Jens Sigurðarson markvörður úr Val var valinn besti markvörður Sparkassen Cup mótsins í handknattleik sem lauk í gærkvöld. Áhorfendur mótsins völdu úrvalsliði mótsins og varð Jens hlutskarpastur í vali á besta markverðinum.Jens og félagar í 19 ára landsliðinu höfnuðu...
Aldís Ásta Heimisdóttir mætti galvösk til leiks í kvöld með Skara HF og var á meðal bestu leikmanna liðsins í 14 marka sigri á útivelli gegn Skövde, 36:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aldís Ásta skoraði fjögur mörk og...
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í IFK Kristianstad sættu lagi í kvöld þegar HF Karlskrona tapaði í Malmö og laumuðu sér upp í annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Hallby á heimavelli, 26:24. Einar Bragi skoraði tvö mörk...
Komið að fjórðu og næst síðustu upprifjun á næst síðasta degi ársins 2024 á mest lesnu fréttum ársins á handbolti.is. Komið er inn á topp tíu.Í dag segir m.a. frá tvennum áföllum sem Olísdeildarlið varð fyrir á einum sólarhring...
Henny Reistad skoraði 10 mörk í 13 skotum þegar lið hennar, Esbjerg, varð danskur bikarmeistari með sigri á Odense Håndbold, 31:25, í JYSK Arena í Óðinsvéum. Þetta eru önnur gullverðlaun Reistad í mánuðinum en hún var ein helsta driffjöður...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafnaði í öðru sæti annað árið í röð, á Sparkassen Cup mótinu í Merzig í Þýskalandi í kvöld. Liðið tapaði fyrir Þýskalandi í úrslitaleik, 31:27. Staðan var jöfn...
Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í TuS Metzingen hoppuðu upp um tvö sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag með öruggum sigri á grannliðinu Sport-Union Neckarsulm, 30:25, á heimavelli í þriðja leiknum á viku. TuS Metzingen færðist upp...
Íslendingaliðið Kolstad varð í dag norskur bikarmeistari þriðja árið í röð með dramatískum sigri á Elverum, 28:27, í Unity Arena í Bærum. Kolstad skoraði þrjú síðustu mörk leiksins á síðustu fimm mínútunum. Sigurmarkið skoraði Sander Sagosen 18 sekúndum fyrir...
Handknattleiksmaðurinn ungi hjá Íslandsmeisturum FH, Ingvar Dagur Gunnarsson, leikur ekki fleiri leiki með liðinu á keppnistímabilinu eftir að hann fótbrotnaði við vinstri ökkla á æfingu með 19 ára landsliðinu rétt fyrir jólin.
„Ég fór í aðgerð í gær sem...
Ísland leikur til úrslita á Sparkassen Cup handknattleiksmóti landsliða, skipað leikmönnum 19 ára og yngri í karlaflokki, síðar í dag. Íslenska liðið vann Serba í miklum baráttuleik, 28:27, eftir að hafa átt undir högg að sækja lengi vel. M.a....
Þriðji hluti af fimm á upprifjun á þeim fréttum sem lesendur handbolti.is lásu oftar á árinu 2024. Fréttir og frásagnir sem eru í 11. til 15. sæti birtast lesendum nú. Fyrsti hluti upprifjunar var í fyrradag og annar hluti...
Spænski vinstri hornamaðurinn Aitor Arino er sagður yfirgefa Barcelona eftir keppnistímabilið í vor og ganga til liðs við Füchse Berlin. Forráðamenn þýska liðsins er sagðir hafa leitað í dyrum og dyngjum síðustu vikur að eftirmanni Svíans Jerry Tollbring sem...
Staðfest hefur verið að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður Gróttu er í 20 manna hópi landsliðs Grænhöfðaeyja sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í næsta mánuði. Grænhöfðeyingar verða fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM í...
Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað piltum 19 ára og yngri, vann stórsigur Hollendingum, 29:19, í þriðju og síðustu umferð B-riðils Sparkassen Cup-mótsins í Merzig í Þýskalandi í dag. Piltarnir unnu þar með riðilinn með fullu húsi stiga og leika...
Íslandsmeistarar FH í handknattleik karla er afrekslið Hafnarfjarðar 2024. Tóku nokkrir leikmenn ásamt þjálfaranum Sigursteini Arndal við viðurkenningu frá bænum í gær í hófi sem haldið var í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem FH-ingar hafa marga hildi háð.
„Meistaraflokkur karla...