Blomberg-Lippe, sem landsliðskvennatríóið Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, vann Dortmund, 32:28, í lokaumferð Nelken-Cup æfingamótsins í Þýskalandi í gær. Þar með vann Blomberg-Lippe mótið, lagði alla andstæðinga sína á sannfærandi hátt.Díana Dögg...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með níu mörk þegar lið hans Sporting Lissabon lagði Dunkerque, 39:27, á æfingamóti í borginni Brest í Bretóníu í fyrrakvöld. Ekki hafa rekið á fjörur handbolta.is upplýsingar um hverjar voru lyktir viðureignar Sporting og...
Evrópubikarmeistarar Vals unnu portúgalska liðið Benfica í æfingaleik í dag, 25:24, en leikið var í Lissabon hvar Valsliðið er í vikulöngum æfingabúðum til undirbúnings fyrir nýtt keppnistímabil. Benfica eru ríkjandi deildar-, bikar- og Portúgalsmeistarar svo óhætt er að...
Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss, en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil. Hann gekk til liðs við FH fyrir ári.Gunnar Kári er 21 árs línumaður uppalinn á Selfossi. Þar steig hann sín...
ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í KA-heimilinu eftir hádegið í dag. Mótið hófst á fimmtudagskvöld. ÍBV vann allar viðureignir sínar þrjár á mótinu á sannfærandi hátt. Í lokaumferðinni í dag lagði ÍBV liðskonur...
Brynjar Vignir Sigurjónsson nýr markvörður HK ristarbrotnaði í æfingaleik HK og Stjörnunnar á fimmtudagskvöld. Brynjar Vignir staðfesti ótíðindin við handbolta.is í dag. Ljóst er að hann verður frá keppni á fyrstu vikum nýs tímabils en aðeins eru þrjár vikur...
Valur heldur áfram sigurgöngu sinn í æfingaleikjum fyrir átökin í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag lögðu Valsmenn lið Aftureldingar, 36:34, í hörkuleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Tveggja marka munur var einnig að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Leikurinn þótt...
Íslendingarnir þrír hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg skoruðu samanlagt 15 mörk í sex marka sigri liðsins á Lemgo, 34:28, í fyrstu umferð hins árlega Wartburg Cup-móts sem Eisenach stendur fyrir. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, Elvar Örn Jónsson og...
Leikmenn 19 ára landsliðsins í handknattleik, þjálfarar og starfsmenn, fóru í morgun í skoðunarferð að píramídunum og Sfinxinum í Giza-sléttunni rétt utan við Kaíró, eitt af sjö undrum veraldar. Um klukkustundarferð er frá hóteli landsliðshópsins og á Giza-sléttuna.Brjóta upp...
Nikola Portner markvörður Evrópumeistara SC Magdeburg og svissneska landsliðsins verður í keppnisbann til 10. desember og í æfingabanni með Magdeburg fram til 10. október. Dómssátt náðist í gær í máli hans sem fór fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn í Lausanne (CAS)...
Tanja Glóey Þrastardóttir, markvörður, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK sem leikur í Grill 66-deildinni á komandi keppnistímabili.Tanja kom aftur í HK fyrir tveimur árum eftir að hafa verið um skeið hjá Aftureldingu. Hún hefur reynst...
Hákon Daði Styrmisson skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Eintracht Hagen, vann HC Empor Rostock, 35:24, í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í gær. Leikið var á heimavelli HC Empor Rostock.Áfram verður haldið keppni í þýsku bikarkeppninni í dag og...
Handknattleiksmaðurinn Max Beneke hefur verið lánaður í eitt ár frá meistaraliðinu Füchse Berlin til Eisenach. Beneke þykir lofandi handknattleiksmaður en fékk fá tækifæri hjá Berlínarliðinu á síðasta tímabili vegna Danans Mathias Gidsel sem fór með himinskautum. Beneke hefur leikið...
„Við erum vitanlega mjög ánægðir með þennan sigur. Okkur fannst mjög mikilvægt að vinna þennan leik og fá að spila um fimmta sætið, enda mótið á góðum nótum,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 19 ára landsliðs karla í samtali...