Amalie Frøland, 27 ára norskur markvörður, hefur samið við ÍBV um að verja mark liðsins á næsta keppnistímabili í Olísdeildinni og í Poweradebikarnum. Hún kemur til Vestmannaeyja frá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad HK sem mætti Val í Evrópubikarkeppninni í nóvember...
Sólveig Ása Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður Fjölnis á síðustu leiktíð, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Mikill hugur er í Fjölnisfólki fyrir næstu leiktíð. Endurnýjaðir hafa verið samningar við leikmenn liðsins auk þess sem liðsauki hefur borist...
Sænsk sjónvarpsstöð sem sendir út alla leiki í sænsku úrvalsdeildunum í handknattleik kvenna og karla, svipuð Handboltapassanum hér á landi, hefur ákveðið að lækka áskriftarverðið hressilega. Á síðustu leiktíð kostaði mánaðaráskrift 449 kr. en verður lækkuð niður í 199...
Færeyska landsliðið er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Færeyingar unnu Slóvena í átta liða úrslitum í Sosnowiec í Póllandi, 35:33, í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem færeyskt landslið...
Ein allra fremsta handknattleikskona Noregs um langt árabil, Camilla Herrem, hefur greinst með brjóstakrabbamein. Hún sagði frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag. Hún byrjar í læknismeðferð á morgun en þá verður vika liðin síðan læknir staðfesti að Herrem...
Með frábærum varnarleik í síðari hálfleik þá braut íslenska landsliðið það pólska á bak aftur í viðureign liðanna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í Sosnowiec í Póllandi í dag. Lokatölur 38:32, eftir jafna stöðu í hálfleik,...
Sænska meistaraliðið Skara HF sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með og Lena Margrét Valdimarsdóttir gengur til liðs við í sumar, ætlar að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn á næsta leiktíð. Félagið hefur ákveðið að taka sæti...
Andri Már Rúnarsson landsliðsmaður í handknattleik er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska liðið SC DHfK Leipzig. Þetta staðfesti Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra Más, í samtali sem birt var í gærkvöld á Sýn og síðar hjá Vísir. Þegar...
Michael Wiederer forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fær ekki mótframboð á þingi EHF í byrjun september. Ekkert mótframboð barst eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Wiederer, sem er 69 ára gamall Austurríkismaður hefur verið forseti EHF frá 2016 en...
Óskum forráðafólks norsku liðanna Sola HK og Tertnes Bergen um sæti í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili var hafnað svo og frá rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare. Aðeins eitt norskt lið verður þar með í Meistaradeildinni á komandi...
Handknattleiksþjálfarinn Viktor Lekve ætlar að söðla um og flytja til Kollafjarðar í Færeyjum. Hann hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs félagsins, KÍF. Samhliða verður hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins.Undanfarið ár hefur Viktor þjálfað hjá KA á Akureyri m.a. þriðja flokk...
Handbolti.is hefur tekið saman helstu breytingar sem hafa orðið eða verða á högum íslenskra handknattleiksþjálfara, jafnt utan lands sem innan fyrir næsta keppnistímabil, 2025/2026.Skráin verður reglulega uppfærð.Athugasemdir eða ábendingar: [email protected]ías Már Halldórsson hættir þjálfun Fredrikstad Bkl og tekur við...
„Það er mikilvægt fyrir okkur að gera það besta úr þeirri stöðu sem við erum í, ná tveimur alvöru handboltaleikjum í lokin og ljúka mótinu á eins jákvæðan hátt og kostur er á,“ segir Einar Andri Einarsson annar þjálfara...
Hvorki Þorsteinn Leó Gunnarsson né Óðinn Þór Ríkharðsson munu láta ljós sitt skína í leikjum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Liðum þeirra, FC Porto og Kadetten Schaffhausen, var synjað um þátttökurétt í deildinni. Verða þau þar...
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í úrvalsliði Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF stóð fyrir vali á eftir að Evrópumótum félagsliða lauk. Gísli er eini Íslendingurinn í hópnum en einnig komu Ómar Ingi Magnússon, liðsfélagi Gísla hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg, og...