- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Orri Freyr innsiglaði Sporting sæti í átta liða úrslitum – myndskeið

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon eru komnir í átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir gerðu jafntefli við Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 29:29. Orri Freyr skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga þegar fimm sekúndur voru eftir...

Vil ekki vera of lengi á sama stað

„Ég er rólegur og skoða bara í rólegheitum á næstunni hvað tekur við,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik sem lætur af störfum hjá Aftureldingu í lok tímabilsins eftir fimm ár.„Ég vil ekki vera of lengi á...

Er Sandra á heimleið?

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins TuS Metzingen yfirgefur félagið að lokinni leiktíðinni í vor. Frá þessu segir í tilkynningu félagsins í dag sem er að finna neðst í þessari frétt. Ekki kemur fram hvað...
- Auglýsing -

Kominn tími til þess að stíga næsta skref

„Mér finnst vera kominn tími til að taka næsta skref í handboltanum,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir tilkynnt var í morgun að hún hafi gert þriggja ára samning við sænska...

Stefán tekur við af Gunnari í Mosfellsbæ

Stefán Árnason tekur við þjálfum karlaliðs Aftureldingar í sumar af Gunnari Magnússyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin fimm ár. Einnig tekur Stefán við hlutverki yfirþjálfara yngri flokka. Afturelding tilkynnti þetta í hádeginu. Stefán hefur undanfarin þrjú ár verið aðstoðarþjálfari...

Elín Rósa leikur í Þýskalandi næstu tvö ár

Elín Rósa Magnúsdóttir hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe frá og með komandi sumri. HSG Blomberg er sem stendur í 4.sæti í þýsku 1. deildinni. Auk þess er liðið komið í átta liða úrslit...
- Auglýsing -

Elín Klara hefur samið við IK Sävehof til þriggja ára

Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Hauka hefur samið við sænska meistaraliðið IK Sävehof til þriggja ára. Sænska liðið sagði frá vistaskiptunum í morgun en þau taka gildi í sumar að loknu keppnistímabilinu. Elín Klara er...

Molakaffi: Anton, Jónas, Ísak, Arnar, Tryggvi

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Wisla Plock og Sporting Lissabon í 14. og síðustu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fer í Plock í Póllandi í kvöld. Bæði lið eru örugg áfram upp úr...

Kolstad féll úr leik – Kielce náði síðasta sætinu – Aalborg í átta liða úrslit

Norska meistaraliðið Kolstad er úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla eftir tap fyrir Barcelona í kvöld, 36:27. Á sama tíma vann pólska liðið Industria Kielce leik sinn á útivelli gegn RK Zagreb, 27:26, og tryggði sér um...
- Auglýsing -

Donni skoraði níu mörk og fór upp í þriðja sæti

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik þegar lið hans Skanderborg AGF vann neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Kolding, í kvöld með fjögurra marka mun á útivelli, 34:30 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13.  Donni, sem var á...

Valsmenn anda ofan í hálsmálið á FH-ingum

Valur hafði sætaskipti við bikarmeistara Fram í öðru sæti Olísdeildar karla í kvöld eftir fimm marka sigur í viðureign liðanna í N1-höllinni á Hlíðarenda, 37:32. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15. Þegar þrjár umferðir eru eftir í...

Ömurleg frammistaða

„Ég veit ekki hvað gerðist. Það var ekki eitt sem klikkaði heldur allt og niðurstaðan var ömurleg frammistaða,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 19 marka tap liðsins fyrir Aftureldingu að Varmá í kvöld, 40:21. Ekkert sást til Stjörnuliðsins...
- Auglýsing -

Þægilegur dagur á skrifstofunni

„Þetta var þægilegur dagur á skrifstofunni,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir 19 marka sigur á Stjörnunni, 40:21, í Olísdeild karla í handknattleik að Varmá í kvöld. „Við mættum klárir í slaginn og lékum af fullum krafti í 60 mínútur....

Stjörnumenn voru kjöldregnir að Varmá

Afturelding vann stórsigur á Stjörnunni, 40:21, að Varmá í kvöld í 19. umferð Olísdeildar karla. Stjörnuliðið var arfaslakt og mátti teljast vel sloppið að komast hjá enn stærra tapi. Aftureldingarmenn hafa þar með 27 stig þegar þeir eiga þrjá...

Heimir og Maksim velja 26 pilta til æfinga 19 ára landsliðsins um aðra helgi

Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev þjálfara 19 ára landsliðsins í handknattleik hafa valið 26 leikmenn til æfinga á höfuðborgarsvæðinu 14.-16.mars. Kallaður er saman hópur 26 leikmanna og óhætt að segja að valinn maður sé í hverju rúmi. Æfingarnar eru...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -