https://www.youtube.com/watch?v=Hlg9BAkSxeA
„Það er bara mjög spennandi að vera komnir í átta liða úrslit,“ sagði Breki Hrafn Árnason annar markvörður U20 ára landsliðs Íslands í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann eftir æfingu landsliðsins í Lasko í dag, þegar stund var á...
Akureyringurinn Hildur Lilja Jónsdóttir hefur kvatt Aftureldingu að lokinni eins árs veru og samið við Olísdeildarlið Fram til næstu þriggja ára.
Hildur Lilja er örvhent skytta og var í U20 ára landsliðinu sem hafnaði í sjöunda sæti á HM í...
Benedikt Gunnar Óskarsson, nýjasti liðsmaður norsku meistaranna Kolstad, mætti í herbúðir félagsins á föstudaginn, eftir því sem félagið segir frá. Hann fær nokkra daga til þess að ná áttum í Þrándheimi áður en Kolstad-liðið kemur saman á mánudaginn til...
Handknattleiksmaðurinn Þorleifur Rafn Aðalsteinsson er á ný mættur í Fjölnisbúninginn eftir eins árs veru hjá Víkingi. Fjölnir tilkynnti um komu Þorleifs Rafns seint í gærkvöld. Hann tekur slaginn með Fjölni í Olísdeildinni á næstu leiktíð en hann lék með...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Slóveníu þrátt fyrir tap fyrir Svíum í lokaumferðinni í dag. Íslenska liðið er annað af tveimur með bestan árangur...
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann Evrópumeistara Frakklands í vináttulandsleik í Dortmund í dag, 35:30. Leikurinn er liður beggja landsliða í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í París undir mánaðarlok.
Þjóðverjar voru yfir, 19:15, að loknum fyrri hálfleik. Frakkar...
Stórskyttan og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var kynntur til leiks af FC Porto í gær en hann samdi við félagið á síðasta vetri um að leika með handknattleiksliði félagsins næstu tvö ár.
Auk mynda af Þorsteini Leó er birt stutt...
Lyfjaeftirlit þýska íþróttasambandsins ákveður í næstu viku hvort það taki upp mál svissneska markvarðarins Nikola Portner og leikmanns þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Í lok síðasta mánaðar vísaði lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins málinu frá og ákvað að úrskurða Portner ekki í...
Össur Haraldsson er í þriðja sæti áamt Slóvenanum Mai Marguc á lista yfir markahæstu leikmenn Evrópumóts 20 ára landsliða karla í handknattleik. Þeir hafa skoraði 17 mörk hvor í tveimur fyrstu umferðum mótins. Össur er með frábæra skotnýtingu, 17...
Arnór Þorri Þorsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þór Akureyri og tekur þar með slaginn áfram með liðinu í Grill 66-deild karla á næsta keppnistímabili. Arnór Þorri er einn mikilvægasti leikmaður liðsins sem tapaði í vor naumlega fyrir...
„Þetta er mjög sterkt sænskt lið sem við mætum á morgun,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfari U20 ára landsliðs Íslands í handknattleik karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til Halldórs í hádeginu í dag. Hann var þá í...
Færeyingar skoruðu einstaklega glæsilegt mark gegn Frökkum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handknattleik karla í Slóveníu í gær. Arkitektinn á bak við markið var ungstirnið Óli Mittún sem lék frönsku varnarmennina grátt með stórkostlegri sendingu á samherja sinn...
Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik er sagður vera búinn að semja við rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest. Handballbase segir Hauk hafa verið efstan á óskalista spænska þjálfarans David Davis sem tók við þjálfun Dinamo í síðasta mánuði og kaupin frá...
Lettinn Raivis Gorbunovs sem lék um skeið með Herði á Ísafirði hefur samið við þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz til tveggja ára. Eftir að Gorbunovs hvarf frá Herði haustið 2021 var hann með Bergsøy í neðri deildum norska handknattleiksins...
Íslenska landsliðið vann pólska landsliðið, 37:32, í annarri umferð á Evrópumóti 20 ára landsliða karla í Slóveníu í dag. Með sigrinum eru íslensku piltarnir með fjögur stig eftir tvo leiki og mæta Svíum á laugardaginn í leik um efsta...