Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...
Kapphlaup Noregsmeistara Kolstad og Elverum um efsta sæti deildarinnar hélt áfram í dag. Íslendingarnir voru atkvæðamiklir hjá Kolstad í fimm marka sigri liðsins, 36:31, á Bergen á heimavelli. Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar...
Einar Baldvin Baldvinsson markvörður og Ihor Kopyshynskyi tryggðu Aftureldingu annað stigið gegn KA í síðasta leik 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu. Einar Baldvin varði skot frá nafna sínum Einari Rafni Eiðssyni á síðustu sekúndum leiksins. Áður...
Þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt rak í kvöld danska þjálfarann Nicolej Krickau úr starfi. Óviðunandi úrslit í síðustu leikjum er sögð ástæða uppsagnarinnar en liðið tapaði í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni á útivelli, 31:29. Einnig sárnaði mörgum...
Tvö efstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki, GOG og Aalborg Håndbold, juku forskot sitt á næstu lið á eftir í dag. Aalborg lagði liðsmenn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK, 32:30, í Álaborg og GOG lagði Kristján Örn Kristjánsson,...
Þórsarar unnu áttunda leik sinn í röð í Grill 66-deild karla í handknattleik í dag og sitja þar með áfram í efsta sæti deildarinnar næstu vikurnar því þegar viðureign Þórs og Vals lauk í N1-höllinni á Hlíðarenda síðdegis var...
Tryggvi Sigurberg Traustason tryggði Selfossi nauman sigur á Herði, 25:24, í viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi í dag en leikurinn var sá næst síðasti á árinu í Grill 66-deild karla. Tryggvi Sigurberg skoraði úr vítakasti sem Sölvi Svavarsson...
„Mánudagurinn verður væntanlega tilfinningaríkur. Þá horfir til þess að kafla í lífi mínu verður lokið. Þá tekur eitthvað nýtt við. Ég hlakka til þess en svo sannarlega mun ég sakna landsliðsins og hópsins í kringum hann,“ sagði Þórir Hergeirsson...
ÍBV og FH skildu jöfn, 26:26, í 14. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag í viðureign þar sem leikmenn beggja liða fóru illa að ráði sínu á síðustu sekúndum þegar möguleiki var á að tryggja sigur....
Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki heimsmeistaramóts kvenna í Vínarborg á morgun áður en úrslitaleikir Evrópumóts kvenna í handknattleik hefjast. Ísland hefur aldrei áður verið í efri flokknum þegar...
Síðustu leikir ársins í Olísdeild karla og í Grill 66-deildum karla fara fram í dag. Strax upp úr hádeginu taka leikmenn ÍBV og Íslandsmeistara FH til við leik í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum. Aftureldingarmenn eru á leiðinni norður á Akureyri...
Ásgeir Snær Vignisson skoraði 10 mörk þegar Víkingur vann HK2, 35:30, í síðasta leik liðanna á ársinu í Grill 66-deild karla í Safamýri í gærkvöld. Víkingar ljúka árinu í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig að loknum tíu leikjum....
Hér fyrir neðan er samantekt frá undanúrslitaleik Ungverjalands og Noregs á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gærkvöld. Noregur vann leikinn, 30:22, og leika til úrslita við Danmörku á morgun sunnudag, klukkan 17.00.Noregur og Danmörk mættust einnig...
Hér fyrir neðan er samantekt frá undanúrslitaleik Frakklands og Danmerkur á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gærkvöld. Danir unnu leikinn, 24:22, og leika til úrslita við Norðmenn á morgun sunnudag, klukkan 17.00. Leikurinn verður sendur út...