Gunnar Valur Arason þjálfari Fjölnis/Fylkis í Grill 66-deild kvenna var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Gunnar Valur hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Gróttu og Fjölnis/Fylkis í Grill...
Í dag er síðasti dagur til félagaskipta í handknattleik hér heima. Nokkur félagaskipti hafa verið afgreidd í dag á skrifstofu HSÍ sem enn er opin þegar þetta er ritað.
Þar á meðal hafa runnið í gegn félagaskipti þriggja leikmanna...
Hvorki gengur né rekur hjá leikmönnum liðs Kórdrengja að krækja í fyrsta sigurinn í Grill 66-deild karla á þessari leiktíð. Í dag töpuðu Kórdrengir 11. leiknum í röð í deildinni þegar þeir mættu ungmennaliði Hauka á heimavelli beggja liða,...
Ungmennalið Fram vann stórsigur á ungmennliði HK í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í dag, 40:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15. Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður hélt uppteknum hætti frá síðustu...
Áfram verður leikið í Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Auk þess ráðast úrslit á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Stokkhólmi.
Grill 66-deild kvenna:Úlfarsárdalur: Fram U - HK U, kl. 16.Grill 66-deild karla:Ásvellir: Kórdrengir - Haukar U, kl. 17.
Staðan...
FH-ingar fóru ekki erindisleysi í heimsókn til Víkinga í Safamýri í kvöld. Leikmenn Hafnarfjarðarliðsins sneru til baka með tvö stig í farteskinu eftir fjögurra marka sigur, 31:27. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik og hafði lengst af tögl...
Efsta lið Grill 66-deildar karla í handknattleik, HK, fór norður á Akureyri í dag og vann ungmennalið KA í KA-heimilinu í kvöld með 16 marka mun, 41:25, eftir að hafa verið fimm mörk um yfir að loknum fyrri hálfleik,...
Norður Makedóníumaðurinn Kostadin Petrov verður ekki með Þór í fleiri leikjum í Grill 66-deildinni á leiktíðinni. Samkomulag náðist á milli Petrov og Þórs um að hann fái að ganga til liðs við HC Alkaloid í heimalandi sínu. Petrov hefur...
Þrír leikir verða á dagskrá Grill 66-deilda karla og kvenna í kvöld. Þar á meðal verður áhugavert að fylgjast með framvindu leiks Fjölnis og Víkings. Víkingar hafa sótt í sig veðrið og virðast vera eina liðið um þessar mundir...
Gunnar Gunnarsson er óvænt hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu í handknattleik. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í kvöld sem gefin var út rétt eftir að liðið vann Fjölni/Fylki, 32:28, í Grill 66-deildinni.
Í tilkynningunni segir að stjórn deildarinnar hafi...