Garðar Ingi Sindrason var hetja FH í kvöld þegar hann skaut liðinu í undanúrslit bikarkeppninnar í handknattleik með sigurmarki, 30:29, fimm sekúndum fyrir leikslok í viðureign við Aftureldingu í Myntkaup-höllinni að Varmá. Þorvaldur Tryggvason hafði jafnað metin fyrir Aftureldingu...
Neðsta lið Olísdeildar karla í handknattleik, ÍR, er komið í undanúrslit bikarkeppni HSÍ. ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 42:34, í viðureign liðanna í Fjölnishöllinni í kvöld. Aldrei var vafi á því hvort liðið væri öflugra í leiknum. ÍR...
Handknattleiksdeild HK og Halldór Jóhann hafa framlengt samning sinn til ársins 2028. Með samningnum er tryggt áframhaldandi samstarf næstu ár, sem félagið bindur miklar vonir við, segir í tilkynningu.
Halldór Jóhann, sem er einn af reyndari þjálfurum Olísdeildarinnar, tók við...
Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur samið við KA. Frá þessu segir KA á samfélagsmiðlum í kvöld. Hann kemur til félagsins um áramótin þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Samningur Ágústs Elís við KA er til eins og hálfs árs.
Ágúst...
Bikarmeistarar Fram eru úr leik í bikarkeppni HSÍ í karlaflokki. KA lagði bikarmeistarana, 30:25, í kvöld og er þar með komið í undanúrslit í fyrsta sinn frá árinu 2022. Undanúrslitaleikirnir fara fram fimmtudaginn 26. febrúar. Síðar í kvöld skýrist...
Landsliðsfólkið Thea Imani Sturludóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2025 hjá Handknattleikssambandi Íslands. Ár hvert heiðrar Handknattleikssamband Íslands handknattleiksfólk sem hefur skarað fram úr á sínum vettvangi og lagt mikilvægt af mörkum til íþróttarinnar, bæði...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir lék á als oddi í gærkvöld með IK Sävehof þegar liðið hóf keppni á ný í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknu hléi vegna heimsmeistaramótsins. Elín Klara skoraði 10 mörk í 12 skotum í öruggum...
Norska landsliðskonan Live Rushfeldt Deila hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Esbjerg. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2028. Rushfeldt Deila varð heimsmeistari á sunnudaginn en hún er auk þess Ólympíu- og Evrópumeistari með norska landsliðinu.
Systir...
Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC unnu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Bergischer HC lagði MT Melsungen sem leikið hefur til úrslita í bikarkeppninni tvö undangengin ár, 30:23, á heimavelli í...
HK situr eitt liða í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir 11 umferðir. HK lagði Víking í hörkuleik í Kórnum í kvöld, 28:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.
HK hefur þar með tveggja...
Með frábærum leik í síðari hálfleik tókst Íslandsmeisturum Vals að vinna KA/Þór með sjö marka mun í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:23. Það blés ekki byrlega hjá Valsliðinu þegar fyrri hálfleikur var...
„Allir í liðinu hafa sína drauma og stefna hátt. Það er ekkert að því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í orð sín á blaðamannafundi í dag, að markmiðið væri að vinna riðilinn á fyrsta stigi...
Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ hefur fengið í hendur staðfestingu á að honum verði hleypt inn í Egyptaland þegar hann kemur til landsins á morgun í þeim tilgangi að sitja þing Alþjóða handknattleikssambandsins sem hefst annað kvöld. Ásgeir fer frá...
Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari fjórfaldra heimsmeistara Dana í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann ætlar að tefla fram á Evrópumótinu í næsta mánuði. Tveir stórmótsnýliðar eru í hópnum, Mads Svane Knudsen og Frederik Bo Andersen. Sá hinn síðarnefndi hefur...
Ungverski handknattleiksmaðurinn Barnabás Rea og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa komist að samkomulagi um slit á samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari yngri flokka.
Rea gekk til liðs við Stjörnuna fyrir núverandi tímabil á láni frá ungverska stórliðinu Pick...