HC Alkaloid frá Skopje í Norður Makedóníu stendur afar vel að vígi eftir fjögurra marka sigur á AEK í Aþenu í gær í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik, 29:25. Um var að ræða fyrsta tapleik AEK...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, FC Porto, vann Avanca, 47:32, í síðari leik liðanna í undanúrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í gær. Porto vann samanlagt, 84:53, en leikið er heima...
Amelía Dís Einarsdóttir hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við ÍBV eftir eins árs veru hjá norska liðinu Rival í Haugasundi sem Jörgen Freyr Ólafsson Naabye þjálfar.Amelía, fædd árið 2004, er uppalin ÍBV-ingur og hefur á sínum...
Fyrsta embættisverk Willum Þórs Þórssonar eftir að hann var kjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í gær var að afhenda Evrópubikarmeisturum Vals gullverðlaunapeninga sína eftir sigur liðsins á BM Porrio í síðari úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda.
Rúmum tveimur klukkustundum áður...
Þvert á margar spár þá vann Kolstad öruggan sigur á Elverum í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í dag. Leikið var á heimavelli Elverum. Kolstad-piltar unnu með sex marka mun, 31:25. Þeir geta...
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Kadetten Schaffhausen lentu í kröppum dansi í fyrsta úrslitaleiknum við BSV Bern í úrslitum A-deildarinnar í Sviss í dag. Í hnífjöfnum leik náði Kadetten að merja eins marks sigur, 34:33, eftir nokkurn darraðardans...
Viggó Kristjánsson átti stórleik með HC Erlangen í dag þegar liðið vann Stuttgart, 30:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik og lyftist um leið upp úr fallsæti í deildinni. Landsliðsmaðurinn var markahæstur hjá HC Erlangen með níu...
Dagur Gautason varð í dag franskur bikarmeistari í handknattleik með Montpellier þegar liðið lagði PSG, 36:35, eftir vítakeppni í París. Leikurinn var afar jafn og spennandi frá byrjun til enda. Að loknum 60 mínútum var staðan jöfn 28:28, eftir...
Leikið verður til úrslita um Íslandsmeistaratitla í 3. og 4. flokki karla og kvenna í Kórnum í Kópavogi í dag. Síðustu undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær en einnig var leikið til undanúrslita í fimmtudag og föstudag. Hér fyrir neðan...
Sigurlaun í Evrópukeppni félagsliða voru afhent í fyrsta sinn á Íslandi í gær þegar Valur vann Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var á úrslitaleiknum í gær og fangaði stemninguna í kringum verðlaunaafhendinguna og þegar Hildur Björnsdóttir, Thea Imani...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik með jafntefli við GOG, 29:29, á útivelli í næst síðustu umferð riðlakeppni úrslitakeppninnar. TTH Holstebro er í öðru sæti...
Hátt í 2.000 áhorfendur studdu og fögnuðu Evrópubikarmeisturum Vals þegar liðið varð fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í handknattleik í gær með sigri á spænska liðinu BM Porriño, 25:24. Fólk á öllum aldri kom inn úr veðurblíðunni í birtuna sem...
Valur varð í gær Evrópubikarmeistari í handknattleik kvenna, fyrst íslenskra kvennaliða. Valur vann spænska liðið BM Porriño, 25:24, í síðari viðureign liðanna í N1-höllinni á Hlíðarenda í gær og samanlagt, 54:53, í tveimur viðureignum.
Myndasyrpa: Eldri og yngri fögnuðu...
„Fyrstu viðbrögð eftir leikinn voru að ég var uppgefin og fór grenja. Ég trúði þessu varla,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Evrópubikarmeistarar Val og markadrottning Evrópubikarkeppninnar þegar handbolti.is hitti hana að máli í sigurgleðinni á Hlíðarenda eftir sigurleikinn á...
„Ég er ennþá að átta mig á þessu,“ sagði Thea Imani Sturludóttir nýkrýndur Evrópubikarmeistari í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir að Valur vann BM Porrino, 25:24, í síðari úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar í N1-höllinni á Hlíðarenda. Thea skoraði 25. og...