Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm sinnum í 10 marka sigri FC Porto, 35:25, á ABC de Braga í annarri umferð portúgölsku 1. deildinni í gærkvöld. Leikið var í Braga. Porto hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.
Óðinn Þór...
Handknattleiksmennirnir Ásgeir Snær Vignisson hjá Víkingi og Bragi Rúnar Axelsson hjá Herði voru í dag úrskurðaðir í þriggja leikja bann hvor á fundi aganefndar HSÍ. Mál þeirra voru fyrst tekin fyrir í gær en afgreiðslu þeirra frestað þangað til...
Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik gengur að öllu óbreyttu til liðs við Barcelona næsta sumar samkvæmt frétt Mundodeportivo, dagblaðs í Barcelona í kvöld. Fullyrt er að Janus Daði leysi af Domen Makuc sem kveður Barcelona og verður liðsmaður...
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstu leikmanna Kolstad þegar liðið vann rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest, 31:28, í Þrándheimi í kvöld í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeidar Evrópu í handknattleik. Sigvaldi Björn skoraði sex mörk en einnig voru Arnór Snær og Benedikt...
Í málsskotsnefnd sem Handknattleikssamband Íslands setti á laggirnar á dögunum eiga þrír karlmenn sæti. „Málskotsnefnd er ætlað að hafa eftirlit með handknattleiksleikjum sem fram fara á Íslandi og getur á grundvelli sérstakra heimilda skotið málum til aganefndar HSÍ í...
Aðeins tvö lið úr Olísdeild kvenna drógust saman í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna þegar dregið var í hádeginu. Nýliðar KA/Þórs, sem unnið hafa tvo fyrstu leiki sína í Olísdeildinni, fá Selfoss í heimsókn. Annars skipuðust mál þannig að lið...
Bikarmeistarar Fram mæta Víkingi í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik á gamla heimavelli Fram í Safamýri. Þar hefur Víkingur fyrir nokkru hreiðrað um sig. Dregið var í hádeginu.
Stórleikur umferðarinnar verður vafalaust á milli Hauka og Vals sem...
Hörður kærði ekki framkvæmd viðureignar liðsins við ÍBV 2 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Kærufrestur er liðinn en hann er sólarhringur frá leiknum sem fram fór í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Úrslit leiksins standa þar með og ÍBV 2 verður á...
Ítalski hægri hornamaðurinn Leo Prantner leikur ekki með þýska meistaraliðinu Füchse Berlin fyrr en á næsta ári. Hann fór í aðgerð á öxl í fyrradag. Hugsanlega verður Prantner tilbúinn í slaginn á EM í janúar þegar ítalska landsliðið mætir...
Víkingur varð síðastur til þess að öngla í sæti í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld. Víkingur lagði ÍH í Kaplakrik með 12 marka mun, 37:25, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 18:10.
Yfirburðir Víkinga voru...
Fjölnir bættist í kvöld í hóp þeirra liða sem tekur þátt í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik. Fjölnismenn lögðu Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í grannaslag í Fjölnishöll, 35:26. Staðan var 15:8 að loknum fyrri hálfleik.
Leikmenn Hvíta riddarans, sem...
Grótta komst í kvöld í 16-liða úrslit Poweradebikars karla í handknattleik með sigri á Víði Garði, 41:30, íþróttahúsinu í Garði. Víðismenn, sem eiga fyrir höndum að leika í 2. deild í vetur, veittu Gróttumönnum harða mótspyrnu með vaskri sveit...
Leikbrot Ásgeirs Snæs Vignissonar leikmanns Víkings í leik við Fjölni í Grill 66-deild karla á síðasta föstudag er til sérstakrar skoðunar hjá aganefnda HSÍ. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi aganefndar á morgun, miðvikudag.
Málið er eitt það fyrsta,...
Pedro Daniel Dos Santos Nunes þjálfari Harðar var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar framkomu í leik ÍBV 2 og Harðar í Poweraidbikar karla í Vestmannaeyjum...
Betur virðist hafa farið en áhorfðist hjá færeyska handboltastirninu Óla Mittún þegar gripið var í handlegg hans í viðureign GOG og Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á síðasta laugardag.
Óttast var að meiðsli væri mjög alvarleg en sem...