Sigurður Jefferson Guarino leikmaður HK er í 20 manna landsliðshópi Bandaríkjanna í handknattleik karla sem kemur saman til æfinga í Sønderborg í Danmörku 5. til 14. janúar. Æfingarnar eru í samvinnu við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE.
Sigurður lék sína fyrstu landsleiki...
Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar í IFK Kristianstad sitja einir í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í árslok. Þeir lögðu Alingsås HK, 29:24, á heimavelli í kvöld. Fyrir vikið er IFK Kristianstad á toppnum með 28 stig þegar 17 leikir...
Fjórða flokks lið HK var fjórða íslenska liðið sem vann til verðlauna á Norden Cup í dag en mótið er óopinbert Norðurlandamót yngri félagsliða á Norðurlöndunum. HK lagði sænska liðið Åhus Handboll, 28:15, í bronsleiknum í dag.
Varnarleikur og markvarsla...
Stundum er sagt að ekki sé ráð nema í tíma sér tekið. Það má e.t.v. segja um þá tilkynningu danska landsliðsmannsins Niclas Kirkeløkke í dag. Hann hefur semsagt ákveðið að ganga til liðs við Fredericia HK sumarið 2027. Þá...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu tilkynnti í dag hvaða 22 leikmenn eiga að mæta á æfingu króatíska landsliðsins Prelog sunnudaginn 2. janúar. Væntanlega munu 18 af þessu leikmönnum taka þátt í Evrópumótinu sem hefst hjá króatíska landsliðinu gegn landsliði Georgíu...
„Ég mun sætta mig við þá ákvörðun sem þýska handknattleikssambandið tekur. Ég mun líka áfram vera gríðarlegur aðdáandi þessa liðs, því ég er afar stoltur af því,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla í viðtali við SID...
Þriðju gullverðlaunin til Íslands eru í höfn á Norden Cup-handknattleiksmótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Lið Selfoss í 4. flokki karla hreppti gullið eftir öruggan sigur á Kungälvs HK, 30:21, í úrslitaleik. Kungälvs HK er öflugt lið sem lagði FH...
Hannes Höskuldsson og Hulda Dís Þrastardóttir eru handknattleiksfólk Selfoss fyrir árið 2025. Félagið afhenti þeim viðurkenningu af þessu tilefni á samkomu í félagsheimilinu Tíbrá á dögunum.
Hannes er fyrirliði meistaraflokks karla sem tryggði sér upp í Olísdeild karla í vor...
Drengirnir í 5. flokki karla hjá KA fylgdu eftir sigri stúlknaliðs KA/Þór í morgun og unnu einnig úrslitaleik Norden Cup-mótsins í handknattleik í Gautaborg. KA-drengirnir unnu sænskt félagslið, Kärra HF, 18:16, í jöfnum og spennandi úrslitaleik. Eins og stelpurnar...
Stúlkurnar í 5. flokki hjá KA/Þór unnu í morgun gullverðlaun á Norden Cup, óopinberu Norðurlandamóti yngri félagsliða. KA/Þór vann Önnereds HK frá Gautaborg, 21:17. Mótið fer fram í borginni. Framlengja varð úrslitaleikinn.
KA/Þórs-stúlkurnar unnu fimm af sex viðureignum sínum á...
Komið að fjórðu og næstsíðustu upprifjun á næstsíðasta degi ársins 2025 á mest lesnu fréttum ársins á handbolti.is. Komið er inn á topp tíu, fréttirnar sem eru í sjötta til tíunda sæti.
Í dag segir m.a. frá íslenskum handknattleiksþjálfara sem...
Landsliðsmaður Færeyinga, Isak Vedelsbøl, gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið HØJ í sumar eftir tveggja ára veru hjá IK Sävehof. Vedelsbøl er mikið efni. Hann er ekki aðeins öflugur línumaður heldur afar lofandi varnarmaður. Vedelsbøl verður með færeyska...
Arnór Viðarsson og samherjar í HF Karlskrona endurheimtu áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með sigri á IF Hallby HK, 30:28, á heimavelli í 17. umferð deildarinnar. Arnór skoraði tvö mörk í fimm skotum og gaf fjórar stoðsendingar. HF...
Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof luku árinu með 14 marka sigri í heimsókn til Kungälvs HK í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 35:21. Elín Klara lék við hvern sinn fingur í leiknum og skoraði sjö...
Leikmenn 18 ára landsliðs karla í handknattleik koma heim með silfurverðlaun frá Sparkassen Cup-handknattleiksmótinu í Merzig í Þýskalandi. Íslenska landsliðið tapaði fyrir þýska landsliðinu með þriggja marka mun, 31:28, í úrslitaleik í kvöld. Þetta var þriðja árið í röð...