- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Óbreytt lið þriðja leikinn í röð

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik heldur sig við óbreytt lið í dag gegn Sviss frá tveimur síðustu viðureignum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Andri Már Rúnarsson er áfram utan hóps og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks. Hópur...

Hugurinn var strax kominn á næsta leik

„Við vorum fljótir að ná okkur niður eftir sigurleikinn á Svíum. Þegar lagst var út af var hugurinn strax kominn á næsta leik,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í gær. Arnar Freyr verður í eldlínunni með félögum...

Spánverjarnir dæma aftur hjá íslenska landsliðinu

Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM...
- Auglýsing -

Verður mjög óþægilegur andstæðingur

„Ég hlakka til að takast á við næsta andstæðing, Sviss, sem hefur leikið vel á mótinu og haft yfirhöndina í flestum viðureignum sínum en átt það til að missa forskotið niður undir lok leikja,“ segir Janus Daði Smárason sem...

Fimmtán marka sigur hjá Lenu Margréti og félögum

Lena Margrét Valdimarsdóttir og liðsfélagar í sænska meistaraliðinu Skara HF unnu Kungälvs HK, 35:21, í 15. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Lena Margrét skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar. Skara HF situr í...

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...
- Auglýsing -

Danir fyrstir í undanúrslit – Alfreð kom mörgum á óvart

Danir voru fyrstir til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik. Þeir lögðu Þjóðverja örugglega, 31:26, í síðasta leik næstsíðustu umferðar milliriðla eitt í Jyske Bank Boxen í Herning. Danska liðið hefur sex stig eins...

Spánverjar lögðu stein í götu Frakka

Spánverjar settu strik í reikning Frakka í kvöld í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik er þeir lögðu granna sína á sannfærandi hátt, 36:32, í Jyske Bank Boxen. Úrslitin kunna að verða til þess að Evrópumeistarar Frakka komist ekki í...

Njósnaði um Norðmenn – lá á hleri í leikhléi

Einkennilegt atvik átti sér stað í síðasta leikhléi sem tekið var í viðureign Noregs og Portúgal á Evrópumóti karla í handknattleik þegar einn leikmanna portúgalska liðsins, Miguel Neves, gerðist njósnari. Hann lagði spjaldtölvu upp á að öðru eyra sínu...
- Auglýsing -

Jafntefli sem kom að litlum notum

Jafntefli Norðmanna og Portúgala, 35:35, í 3. umferð millriðils eitt á Evrópumóti karla í handknattleik í dag kom hvorugu liðinu að verulegu gagni í kapphlaupinu um sæti í undanúrslitum mótsins og e.t.v. heldur ekki í baráttu um þriðja sæti...

Króatar eru vonsviknir út í gestgjafana – velta fyrirkomulaginu fyrir sér

Króatar eru ekki síður vonsviknir en Svíar yfir stórsigri íslenska landsliðsins, 35:27, á sænska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik karla í gær. Stórtap Svía, kom illa við króatíska landsliðið og veldur því að það, þrátt fyrir að vera með...

Palicka aðstoðaði Elliða í gær – tuskaðist við hann í Gautaborg – myndir

Elliði Snær Viðarsson lék ekkert í síðari hluta viðureignarinnar við Svía á Evrópumótinu í handknattleik í gær eftir að hann fékk sinardrátt í hægri kálfann. Naut hann m.a. fyrst aðhlynningar frá Andreas Palicka, markverði sænska landsliðsins, sem sýndi á...
- Auglýsing -

Viggó er laskaður en verður með gegn Sviss

„Viggó er laskaður eftir leikinn í gær en hann verður með á morgun. Við fylgjumst bara grannt með honum og höldum honum í meðhöndlun hjá okkar sjúkraþjálfurum allan sólarhringinn ef því er að skipta,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...

Guðjón Valur leiðbeindi sænskum þjálfurum

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Vfl Gummersbach og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik var einn þriggja þjálfara á námskeiði sem sænska handknattleikssambandið hélt í Malmö um nýliðna helgi. Um 200 handboltaþjálfarar sóttu námskeiðið. Samhliða ferð sinni til Malmö sá Guðjón Valur...

Svíar eru með böggum hildar – sigurstund sem breyttist í martröð

Sænskir handknattleiksunnendur eru með böggum hildar eftir tap sænska landsliðsins fyrir íslenska landsliðinu í milliriðlakeppni Evrópumótsins, 35:27. Í Dagens Nyheter segir m.a. að leikurinn sem átti að tryggja sænska landsliðinu sæti í undanúrslitum hafi orðið að martröð. Íslenska landsliðið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -