Evrópukeppni

- Auglýsing -

Hetjuleg frammistaða Hauka nægði ekki

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og óbilandi vilja þá féllu Haukar úr leik í Evrópubikarkeppni kvenna í dag. Haukar unnu síðar leikinn við tékkneska liðið Hazena Kynzvart, 27:22, á heimavelli í dag. Það nægði ekki vegna 11 marka taps í...

Valur stendur vel að vígi eftir sjö marka sigur

Íslandsmeistarar Vals hafa vænlegt forskot, 28:21, eftir sigur á Slavia Prag í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Kálið er ekki sopið hjá Valsliðinu vegna þess að síðari...

Þátttaka í Evrópukeppni skiptir kvennahandboltann gríðarlegu máli

Valur og Haukar leika á heimavelli í dag í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Valur mætir Slavía Prag í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 16. Hálftíma síðar hefja Haukar og annað tékkneskt lið, Hazena Kynzvart, leik á Ásvöllum. Það er svo...
- Auglýsing -

Dagskráin: Olísdeild og Evrópubikarkeppni

Ekki verður slegið slöku við á handknattleiksvöllum landsins í dag. Tveir leikir fara fram i Olísdeild kvenna. Auk þess hefjast tveir leikir í Evrópubikarkeppni kvenna með hálftíma millibili þegar kemur fram yfir miðjan dag, annarsvegar á Hlíðarenda og hinsvegar...

Andstæðingur Vals vann stórsigur fyrir Íslandsferð

Tékkneska liðið Slavía Prag, sem Íslandsmeistarar Vals, mæta í tvígang í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á laugardag og sunnudag á Hlíðarenda, vann stórsigur á Poruba, 36:20, í MOL-deildinni í handknattleik í gær. MOL-deildin er sameiginleg deild...

AEK Aþena og RK Partizan komin í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar

AEK Aþena og RK Partizan eru komin áfram í átta liða úrslit í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik en Haukar eru á meðal þeirra liða sem eftir eru í keppninni. AEK Aþena og RK Partizan léku tvisvar gegn andstæðingum sínum...
- Auglýsing -

Sáttur við átta marka sigur

„Maður verður að vera sáttur við átta marka sigur," sagði Össur Haraldsson markahæsti leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Haukar unnu slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureigninni í Evrópbikarkeppninni í handknattleik karla...

Hefði viljað vinna leikinn með meiri mun

„Ég hefði viljað vinna leikinn með meiri mun. Við klikkuðum á mörgum dauðafærum,“ sagði Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is eftir átta marka sigur Hauka á RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu, 31:23, á Ásvöllum í kvöld...

Átta marka sigur Hauka – hefði getað verið stærri

Haukar eru í góðri stöðu eftir átta marka sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11....
- Auglýsing -

Á brattann var að sækja í Cheb – 11 marka tap

Kvennalið Hauka á verk fyrir höndum í síðari leiknum við tékkneska liðið Hazena Kynzvart í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik um næstu helgi eftir 11 marka tap í Cheb í Tékklandi í dag, 35:24. Leikurinn var í átta liða úrslitum...

Ég tel möguleika okkar vera jafna – erum hrikalega spenntir

„Við erum hrikalega spenntir eins og fyrir fyrri leiki okkar í keppninni. Það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til þess að vera með í Evrópubikarkeppninni, berjast við nýja andstæðinga og velta nýjum flötum fyrir sér. Þátttakan brýtur tímabilið...

Haukar mæta Hazena Kynzvart í Cheb á morgun

Kvennalið Hauka lagði af stað snemma í morgun með flugi áleiðs til Tékklands þar sem það mætir á morgun Hazena Kynzvart í bænum Cheb í fyrri umferð átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 15. Síðari...
- Auglýsing -

Valur leikur tvisvar heima – Haukar fara til Cheb

Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna leika báðar viðureignir sína við tékkneska meistaraliðið Slavía Prag í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik hér á landi 22. og 23. febrúar. Samkomulag liggur fyrir milli félaganna og leikdagar og...

Haukar leika heima og að heiman við RK Jeruzalem

Karlalið Hauka leikur heima og heiman gegn RK Jeruzalem Ormoz í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í næsta mánuði. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum laugardaginn 15. febrúar klukkan 17.Síðari leikurinn fer fram í Ormoz í Slóveníu laugardaginn 22....

Valur og Haukar leika í Tékklandi í 8-liða úrslitum

Haukar og Valur drógust bæði gegn tékkneskum félagsliðum í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun. Valur leikur við Slavía Prag en Haukar mæta Hazena Kynzvart. Íslensku liðin byrja bæði á útivelli 15. eða 16. febrúar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -