Fréttir

- Auglýsing -

Evrópudeildin – 5. umferð: úrslit og staðan

Leikið var í fimmtu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þar með er riðlakeppnin hálfnuð, 60 leikjum lokið, 60 leikir eftir. Sjötta umferð fer fram eftir viku. Að henni lokinni tekur við hlé fram í febrúar þegar fjórar umferðir fara...

Frábær síðari hálfleikur færði Ystad sigur í Aix

Með frábærum sóknarleik í síðari hálfleik þá vann sænska meistaraliðið Ystads IF HF góðan sigur í Aix á liði PAUC, 36:34, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Ystads skoraði 21 mark í síðari hálfleik og fengu leikmenn PAUC...

Grátlega nærri tveimur stigum í Búdapest

Valsmenn voru grátlega nærri sigri gegn Ferencváros (FTC) í kvöld í Búdapest í viðureign liðanna í 5. umferð Evrópudeildar karla í handknattleik. Bendegúz Bujdosó jafnaði metin fyrir heimamenn, 33:33, úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Vítakastið var til eftir...

Einar Rafn var ekki sá eini sem skoraði 17 mörk á sunnudaginn

Einar Rafn Eiðsson, KA, var ekki eini handknattleiksmaðurinn sem skoraði 17 mörk á Íslandsmótinu í handknattleik á síðasta sunnudag. Breki Þór Óðinsson, leikmaður ÍBV U, gaf tóninn fyrr sama dag þegar hann skoraði 17 mörk fyrir ÍBV U gegn...

Katrín Anna heldur tryggð við Gróttu

Unglingalandsliðskonan í handknattleik, Katrín Anna Ásmundsdóttir, hefur samið til tveggja ára við Handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Anna er örvhent og leikur aðallega í hægra horni og er nú að taka þátt í sínu fjórða keppnistímabili með Gróttu í Grill 66-deildinni. Katrín...

Einar Birgir er ekki ökklabrotinn

Einar Birgir Stefánsson línumaðurinn öflugi hjá KA sneri sig afar illa á ökkla í leik KA og Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik á sunndagskvöldið og var fluttur á sjúkrahús meðan leikurinn stóð yfir. Akureyri.net segir frá að útilokað...

Ungverjar óttast hraða Valsmanna

Íslands- og bikarmeistarar Vals sækja ungverska liðið Fereceváros (FTC) heim í kvöld í fimmtu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Riz Levente Sport- és Rendezvényközpont-keppnishöllinni í Búdapest og hefst klukkan 17.45. Keppnishöllin rúmar um 2.100...

Molakaffi: Victor, Egill, Jakob, Kristinn, pólskir dómarar, Radicevic

Victor Máni Matthíasson skoraði tvisvar sinnum fyri StÍF í naumu tapi, 31:30, fyrir VÍF í keppnishöllinni í Vestmanna á sunnudagskvöldið þegar liðin mættust í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Egill Már Hjartarson skoraði ekki fyrir StÍF-liðið í leiknum. StÍF var...

Ekkert lát á sigurgöngu FH – eftir þrjá tapleiki vann Fram

FH skoraði fimm síðustu mörkin á lokamínútunum fjórum í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og vann heimamenn með fimm marka mun, 37:32. FH hefur þar með leikið níu leiki í röð í Olísdeildinni án þess að tapa og eru...

Staðan leyfði ekki neinar afsakanir

„Það er allt jákvætt eins og móðins er að taka til orða í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari þýska 1. deildarliðsins Leipzig í samtali við handbolta.is en gengi liðsins hefur tekið pólskiptum eftir að Rúnar tók við þjálfun þess...
- Auglýsing -
- Auglýsing -