Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í níu skotum í fjögurra marka sigri Volda á Glassverket, sem Birna Berg Haraldsdóttir lék eitt sinn með, 30:26. Leikurinn fór fram í Drammenshallen í gær. Volda er í öðru sæti deildarinnar...
Eftir tap fyrir Arendal í vikunni þá risu Noregsmeistarar Kolstad upp eins og fuglinn Fönix þegar mestu máli skipti í dag. Þeir mættu efsta liði norsku úrvalsdeildarinnar, Elverum, á heimavelli og sýndu að þeir eru ekki af baki dottnir...
„HM-hópurinn kemur saman 2. janúar til fyrstu æfingar. Ég á eftir að skoða það betur hvort og hvað þá við gerum á milli jóla og nýárs,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla um fyrstu skrefin í undirbúningi...
Handknattleiksmennirnir efnilegu, Harri Halldórsson og Stefán Magni Hjartarson, hafa skrifað undir nýja þriggja ára samninga við Aftureldingu. Báðir hafa verið í veigamiklum hlutverkum hjá Aftureldingu í vetur þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.Fyrir utan...
Uros Zorman, landsliðsþjálfari Slóvena, hefur valið hóp 20 leikmanna fyrir átökin á heimsmeistaramótinu í handknattleik í næsta mánuði. Slóvenar, sem höfnuðu í 4. sæti í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum, verða í riðli með íslenska landsliðinu, Grænhöfðaeyjum og Kúbu. Viðureign...
Arnór Viðarsson, sem var lánaður í gær frá Fredericia HK í Danmörku til Bergischer HC í Þýskalandi, er orðinn löglegur með síðarnefnda liðinu og getur þess vegna verið í leikmannahópnum á morgun þegar liðið mætir Eintracht Hagen í 2....
Einstök uppákoma var leikhléi í viðureign MT Melsungen og Flensburg í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Meðan starfandi þjálfari Flensburg, Anders Eggert, lagði línurnar fyrir leikmenn þreif leikmaður Flensburg og danska landsliðsins, Mads Mensah Larsen, í hljóðnema sem...
Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest dóm dómstóls HSÍ um að ÍBV sé dæmdur sigur, 10:0, í viðureign við Hauka í átta liða úrslitum Poweraderbikars karla í handknattleik. Dómsorð áfrýjunardómstólsins er afgerandi: „Hinn áfrýjaði dómur er því staðfestur og vísað til...
Þegar íslenska landsliðið í handknattleik karla hefur þátttöku á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu 16. janúar á næsta ári verður það áttunda heimsmeistaramótið sem markvörðurinn þrautreyndi, Björgvin Páll Gústavsson, tekur þátt í. Hann jafnar þar með þátttökumet Guðjóns Vals...
Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélagar í Kadetten Schaffhausen unnu HC Küsnacht, 36:24, í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Sviss í gærkvöld. Þetta var annar leikur Kadetten á tveimur dögum því í fyrradag mætti liðið Wacker Thun í deildinni og...
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik annað árið í röð með liði sínu MT Melsungen eftir sigur á Flensburg, 30:28, í Rothenbach-Halle í Kassel í kvöld. Melsungen komst alla leið...
„Það kostaði frekar vangaveltur en hausverk áður en hópurinn var valinn. Ég hef fyrir nokkru mótað skýran grunn að hóp og er farinn að hugsa aðeins lengra og dýpra en að lokahóp fyrir HM. Það er gott samt að...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið þá 18 leikmenn sem leika munu fyrir hönd Íslands á HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Landsliðið kemur saman til æfinga hér á...
Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur náð skjótum og góðum bata eftir að hafa slitið krossband í öðru hné í byrjun maí í leik með liðinu sínu Eintrach Hagen. „Ég er bjartsýnn og reikna með að mæta aftur út á...
Þorgils Jón Svölu Baldursson fyrrverandi leikmaður Vals og nú liðsmaður sænska úrvalsdeildarliðsins HK Karlskrona hefur átt í nárameiðslum síðan snemma í október og þar af leiðandi ekkert getað leikið með liði félagsins. Þorgils Jón er kominn heim til þess...