„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið...
„Það hefur gengið vel eftir góðar æfingar fyrstu daga ársins. Útlitið er gott,“ segir Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik sem æft hefur af miklum móð með íslenska landsliðinu síðustu daga en framundan er þátttaka á heimsmeistaramótinu. Selfyssingurinn er...
Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ÍBV, verður í þjálfarateymi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Roland verður markvörðum íslenska landsliðsins, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, innanhandar. Eiginlegur markvarðaþjálfari hefur ekki verið með landsliðinu...
„Ég er nokkuð ánægður með síðustu daga en við eigum enn nokkuð í land með að ná okkar besta fram sem er kannski ekki óeðlilegt. Við erum nýlega komnir af stað en að sama skapi verður að vinna hratt....
Aron Pálmarsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik fyrr en í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik 22. janúar. Vegna meiðsla í kálfa situr hann hjá í vináttuleikjunum við Svía á fimmtudag og laugardag ytra og eins í viðureignunum þremur...
Heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í G-riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu.Hér fyrir neðan er leikstaðir,...
„Þegar undirbúninginn hefst í janúar þá er maður alltaf bjartsýnn og spenntur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla sem er á leiðinni á sitt annað stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins og það sjöunda þegar tekin eru með...
Sigvaldi Björn Guðjónsson var einn fjögurra Íslendinga sem varð norskur bikarmeistari í handknattleik karla á sunnudaginn eftir sætan sigur Kolstad á Elverum í úrslitaleik í Ósló, 28:27. Sigvaldi Björn segir alltaf sætt að vinna titil og koma með byr...
Viggó Kristjánssonar bíður væntanlega stærri hlutverk með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem framundan er vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar sem meiddist í byrjun desember og tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu. Viggó segist finna til aukinnar ábyrgðar í...
„Ég tognaði í vinstri rassvöðva í næst síðast leiknum á árinu. Þetta er ekkert alvarlegt og reikna með að jafna mig á tveimur til þremur vikum,“ segir Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir æfingu landsliðsins í handknattleik í...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom saman á fyrstu æfingu fyrir hádegið í dag. Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara var um rúmlega tveggja tíma æfingu að ræða sem allir tóku þátt í af fullum krafti að Aroni Pálmarssyni...
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) fær 72,5 milljónir kr úthlutaðar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 en alls nema styrkir sjóðsins 519 milljónum króna eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland. Hlutur HSÍ er ríflega...
Jens Sigurðarson markvörður úr Val var valinn besti markvörður Sparkassen Cup mótsins í handknattleik sem lauk í gærkvöld. Áhorfendur mótsins völdu úrvalsliði mótsins og varð Jens hlutskarpastur í vali á besta markverðinum.Jens og félagar í 19 ára landsliðinu höfnuðu...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafnaði í öðru sæti annað árið í röð, á Sparkassen Cup mótinu í Merzig í Þýskalandi í kvöld. Liðið tapaði fyrir Þýskalandi í úrslitaleik, 31:27. Staðan var jöfn...
Ísland leikur til úrslita á Sparkassen Cup handknattleiksmóti landsliða, skipað leikmönnum 19 ára og yngri í karlaflokki, síðar í dag. Íslenska liðið vann Serba í miklum baráttuleik, 28:27, eftir að hafa átt undir högg að sækja lengi vel. M.a....