- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Aðalsteinn Örn og Sólveig Ása best hjá Fjölni

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson og Sólveig Ása Brynjarsdóttir leikmenn meistaraflokksliða Fjölnis eru handknattleiksfólk ársins 2025 hjá félaginu. Val þeirra var tilkynnt í gærkvöld þegar Ungmennafélagið Fjölnir efndi til hófs til þess að verðlauna íþróttafólk félagsins sem skarað hefur fram úr...

Molakaffi: Donni, Arnór, Viktor

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sex mörk úr níu skotum og átti tvær stoðsendingar þegar Skanderborg vann Fredericia HK, 37:30, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Skanderborg situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir...

Haukur heldur áfram að láta ljós sitt skína – myndskeið

Haukur Þrastarson heldur áfram að leika eins og sá sem valdið hefur með þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í tveggja marka sigri, 34:32, á Gummersbach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í...
- Auglýsing -

Daninn fór ekki með norður

Danski handknattleiksmaðurinn Oscar Sven Leithoff Lykke, sem farið hefur mikinn með Aftureldingu í undanförnum leikjum í Olísdeildinni, var ekki með í kvöld þegar Afturelding lagði KA, 28:22, í 14. umferðinni í KA-heimilinu. Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar sagði við handbolta.is...

Valur vann fyrsta leik deildarinnar eftir mánaðarhlé

Valur 2 vann Aftureldingu í kvöld í Myntkaup-höllinni að Varmá, 32:27, en um var að ræða fyrstu viðureign sem fram fer í deildinni í um mánuð en hlé var gert á keppni meðan undirbúningur og þátttaka íslenska landsliðsins á...

Fjölnir vann Val í síðasta leik sínum í deildinni á árinu

Fjölnismenn voru ekki í vandræðum með Val 2 í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í Fjölnishöllinni. Í leiknum sem markaði upphaf 15. umferðar deildarinnar voru leikmenn Fjölnis með forystu frá upphafi til enda. Staðan var 17:11...
- Auglýsing -

Aftureldingarmenn fóru illa með KA

Afturelding vann öruggan sigur á KA í lokaleik 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld, 28:22, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 11:10. Afturelding lagði grunn að sigrinum með upphafskafla síðari hálfleiks þegar KA-menn...

Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum

Framarar fóru létt með Selfoss í síðara uppgjöri liðanna á leiktíðinni í Olísdeild karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld, 38:29. Fram hafði náð 10 marka forskoti strax eftir tíu mínútur í síðari hálfleik eftir að hafa verið fjórum...

Ásgeir situr þing IHF – óvíst hvern HSÍ styður í forsetakjöri

Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ verður fulltrúi Íslands á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram fer í Kaíró í Egyptalandi 19. – 21. desember. Töluverð eftirvæning ríkir vegna þingsins þar sem kjörinn verður forseti IHF til næstu fjögurra ára. Hassan Moustafa,...
- Auglýsing -

Ilic og aðstoðarmaður hafa tekið pokann sinn

Momir Ilic, sem þjálfað hefur þýska handknattleiksliðið Wetzlar síðan í maí, var látinn taka pokann sinn í dag ásamt aðstoðarmanni sínum, Vladan Jordovic. Félagið tilkynnti þetta í dag en í gær lék Wetzlar ellefta leikinn í röð án sigurs...

„Íþróttin okkar er deyjandi“

Það er víðar en á Íslandi þar sem peningleysi hrjáir rekstur handknattleiksfélaga. Í Serbíu er staðan alvarleg að sögn Vladan Matić þjálfara Vranje sem er í sjötta sæti af 12 liðum úrvalsdeildar karla. Matić sendi á dögunum frá sér...

Leitað að aðalstyrktaraðila fyrir heimsmeistarana

Danska handknattleikssambandið leitar að nýjum aðalstyrktaraðila framan á keppnistreyjum karlalandsliðsins. Orku- og fjarskiptafyrirtækið Norlys, sem hefur auglýst framan á keppnistreyjum liðsins frá 2021, hefur ákveðið að framlengja ekki samstarfið þegar það rennur út 30. júní 2026, að því er...
- Auglýsing -

Fjögur mörk hjá Sveini og sæti í 8-liða úrslitum

Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Chambéry vann öruggan sigur á Toulouse, 34:29, í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Chambéry. Sveinn lék með í 36 mínútur. Auk markanna fjögurra var honum...

Orri Freyr og félagar í traustri stöðu

Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar lið hans Sporting vann Porto, 36:32, í uppgjöri tveggja efstu liða í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Porto. Sporting var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15. Þorsteinn...

Viktor Gísli varði vel með Barcelona

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot, 29,4%, fyrir lið Barcelona þegar liðið vann Villa de Aranda, 34:28, í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Villa de Aranda. Filip Šarić var hluta leiksins í marki Barcelona...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -