- Auglýsing -
- Auglýsing -

Búum okkur eins vel undir leikinn og kostur er

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik verður fengin að komast heim til Vestmannaeyjar eftir annasamar vikur í Noregi og í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Frakkar eru feikisterkir með valda konu í hverri stöðu. Fyrir vikið er liðið illviðráðanlegt en við mætum eins og í allra aðra leiki með það í huga að horfa á okkar frammistöðu og hvað við getum gert til þess að bæta okkar leik stig af stigi,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari við viðureign dagsins á heimsmeistaramótimnu, leik við Ólympíumeistara Frakka sem mörðu sigur á Angóla í fyrstu umferð á fimmtudagskvöld, 30:29. Viðureign Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 í DNB Arena í Stafangri.

Fjölbreytt vopnabúr

„Við reynum að finna einhver veikleika á franska liðinu. Leikmenn eru frábærir og vopnabúr þeirra er fjölbreytt. Við búum okkur eins vel undir leikinn og hægt er,“ sagði Arnar sem reiknar með að Frakkar vilji svara aðeins fyrir frammistöðuna gegn Angóla þar sem vonir þeirra voru eflaust um öruggari sigur en raun varð á.

„Við eigum von á grimmum Frökkum sem er bara skemmtilegt. Við erum komin á HM til þess að mæta liðum eins Frakklandi eins og öðrum,“ sagði Arnar sem segist hafa orðið margs fróðari um landslið Angóla eftir að hafa séð leik liðsins við Frakka.

„Það sem við tökum út úr viðureign Frakka og Angóla er sú staðreynd að Angóla hefur á að skipa mjög góðu liði. Þarna sáum við hvers landslið Angóla er megnugt,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -