- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Spilaðist nokkurn veginn eins og við vildum

„Þetta spilaðist nokkurn veginn eins og við vildum. Á heildina litið góð liðsframmistaða,“ sagði Rúnar Kárason markahæsti leikmaður Fram með átta mörk þegar Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið í Olísdeildinni með fjögurra marka sigri á FH í Kaplakrika í kvöld, 29:25. „Við...

Frábær Elliði Snær – annað tap Melsungen og Leipzig

Elliði Snær Viðarsson var frábær með Gummersbach í kvöld þegar liðið vann MT Melsungen, 29:28, á heimavelli í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Elliði skoraði átta mörk í jafn mörgum skotum og var næst markahæsti leikmaður liðsins...

Mætast fjórum sinnum á 10 dögum

Birgir Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar IK Sävehof og Malmö skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld. Leikið var í Partille, heimavelli IK Sävehöf. Liðin mætast á ný í bikarkeppninni í Malmö...
- Auglýsing -

Búið er að draga í fyrstu umferð bikarkeppni karla

Óvænt var dregið til fjögurra viðureigna í 32-liða úrslitum Poweradebikars karla í handknattleik í dag en gær var tilkynnt að dregið yrði til tveggja viðureigna. Burt séð frá því þá er ljóst hvaða lið mætast í 32-liða úrslitum, 1....

Þýsku meistararnir hafa rekið þjálfarann

Þýska meistaraliðið Füchse Berlin hefur óvænt rekið þjálfarann Jaron Siewert og ráðið í hans stað Danann Nicolaj Krickau sem var látinn taka pokann sinn hjá Flensburg í desember. Skyndilegt brotthvarf Siewert kemur í kjölfar uppnáms hjá félaginu í fyrradag...

Kári Tómas fetar í fótspor þekktra handboltamanna

HK-ingurinn Kári Tómas Hauksson leikur með þýska 3. deildarliðinu í vetur. Hann hefur samið við félagið eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Kári Tómas fetar þar með í fótspor þekktra íslenskra handknattleiksmanna sem komið hafa við sögu...
- Auglýsing -

Óðinn Þór var allt í öllu og skoraði 13 mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson var allt í öllu hjá Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið vann Pfadi Winterthur, 33:30, á heimavelli í annarri umferð A-deildarinnar. Óðinn Þór skoraði 13 mörk í 14 skotum, átta markanna skoraði hann úr vítaköstum og...

Nítján marka skellur í fyrsta leik tímabilsins

Dagur Gautason og liðsfélagar hans í ØIF Arendal fengu skell á heimavelli í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær þegar meistarar Elverum komu í heimsókn. Elverum vann með 19 marka mun, 37:18. Staðan í hálfleik var 18:9.  Dagur,...

Titilvörnin hófst á Madeira

Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn í Sporting Lissabon hófu langa leið að titilvörn sinni í gær á Madeira með sigri á Maritimo, 36:29. Sporting hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 18:15. Orri Freyr skoraði fjögur mörk í leiknum, tvö þeirra...
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Benedikt, Sigurjón, Ísak, Birta, Dana

Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, í stórsigri Kolstad á Rørvik, 45:21, í norsku bikarkeppninni í gær. Leikið var í Sinkaberg Arena, heimavelli Rørvik. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad.  Sigurjón Guðmundsson var...

Þeir voru skrefi á undan okkur allan leikinn

„Ég held bara að Valsmenn hafi verið skrefi á undan okkur allan leikinn,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap fyrir Val í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik á heimavelli í kvöld, 32:27. Stjarnan var mest 10...

Heilt yfir góður leikur hjá okkur

„Ég er ánægður enda sannfærandi sigur hjá okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir að lið hans lagði Stjörnuna, 32:27, í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld. „Við gerðum okkur seka um að fara...
- Auglýsing -

Meistaraefnin fóru vel af stað

Liðið sem flestir telja að séu líklegasta meistaraefni Olísdeildar karla, Valur, vann öruggan sigur á Stjörnunni, 32:27, í upphafsleik Olísdeildar karla í Hekluhöllinnni í Garðabæ í kvöld. Valsliðið var svo sannarleg með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi...

Íslendingar voru atkvæðamiklir í Magdeburg

Íslendingarnir þrír hjá Evróumeisturum Magdeburg skoruðu nærri helming marka liðsins í öruggum sigri á Eisenach, 34:29, á heimavelli í kvöld í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar. Magdeburg var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10. Liðið hefur fjögur stig eftir...

Donni fagnaði meðan Elvar tapaði naumlega

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék við hvern sinn fingur og skoraði sjö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í öruggum sigri Skanderborg á Grindstad GIF, 33:23, í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á heimavelli Skanderborg. Þar með er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -