsins og tyllti sér þar á topp deildarinnar. Leikskýrsla hefur hvorki bortist handbolta.is né verið færð inn á hsi.is þegar þessi uppfærsla á sér stað kl. 7.41 að morgni laugardagsins 9. október.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -