- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn – sigruðu Spánverja í bráðabana

Þýskaland varð í kvöld í fyrsta sinn heimsmeistari í handknattleik karla í flokki 19 ára landsliða eftir maraþonleik við Spán í Kaíró, 41:40. Viðureignin var tvíframlengd en úrslit fengust ekki fyrr en í bráðabana í vítakeppni. Þjóðverjar höfðu þá...

Viktor Gísli í sigurliði Barcelona í Lingen

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í Barcelona unnu fjögurra liða mót sem fram fór í Lingen í Þýskalandi í gær og dag. Barcelona vann þýsku meistarana Füchse Berlin í úrslitaleik, 34:33. Vítakeppni þurfti til að knýja fram hreinar línur...

Aldís Ásta og Lena Margrét fögnuðu sigri

Svíþjóðarmeistarar Skara HF unnu Eskilstuna Guif IF, 39:25, í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í kvennaflokki í dag. Leikið var í Eskilstuna. Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skara HF sem...
- Auglýsing -

HM19-’25: Leikjadagskrá – leikir um sæti

Hér fyrir neðan er leikjdagskrá síðustu leikja heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla handknattleik sem fram fer í Kaíró í Egyptalandi. Sætisleikir sunnudaginn 17. ágúst:1. sæti: Þýskaland - Spánn 41:40 (5:4 í vítakeppni sem fór í bráðabana).(36:36), (31:31), (27:27), (14:16).3....

HM19-’25: Reyndum allt – framtíðin er björt

„Við komumst í vandræði strax í byrjun síðari hálfleiks og reyndum allt til þess að stöðva Egyptana en það bara tókst ekki. Við breyttum um varnarleik, fórum í sjö á sex í sókninni og fleira en því miður þá...

HM19-’25: Egyptar sterkari á lokasprettinum – Ísland í 6. sæti

Íslenska landsliðið hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla eftir tveggja marka tap, 33:31, fyrir heimamönnum í egypska landsliðinu í úrslitaleik um fimmta sætið í Kaíró í dag. Ísland var fimm mörkum yfir að loknum fyrri...
- Auglýsing -

Elmar og félagar velgdu Barcelona undir uggum

Elmar Erlingsson og samherjar í þýska liðinu HSG Nordhorn-Lingen náðu að velgja Viktori Gísla Hallgrímssyni og nýjum liðsfélögum í Barcelona undir uggum í gær á hinu árlega handknattleiksmóti, Premium Cup, sem Nordhorn stendur fyrir. Eftir að hafa lent í...

Landsliðskvennatríóið vann æfingamót

Blomberg-Lippe, sem landsliðskvennatríóið Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, vann Dortmund, 32:28, í lokaumferð Nelken-Cup æfingamótsins í Þýskalandi í gær. Þar með vann Blomberg-Lippe mótið, lagði alla andstæðinga sína á sannfærandi hátt. Díana Dögg...

Molakaffi: Orri, Bjarki, Elliði, Ómar, Gísli, Elvar, Donni, Blær og fleiri

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með níu mörk þegar lið hans Sporting Lissabon lagði Dunkerque, 39:27, á æfingamóti í borginni Brest í Bretóníu í fyrrakvöld. Ekki hafa rekið á fjörur handbolta.is upplýsingar um hverjar voru lyktir viðureignar Sporting og...
- Auglýsing -

Valur vann portúgölsku meistarana í Lissabon

Evrópubikarmeistarar Vals unnu portúgalska liðið Benfica í æfingaleik í dag, 25:24, en leikið var í Lissabon hvar Valsliðið er í vikulöngum æfingabúðum til undirbúnings fyrir nýtt keppnistímabil. Benfica eru ríkjandi deildar-, bikar- og Portúgalsmeistarar svo óhætt er að...

Gunnar Kári lánaður í heimahagana

Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss, en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil. Hann gekk til liðs við FH fyrir ári. Gunnar Kári er 21 árs línumaður uppalinn á Selfossi.  Þar steig hann sín...

ÍBV vann alla leiki sína í heimsókn til Akureyrar

ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í KA-heimilinu eftir hádegið í dag. Mótið hófst á fimmtudagskvöld. ÍBV vann allar viðureignir sínar þrjár á mótinu á sannfærandi hátt. Í lokaumferðinni í dag lagði ÍBV liðskonur...
- Auglýsing -

Brynjar Vignir ristarbrotnaði – úr leik í nokkrar vikur

Brynjar Vignir Sigurjónsson nýr markvörður HK ristarbrotnaði í æfingaleik HK og Stjörnunnar á fimmtudagskvöld. Brynjar Vignir staðfesti ótíðindin við handbolta.is í dag. Ljóst er að hann verður frá keppni á fyrstu vikum nýs tímabils en aðeins eru þrjár vikur...

Valur lagði Aftureldingu í jöfnum og skemmtilegum leik

Valur heldur áfram sigurgöngu sinn í æfingaleikjum fyrir átökin í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag lögðu Valsmenn lið Aftureldingar, 36:34, í hörkuleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Tveggja marka munur var einnig að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Leikurinn þótt...

Íslendingar eru víða í æfingaleikjum í Evrópu

Íslendingarnir þrír hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg skoruðu samanlagt 15 mörk í sex marka sigri liðsins á Lemgo, 34:28, í fyrstu umferð hins árlega Wartburg Cup-móts sem Eisenach stendur fyrir. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, Elvar Örn Jónsson og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -