Íslands- og bikarmeistarar Fram hefja keppni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli þriðjudaginn 14. október gegn Þorsteini Leó Gunnarssyni og samherjum í FC Porto. Fyrir ári hófu Þorsteinn Leó og liðsmenn FC Porto einnig keppni í Evrópudeildinni...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið þýska handknattleiksliðinu HB Ludwigsburg frest til mánudagsins 28. júlí til að gera hreint fyrir sínum fjárhagslegu dyrum eftir að rekstrarfélag liðsins fór fram á gjaldþrotaskipti í fyrradag. Vafi leikur á framtíð liðsins eins og...
Blær Hinriksson lét til sín taka í fyrsta leik sínum með þýska 1. deildarliðinu SC DHfK Leipzig í gær. Hann var næst markahæstur með sjö mörk í þriggja marka sigri SC DHfK Leipzig á 3. deildarliðinu EHV Aue, 37:34....
Rubén Garabaya hefur verið ráðinn þjálfari Eurofarm Pelister, meistaraliðsins Norður Makedóníu í karlaflokki auk þess sem liðið er eitt sextán þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu. Garabaya tekur við af Raúl Alonso sem á dögunum tók við þjálfun Leipzig af Rúnari...
„Aðstæður hér eru eins og best verður á kosið. Ég vissi það svo sem eftir að ég kom hingað í heimsókn í febrúar. Félagið byggir á því að bjóða topp aðstæður og sem líkastar liðunum í Þýskalandi og öðrum...
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu náðu sér ekki á strik gegn landsliði Sviss í lokaumferð riðlakeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Svissneska liðið, sem vann Opna Evrópumótið í fyrra og þykir til alls víst á Evrópumótinu í...
Sautján ára landslið karla í handknattleik vann Norður Makedóníu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í dag, 36:27. Með sigrinum gulltryggðu íslensku piltarnir sér efsta sæti A-riðils með fullu húsi stiga. Þeir mætast ungverska...
Þrjú evrópsks félagslið verða á meðal níu liða sem reyna með sér á árlegu heimsmeistaramóti félagsliða sem Alþjóða handknattleikssambandið stendur fyrir frá 26. september til 2. október. Eins og á síðasta ári verður leikið í Kaíró í Egyptalandi.Evrópuliðin þrjú...
Handknattleikssamband Sviss hefur tilkynnt að sá hluti Evrópumóts karla í handknattleik 2028 sem fram fer í landinu verði í Zürich. Til stendur að tveir riðlar af sex á fyrsta stigi keppninni verði í Sviss.Spánverjar og Portúgalar verða gestgjafar EM...
Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Grill 66-deildarlið Víkings. Mrsulja gekk til liðs við Víking sumarið 2022 og hefur síðan leikið með liðinu jafnt í Olísdeildinni og í Grill 66-deildinni auk þess að...
Þýsku meistararnir HB Ludwigsburg standa höllum fæti þessa dagana eftir að rekstrarfélagið og handhafi keppnisleyfis félagsins óskað eftir gjalþrotaskiptum í gær eins og handbolti.is sagði m.a. frá. Í tilkynningu félagsins í morgun kemur fram að fjárhagsstaðan sé erfið en...
Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic hefur ákveðið að láta gott heita á handknattleiksvellinum eftir 18 ár í fremstu röð. Lekic hefur verið leyst undan samningi hjá ungverska liðinu, Ferencváros, FTC. Hún átti ár eftir af samningi sínum. Lekic sagði í...
Tjörvi Týr Gíslason hefur samið við nýliða þýsku 2. deildarinnar, HC Oppenweiler/Backnang. Félagið sagði frá komu Tjörva Týs klukkan sex í morgun en hann er einn sjö nýrra leikmanna liðsins sem sótt hefur talsverðan liðsauka eftir að hafa unnið...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir mætti á sína fyrstu æfingu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IK Sävehof í gær. Hún skrifaði í byrjun mars undir þriggja ára samning við félagið sem er með bækistöðvar í Partille í nágrenni Gautaborgar. IK Sävehof er...
Mikil óvissa ríkir um framtíð þýska meistaraliðsins HB Ludwigsburg eftir að rekstrarfélag þess, HB Ludwigsburg GmbH & Co. KG, óskað óvænt eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Ekkert hefur heyrst frá stjórnendum félagsins í dag en Stuttgarter Zeitung greinir frá að...