- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bubbi verður áfram á Hlíðarenda

Hlynur Morthens fer yfir málin með Hafdísi Renötudóttur markverði Vals og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Valur
- Auglýsing -


Markvarðaþjálfarinn Hlynur Morthens, eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður, hefur framlengt samning sinn við Val til næstu tveggja ára. Hann verður því áfram markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna líkt og hann hefur verið undanfarin átta ár. Áður var Bubbi sigursæll markvörður með Val og fleiri félögum.


Bubbi mun einnig sjá um þjálfun markmanna hjá U-liði og 3. flokki kvenna og um leið koma að þjálfun yngstu markmanna deildarinnar í samvinnu við Jóhann Inga Guðmundsson sem var í gær ráðinn til Vals.

Bubbi fer yfir málin með Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur á EM í Innsbruck á síðasta ári. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Samhliða þjálfun markvarða kvennaliða Val hefur Bubbi verið markvarðaþjálfari kvennalandsliðsins undanfarin ár og var þar áður markvarðaþjálfari færeyska kvennalandsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -