- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Elín Klara lék á als oddi í stórsigri á meisturunum

Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í sínum fyrsta leik með IK Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hún skoraði níu mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar IK Sävehof kjöldró meistara síðasta tímabils, Skara HF, 40:23, á heimavelli í Partille....

Fyrsta tapið hjá Orra Frey – annar sigur hjá Bjarka Má

Eftir tvo sigurleiki í upphafi keppnistímabilsins í Meistaradeild Evrópu máttu Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon bíta í það súra epli að tapa í heimsókn til Álaborgar í kvöld. Danska meistaraliðið var sterkara frá upphafi til enda...

Darri hefur gengið til liðs við Hauka á nýjan leik – krefjandi ár eru að baki

Darri Aronsson hefur gengið til liðs við Hauka á nýjan leik eftir þriggja ára veru hjá franska liðinu US Ivry. Í tilkynningu frá Haukum kemur fram að Darri stefni á að leika með Haukum á nýjan leik í Olísdeildinni....
- Auglýsing -

Uppselt er á leikdaga Íslands á HM kvenna

Uppselt á alla leikdaga í Porsche Arena í Stuttgart þar sem að landslið Íslands, Þýskalands, Úrúgvæ og Serbíu reyna með sér á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 26. til 30. nóvember. Hætt er við að þeir Íslendingar sem hafa ekki...

Myndskeið: Hann er stór ástæða fyrir sigri FH

Markvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson var valinn leikmaður 3. umferðar eftir að hafa verið með 50% markvörslu í marki FH gegn ÍBV í sex marka sigri, 36:30, í Kaplakrika í 3. umferð Olísdeildar karla. Athygli vakti að Jón Þórarin hóf...

Molakaffi: Popović, Abramović, Roganovic, Heindahl, Edwige, Óli

Bojana Popović aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik var í gær leyst frá störfum þjálfara hjá Budućnost, meistaraliði kvenna í Svartfjallalandi. Popović, sem er þekktasta handknattleikskona Svartfjallalands og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, hafði þjálfað Budućnost í rétt tæp fimm ár. Við...
- Auglýsing -

Arnór og Jóhannes féllu úr leik – Dorgelo fór á kostum

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason leikur varð fyrsta liðið til þess að falla úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Holstebro tapaði fyrir Sønderjyske, 27:20, á heimavelli í Sydjysk Sparekasse Skansen að...

Leikmenn höfðu fengið nóg af Guðmundi Þórði

Margir leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK höfðu fengið sig fullsadda á Guðmundi Þórði Guðmundssyni þjálfara þegar honum var sagt upp í gærmorgun. Svo segir danski handboltavefurinn HBOLD. Óánægja leikmanna með þjálfarann er ekki ný af nálinni og þeir lengi...

Sekt vegna nafnlausra búninga á EM

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað handknattleikssamband Litáen um 5.000 evrur, jafnvirði ríflega 700.000 kr vegna þess að búningar leikmanna 19 ára landsliðs kvenna voru ekki merktir með nöfnum í tveimur fyrstu leikjum Litáa á EM í Svartfjallalandi. Annar af leikjunum...
- Auglýsing -

Baldur Fritz heldur áfram að raða inn mörkum

Markakóngur Olísdeildar karla á síðustu leiktíð, Baldur Fritz Bjarnason, hefur tekið upp þráðinn á nýhafinni keppnistíð og raðar inn mörkum. Baldur Fritz hefur skorað 28 mörk í þremur fyrstu leikjum ÍR á leiktíðinni, eða rúm níu mörk í leik. Bjarni...

Marel verður ekki oftar með Fram á leiktíðinni

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Marel Baldvinsson leikur ekki fleiri leiki með Fram á keppnistímabilinu vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þetta staðfesti Einar Jónsson þjálfari Fram við handbolta.is. Einar segir um „hrikalegt áfall“ að ræða fyrir lið Íslands- og bikarmeistarana enda Marel einn allra...

Svavar og Sigurður dæma hjá Íslendingum í Molde

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma öðru sinni á þessu keppnistímabili í Evrópukeppni félagsliða á laugardaginn þegar þeir mæta til viðureignar norska liðsins Molde og sænsku meistaranna Skara HF í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna. Leikið...
- Auglýsing -

Einar Bragi og Arnór létu til sína taka í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með jafntefli við lið Helsingborg, 30:30. Einar Bragi skoraði fimm mörk í níu skotum á leikvellinum í Helsingjaborg. IFK var tveimur mörkum...

Molakaffi: Strömberg, Hedin, Freihöfer, Siewert

Svíinn Petter Strömberg hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Strömberg, sem hefur takmarkaða reynslu af þjálfun, tekur við af landa sínum. Robert Hedin sem gafst upp í vor eftir sjö ár hjá bandaríska handknattleikssambandinu og réði sig...

Grótta skoraði 51 mark

Grótta skoraði 51 mark í kvöld þegar liðið lagði Selfoss 2 í síðasta leik 3. umferðar Grill 66-deildar karla í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn unnu leikinn með 24 marka mun, 51:27, eftir að hafa verið 13 mörkum yfir í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -