Stiven Tobar Valencia hélt upp á sæti í íslenska landsliðshópnum með fimm mörkum í átta marka sigri Benfica á Madeira í gær, 38:30, í 1. deild portúgalska handboltans. Stiven gekk einnig vasklega fram í vörninni og var tvisvar vikið...
Ótti ríkir í herbúðum Fram um að tveir leikmenn til viðbótar hafi bæst á sjúkralistann í kvöld í leiknum við ÍR; annarsvegar Dagur Fannar Möller og hinsvegar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson. Þeir rákust saman þegar Gauti skoraði fyrsta mark...
Tómas Bragi Lorriaux Starrason tryggði Gróttu dramatískan sigur á Fjölni með svokölluðu flautumarki á síðustu sekúndu, 29:28, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Tómas Bragi skoraði beint frá miðju vallarins áður en...
Fram vann öruggan sigur á neðsta liði Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld, 37:33. Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru með 10 marka forskot að honum loknum gegn slöku liði ÍR sem...
FH-ingar eru komnir til Bursa í Tyrklandi og þegar búnir að æfa í keppnissalnum þar sem þeir mæta Nilüfer BSK á morgun laugardag og aftur á sunnudaginn í 3. umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðar viðureignir hefjast klukkan 14....
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 17 manna hóp til þess að tefla fram í tveimur vináttuleikjum við þýska landsliðið, í Þýskalandi 30. október í Nürnberg og 2. nóvember í München. Landsliðshópurinn kemur saman í...
Martím Costa tryggði Portúgalsmeisturum Sporting ævintýralegan sigur á ungverska meistaraliðinu One Veszprém þegar hann skoraði sigurmark leiksins á síðustu sekúndu viðureignar liðanna í Pavilhao Joao Rocha-íþróttahöllinni í Lissabon í gærkvöld, 33:32. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu.Orri...
Landslið kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrir A-landsliði Grænlands í fyrri vináttuleik liðanna í Safamýri í gærkvöld, 31:29. Grænlenska liðið var marki yfir í hálfleik, 14:13. Liðin mætast á ný á laugardaginn sennilega á sama stað...
Ljóst er orðið að Daníel Þór Ingason leikur ekki á ný með ÍBV fyrr en að loknu landsleikjahléinu í nóvember vegna áverka sem hann varð fyrir við upptöku á markaðsefni fyrir samfélagsmiðla HSÍ á laugardaginn. Liðband milli viðbeins og...
Haukur Þrastarson skoraði þrisvar og gaf fjórar stoðsendingar í þriggja marka tapi Rhein-Neckar Löwen, 25:22, í heimsókn til Lemgo í gærkvöld í níundu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig...
Haukar tylltu sér á topp Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Stjörnunni, 30:26. Leikið var Ásvöllum. Haukar lögðu grunn að sigrinum í fyrri hálfleik þegar þeir höfðu talsverða yfirburði. Að 30 mínútunum loknum var forskot...
HK vann sinn þriðja leik í röð í kvöld í Olísdeild karla þegar þeir lögðu Þór, 32:24, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Komst Kópavogsliðið þar með upp fyrir Selfoss í áttunda sæti deildarinnar og virðist vera komið á gott skrið...
Viktor Lekve þjálfari færeyska úrvalsdeildarliðsins KÍF í Kollafirði hefur krækt í tvo leikmenn til þess að styrkja leikmannahóp sinn. Annar þeirra er Benedikt Emil Aðalsteinsson, tvítugur piltur sem leikið hefur með Víkingi í Grill 66-deildinni við góðan orðstír. Hinn...
KA færðist upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í kvöld með sannfærandi sigri á Val, 33:28, í viðureign liðanna í KA-heimilinu. Þetta var fjórði sigur KA-liðsins í röð í deildinni.KA-menn voru mun öflugri síðustu 15 til 20 mínútur leiksins...
Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin liggur sjaldan á skoðunum sínum. Í viðtali við Stuttgarter Zeitung gagnrýnir hann harðlega forystu þýska handknattleikssambandsins fyrir framkomu þess við Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við væntanlega forsetakosningar IHF....