Handknattleikskonan Mariam Eradze hefur ekki leikið með Íslandsmeisturum Vals það sem af er leiktíðar en vonir stóðu til þess að hún kæmi til leiks um áramótin. Mariam sleit krossband á æfingamóti á Selfossi rétt áður en keppni í Olísdeildinni...
Pólsku handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska fara frá ÍBV að keppnistímabilinu loknu. Þetta segir Sigurður Bragason þjálfari ÍBV spurður um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á leikmannahópi ÍBV þegar keppnistímabilinu lýkur.
„Pólverjarnir verða pottþétt ekki áfram,“ segir Sigurður í viðtali...
Unglingalandsliðskonan Gyða Kristín Ásgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH en liðið leikur í Grill 66-deildinni.
Gyða Kristín er efnilegur leikmaður sem leikur í stöðu hægri hornamanns. Hún var með U18 ára landsliðinu á HM í Kína í ágúst...
Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikar karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 en sú síðari klukkan 20.15. Lið félaganna fjögurra sem reyna með sér í kvöld voru síðast í undanúrslitum í fyrra eða...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er í finnska landsliðshópnum sem Ola Lindgren landsliðsþjálfari valdi á dögunum til þess að taka þátt í tveimur leikjum við Slóvaka í undankeppni EM 13. og 16. mars. Gauti hefur verið í finnska landsliðshópnum síðustu árin...
Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta til næstu þriggja ára. Davíð Örn tekur við liðinu af Róberti Gunnarssyni eftir að núverandi tímabili lýkur, en Davíð hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin þrjú keppnistímabil.
Gróttuliðið hefur undanfarin...
Landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við franska efstu deildarliðið Chambéry Savoie Mont Blanc Handball til þriggja ára. Sveinn kemur til félagsins í sumar eftir eins árs veru hjá norska meistaraliðinu Kolstad. Chambéry Savoie er eitt af rótgrónari handknattleiksliðum Frakklands....
Þýska meistaraliðið SC Magdeburg staðfesti í tilkynningu í morgun að Gísli Þorgeir Kristjánsson verði frá keppni í nokkrar vikur. Gísli Þorgeir meiddist í leik með liðinu á miðvikudaginn í síðustu viku. Í ljós kom daginn eftir að sin í...
Haukar mæta bosníska liðinu HC Izvidac í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðla í mars. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum 22. eða 23. mars. Síðari leikurinn verður þar með viku síðar á heimavelli HC Izvidac í Ljubuski...
Á dögunum var tilkynnt að Sigurður Bragason hætti í vor þjálfun meistaraflokksliðs ÍBV eftir sjö ár í brúnni. Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðsins undanfarin tvö ár tekur við af Sigurði.„Þetta er bara orðið gott og kominn tími til að hvíla...
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Martinovic leikur ekki með Rhein-Neckar Löwen næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. Martinovic var einn öflugasti leikmaður króatíska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í síðasta mánuði.
Forsvarsmenn hollenska karlaliðsins Limburg Lions leggja árar í bát þegar keppnistímabilinu lýkur...
Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik er sagður ganga til liðs við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í sumar eftir eins árs veru hjá Dinmao Búkarest. Þessu er haldið fram af RT handball á Instagram í dag. Orðrómur síðunnar...
Á dögunum var sagt frá því að Sunna Jónsdóttir handknattleikskona hjá ÍBV hafi ákveðið að láta gott heita með landsliðinu eftir 16 ára feril. Hún segir ákvörðunina sína hafa legið fyrir um nokkurn tíma eða frá því fyrir EM...
Dregið verður í fyrramálið í átta liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Tvö grísk lið eru í pottinum auk Hauka og fimm liða frá Rúmeníu, Norður Makedóníu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu og Noregi.Engar takmarkanir verða þegar dregið verður þannig...
Díana Guðjónsdóttir og Hilmar Guðlaugsson þjálfarar 17 ára landsliðsins hafa valið 24 stúlkur til æfinga sem fara fram á höfuðborgarsvæðinu 7. - 9. mars. Æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku Íslands...