SC Magdeburg er þýskur meistari í handknattleik karla í þriðja sinn í sögu sinni og í annað skipti á þremur árum. Leikmenn liðsins tóku við sigurlaunum sínum á heimavelli í dag að loknum sigri á Wetzlar í síðustu umferð...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon bættu annarri rós í hnappagatið í kvöld þegar þeir unnu portúgölsku bikarkeppnina í handknattleik. Sporting lagði Porto, 34:30, í úrslitaleik í íþróttahöllinni í Viseu. Vika er síðan Sporting vann meistaratitilinn, einnig...
Strákarnir í U16 ára landsliðinu í handknatttleik mættu Færeyingum í seinni vináttulandsleik liðanna fyrr í dag í Kollafirði í Færeyjum og unnu með sjö marka mun, 32:25. Fylgdu þeir eftir 12 marka sigri sínum í fyrri leiknum í gær.Leikurinn...
Eftir níu marka sigur í gær í fyrri vináttuleiknum við færeyska landsliðið þá vann íslenska landsliðið, skipað stúlkum 16 ára og yngri, eins marks sigur í dag, 25:24, í síðari viðureigninni sem fram fór í íþróttahúsinu í Safamýri. Leikirnir...
Nýkrýndir Portúgalsmeistarar í handknattleik karla, Sporting Lissabon með landsliðsmanninn Orra Frey Þorkelsson innanborðs, leika til úrslita í bikarkeppninni í dag gegn Porto.Sporting vann Belenenses, 28:20, í undanúrslitum í keppnishöllinni í Viseu í gær. Í kjölfarið lagði Porto liðsmenn Póvoa...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í síðasta leik sínum með HSC 2000 Coburg í lokaumferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. HSC 2000 Coburg tapaði fyrir Eulen Ludwigshafen, 35:30, í Friedrich-Ebert-Halle í Ludwigshafen. Tumi...
Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í Sélestat töpuðu fyrir Istres í undanúrslitum umspils næst efstu deildar franska handknattleiksins í gær, 28:26. Þar með er ljóst að Sélestat leikur ekki í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð. Grétar Ari...
Aftureldingarmenn slá ekki slöku við á kjördag frekar en aðra daga. Þeir tilkynntu undir kvöld að samið hafi verið línumanninn Kristján Ottó Hjálmsson. Hann kemur til félagsins frá HK í Kópavogi hvar hann hefur leikið fram til þessa.Kristján Ottó...
Landslið Íslands í handknattleik, skipað stúlkum 18 ára og yngri vann færeyska landsliðið með fimm marka mun, 29:24, í fyrri vináttuleik helgarinnar í íþróttahúsinu í Safamýri í dag. Forskotið var fjögur mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 14:10.Jafnræði...
Stelpurnar í U16 ára landsliði kvenna Í handknattleik mættu Færeyjum í fyrri vináttuleik liðanna í hádeginu í dag í Safamýri. Stelpurnar mættu grimmar til leiks og höfðu frumkvæðið frá upphafi en um miðjan hálfleikinn var forskotið fimm mörk, 13:8....
Strákarnir í U16 ára landsliðinu unnu stórsigur á jafnöldrum sínum í færeyska landsliðinu í vináttuleik í Giljanesi í Færeyum í dag, 31:19. Íslenska liðið réði lögum og lofum í síðari hálfleik eftir að meira jafnræði var með liðinu í...
Aalborg Håndbold varð í dag danskur meistari í handknattleik með naumum sigri á Fredericia HK, lærisveinum Guðmundur Þórðar Guðmundssonar, 27:26, í æsilega spennandi úrslitaleik í Álaborg. Mads Hoxer Hangaard skoraði sigurmarkið 40 sekúndum fyrir leikslok.Áður en Hoxer skoraði hafði...
Axel Stefánsson og Kenneth Gabrielsen þjálfarar Storhamar voru kjörnir þjálfarar ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Undir stjórn þeirra félaga hafnaði Storhamar í öðru sæti í deildinni og í úrslitakeppninni.Stærsta afrek Axel og Gabrielsen var sigur Storhamar í...
Hannes Jón Jónsson og liðsmenn hans í Alpla Hard töpuðu með átta marka mun fyrir Linz í öðrum úrslitaleik liðanna um austurríska meistaratitilinn í handknattleik í gær, 36:28. Leikurinn fór fram í Linz. Liðin hafa einn vinning hvort og...
Afturelding hefur skrifað undir samninga við tvo færeyska handknattleiksmenn, Sveinur Ólafsson og Hallur Arason sem ganga til liðs við félagið í sumar. Sveinur lék síðast með landsmeisturunum H71 í Hoyvik en Hallur er frá Vestmanna.Sveinur Ólafsson er 21 árs...