Carlos Martin Santos, fyrrverandi þjálfari Harðar á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Selfossi og verður þar með hægri hönd Þóris Ólafssonar þjálfari á komandi leiktíð. Handbolti.is sagði frá því fyrir rúmum mánuði að til stæði að Carlos kæmi til starfa á Selfossi.
Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks tekur Carlos að sér þjálfun 3. flokks og U-liðs karla á Selfossi.
Guðni hættir að mestu
Guðni Ingvarsson hættir sem aðstoðarþjálfari en mun verða Þóri áfram innan handar, segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss. Guðni, sem er fyrrverandi leikmaður Selfoss, var aðstoðarþjálfari á síðustu leiktíð eftir að Þórir tók við.
Þjálfarateymi meistaraflokks karla Selfossliðin verður þar með skipað Þórir og Carlos auk Jóns Birgis Guðmundssonar sjúkraþjálfari liðsins. Örn Þrastarson verður teyminu til halds og trausts og Jósef Geir Guðmundsson og Jóhann Árnason verða liðsstjórar.
Selfoss mætir KA í 1. umferð Olísdeildar karla í Sethöllinni á laugardaginn klukkan 16.
Leikjadagskrá Olísdeilda.
„Handknattleiksdeild Selfoss er gríðarlega ánægð með ráðningu Carlosar, enda hefur hann skilað góðu starfi í uppbyggingu handboltans á Ísafirði síðustu ár. Við bjóðum Carlos hjartanlega velkominn á Selfoss,“ segir ennfremur í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss í morgun.
Carlos hætti hjá Herði í sumar. Um tíma stóð til að hann færi til ÍBV en eftir að styr hafði staðið um skeið varð ekkert úr þeim vistaskiptum.
Þjálfarar – helstu breytingar 2023