Efst á baugi

- Auglýsing -

Valur með möguleika á hendi þrátt fyrir tap

Valur er í góðri stöðu eftir tveggja marka tap fyrir MSK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna í Michalovce í Slóvakíu í dag, 25:23. Síðari viðureign liðanna fer fram í N1-höll Valsara...

Selfoss er í efsta sæti fyrir síðustu leikina

Lið Selfoss settist í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gær þegar liðið lagði Fram2, 38:30, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var síðasti leikur Selfyssinga í deildinni á leiktíðinni. Þeir sitja yfir í 18. og síðustu umferð...

AEK hafði betur – sigurliðið mætir Haukum eða Izvidac

Gríska liðið AEK Aþena vann serbneska liðið RK Partizan AdmiralBet, 27:22, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í gær. Leikið var í Aþenu. Liðin mætast á nýjan leik eftir viku. Sigurliðið úr einvíginu...
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Stiven, Þorsteinn, Tumi, Bjarki, Aron, Janus, Óðinn

Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark þegar Sporting Lissabon vann Benfica, 41:36, í 16-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk fyrir Benfica. Þorsteinn Leó Gunnarsson var ekki í leikmannahópi FC Porto þegar liðið...

Marta bjargaði öðru stiginu fyrir ÍBV

Marta Wawrzykowska markvörður sá til þess að ÍBV fékk annað stigið gegn Selfossi í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Marta varði vítakast frá Huldu Dís Þrastardóttur þegar leiktíminn var úti, 27:27. Vítakastið var dæmt á...

Förum brosandi til Bosníu og gerum okkar besta

„Það er bara frábært að taka með sér þriggja marka forskot í síðari leikinn gegn frábæru bosnísku liði sem leikur agaðan og einfaldan handbolta,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka í viðtali við handbolta.is eftir sigurinn á bosníska meistaraliðinu...
- Auglýsing -

ÍR-ingar fóru bónleiðir til búðar

Handknattleiksdeild ÍR tapaði kærumáli sínu á hendur ÍBV Íþróttafélagi vegna atviks sem átti sér stað í viðureign liða félaganna í Olísdeild karla í handknattleik á dögunum. Kæran sneri að því að einn leikmaður ÍBV lauk leiknum með annað númer...

Molakaffi: Vídó, Silja, aðsókn, Løke

Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ síðustu sjö ár lætur af störfum á næstu vikum. Kjartan sagði í tilkynningu á Facebook að hann hafi sagt upp hjá sambandinu í janúar og ætli sér að flytja á bernskustöðvarnar í Vestmannaeyjum hvar...

Ætlum að vinna Val og ÍR og halda sæti okkar

„Það er þvílíkur léttir fyrir okkur að vinna þennan leik því okkur langar svo mikið að vera áfram í þessari deild,“ sagði Ída Margrét Stefánsdóttir markahæsti leikmaður Gróttu í kvöld í níu marka sigri liðsins á Stjörnunni, 30:21, í...
- Auglýsing -

Varnarleikurinn var skelfilegur

„Þetta var bara alls ekki gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir níu marka tap liðsins, 30:21, fyrir Gróttu í 19. umferð Olísdeildarinnar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Eftir tapið er Stjarnan aðeins tveimur stigum á eftir...

Vonir Gróttukvenna lifa – Stjarnan heillum horfin

Grótta heldur áfram í vonina um að komast upp úr neðsta sæti Olísdeildar kvenna áður en keppnistímabilinu lýkur. Fremur glæddust vonirnar í kvöld þegar liðið vann Stjörnuna, 30:21, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir...

Döhler fór á kostum í síðustu umferðinni – úrslitakeppnin framundan

Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar í IFK Kristianstad tryggðu sér annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld þegar síðasta umferð deildarinnar fór fram. Kristianstad vann Guif í Eskilstuna, 35:29. Á sama tíma fór Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH,...
- Auglýsing -

Ánægð þegar á heildina er litið – góðum áfanga náð

„Mér fannst við hafa tök á þeim en þegar ég lít til baka þykir mér við hafa átt að gera betur, ekki síst í síðari hálfleik,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram eftir sigur liðsins á ÍR, 25:22, í...

Molakaffi: Heiðmar, Melsungen, Daníel, Arnór

Hannover-Burgdorf settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld eftir liðið vann nauman sigur á Rhein-Neckar Löwen, 36:35, á útivelli í gærkvöld. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Liðið hefur 37 stig eftir 23 leiki, er stigi...

Töluvert verkefni sem bíður okkar, segir Arnar

„Þetta er hörkuriðill hjá okkur og töluvert verkefni sem bíður okkar,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir að dregið var í riðla í undankeppni EM kvenna í Cluj-Napoca í Rúmeníu í dag.Íslenska landsliðið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -