- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Búum okkur undir það versta“

Haukur Þrastarson er mættur til leiks á ný. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Því miður þá búum við okkur undir það versta, það er að krossband í hné sé skaddað,“ segir Tomasz Mgłosiek sjúkraþjálfari Łomża Industria Kielce á heimasíðu félagsins í kvöld í umfjöllun um meiðsli þau sem Haukur Þrastarson varð fyrir síðla í fyrri hálfleik í viðureign Łomża Industria Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld og handbolti.is hefur þegar sagt áður frá.


Młosiek segir ennfremur að nánari skoðun fari fram um leið og tök verða á, þar á meðal með MRI-skanna. „Ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér varðandi meiðslin en því miður bendir margt til að meiðslin séu alvarleg. Við búum okkur undir það,“ segir Mgłosiek.

Ekki sama hné og fyrir tveimur árum

Haukur sleit krossband í vinstra hné í október 2020. Að þessu sinni er það krossband í hægra hné sem liggur undir grun um að hafa gefið sig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -