Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti fyrir stundu hvaða leikmenn hann kallar saman til æfinga og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026. Leikið verður til Bosníu í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19.30 og fjórum dögum...
Ahygli vakti að Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka var ekki klæddur svamphjálmi í viðureign Hauka og HC Cocks á Ásvöllum í gær í 64-liða úrslitum Evrópukeppninnar handknattleik. Aron Rafn hefur verið með hjálminn á höfðinu undanfarið rúmt ár eftir...
Handknattleiksdeild FH og Veszprém hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Arons Pálmarssonar. Aron Pálmarsson hefur því leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili með FH og gengur strax til liðs við ungverska stórliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá...
Kvennalandsliðið í handknattleik kemur saman til fyrstu æfingar í dag vegna undirbúnings fyrir vináttuleikina tvo gegn Pólverjum sem standa fyrir dyrum næstu helgi. Fyrri viðureignin fer fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal föstudaginn og hefst klukkan 20.15. Daginn eftir mætast...
Geir Guðmundsson leikur ekki með Haukum næstu vikurnar. Hann tognaði á læri upp úr miðjum síðari hálfleik í viðureign Hauka og Stjörnunnar í Olísdeild karla á Ásvöllum síðasta miðvikudag. Reyndar fékk Geir í tvígang á sig slæm högg í...
Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarson þjálfar, vann HSG Konstanz, 34:23, á heimavelli í upphafsleik 8. umferðar 2. deildar þýska handknattleiksins í gær, 34:23. Tjörvi Týr Gíslason leikmaður Bergischer HC skoraði ekki mark í leiknum. Bergischer HC er í...
Vipers Kristiansand, eitt besta handknattleikslið Evrópu í kvennaflokki, heyrir sögunni til. Rekstri þess er lokið. Stjórn félagsins tilkynnti í kvöld að félagið sé gjaldþrota og að framundan sé gjaldþrotameðferð. Nítján leikmenn standa nú uppi án félags auk þess sem...
Haukar unnu HC Cocks frá Finnlandi með níu marka mun, 35:26, í fyrri viðureign liðanna í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Síðari viðureignin fer fram í Riihimäki norður af Helsinki á laugardaginn.
Óhætt er að...
Fram2 lagði Víkinga í lokaleik 5. umferðar Grill 66-deildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal, 35:32. Þetta var fyrsta tap Víkinga í deildinni en þeir hafa lokið fjórum leikjum og hafa sex stig. Fram2 er ásamt Þór í...
Íslenskir handknattleiksmenn voru áberandi í viðureign þegar Magdeburg vann Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag, 35:29, á heimavelli. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Magdeburg. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar. Gísli...
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir voru í eldlínunni með Blomberg-Lippe í dag þegar liðið vann góðan sigur á útivelli á Sport-Union Neckarsulm, 37:31. Með sigrinum færðist Blomberg -Lippe upp í sjötta sæti deildarinnar með sex stig að...
Díana Guðjónsdóttir þjálfari 17 ára landsliðs kvenna hefur valið hóp til æfinga dagana 25. – 27. október. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá...
Haukar taka móti finnska liðinu HC Cocks á Ásvöllum klukkan 18 í kvöld. Um verður að ræða fyrri viðureign liðanna í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattelik karla. Þetta verður 119. leikur karlaliðs Hauka í Evrópukeppni félagsliða. Sá fyrsti var...
Einn leikur fer fram í Grill 66-deild karla í dag. Víkingur sækir Fram2 heim klukkan 16 í Úlfarsádal.Einnig verður leikið í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla hér á landi í dag. Haukar taka móti finnska liðinu HC Cocks á Ásvöllum...
Stórleikur Elínar Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkvarðar dugði ekki Aarhus United til sigurs á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Elín Jóna varði 13 skot, 38%, í tveggja marka tapi á útivelli, 27:25. Aarhus United er í áttunda sæti deildarinnar eftir...