Nýja landsliðstreyjan í handknattleik mun ekki leynast í jólapökkum handboltaáhugafólks að þessu sinni. HSÍ tilkynnti í dag að ljóst sé orðið að treyjan verði ekki komin í sölu hér á landi í tæka tíð áður en síðustu jólagjafirnar verða...
Olísdeildarlið Fjölnis hefur orðið fyrir áfalli en staðfest hefur verið að stórskyttan Haraldur Björn Hjörleifsson sleit krossband í viðureign Fjölnis og KA í Olísdeildinni undir lok síðasta mánaðar. Af þessari ástæðu leikur Haraldur Björn ekki fleiri leiki á yfirstandandi...
Inga Dís Jóhannsdóttir tryggði Haukum2 annað stigið í heimsókn til Vals2 í Grill 66-deild kvenna á Hlíðarenda í gærkvöld. Hún skoraði markið á allra síðustu sekúndu leiksins, 26:26.
Nokkrum sekúndum áður en Inga Dís skoraði sigurmarkið hafði hún átt þrumuskot...
Theodór Sigurðsson tryggði Fram2 sigur á Haukum2 með sirkusmarki á síðustu sekúndu, 30:29, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla á Ásvöllum í gærkvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru hreint ævintýralegar en tekin voru tvö leikhlé.
Auk glæsilegs sigurmarks Theodórs verður...
Tumi Steinn Rúnarsson og liðsfélagar í Alpla Hard komust áfram í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í gærkvöld. Alpla Hard vann þá grannliðið Bregenz, 37:24, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12. Alla jafna eru viðureignir...
Japanska landsliðið varð í gær Asíumeistari í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á landsliði Suður Kóreu, 25:24, í úrslitaleik Asíumótsins sem staðið hefur yfir í Nýju Delí á Indlandi síðan í upphafi mánaðarins. Suður Kórea var með þriggja marka...
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna er tilneyddur að afskrifa frekari þátttöku tveggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik. Tilkynnt var síðdegis að Althea Reinhardt og Sarah Iversen taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.
Iversen sleit krossband...
Svíar leika um 5. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik á föstudaginn gegn annað hvort Danmörku eða Hollandi eftir að hafa lagt Svartfellinga, 25:24, í æsispennandi viðureign og þeirri síðustu sem fram fór á mótinu í Debrecen í Ungverjalandi...
Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfspartý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember klukkan 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir að sögn Silju Úlfarsdóttur sem skipuleggur og heldur utan um samkomuna en þangað...
Ungverjar mæta norska landsliðinu í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á föstudaginn. Það var ljóst eftir að ungverska landsliðið tapaði fyrir Frökkum í síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld, 30:27. Ungverska landsliðið hafnaði...
Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev, þjálfarar 19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið hóp pilta til æfinga 20. - 22. desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26. - 30. desember. Mótið verður...
Svikahrappur fer ljósum logum um netheima undir nafni Guðjóns Vals Sigurðssonar fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins og núverandi þjálfara þýska liðsins Gummersbach. Reynt hefur verið árangurslaust að kveða svikahrappinn í kútinn, eftir því sem Guðjón Valur segir í samtali við...
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK hefur fengið ungverska markvörðurinn Martin Nagy til liðs við félagið í skamman tíma til að brúa bil vegna meiðsla markvarðanna Sebastian Frandsen og Thorsten Fries. Nagy lék með Val í Olísdeildinni...
Tveir leikir fara fram í Grill 66-deildum karla og kvenna í kvöld.Grill 66-deild kvenna:N1-deild kvenna: Valur2 - Haukar2, kl. 19.30.Grill 66-deild karla:Ásvellir: Haukar2 - Fram2, kl. 20.15.Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.Leikir verða sendir út á Handboltapassanum.
Sigur Dana á Slóvenum í milliriðlakeppni Evrópumótsins, 33:26, í gærkvöld var súrsætur. Margt bendir til þess að ein af öflugri leikmönnum danska liðsins, Sarah Iversen, hafi meiðst alvarlega á hné og taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu....