Myndskeið

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Íslandsmeistarar í Vestmannaeyjum, sigurgleði

ÍBV varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í þriðja sinn í gærkvöld þegar lið félagsins lagði Hauka, 25:23, í fimmta og síðasta úrslitaleik liðanna. Stakkfullt hús var á leiknum og stemningin mikil. Gleði skein úr andlitum heimamanna strax og sigurinn...

Myndskeið: Sigurgleði ÍR-inga í Sethöllinni í kvöld

ÍR-ingar fögnuðu sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð í Sethöllinni á Selfossi í kvöld með sigri á Selfossi í oddaleik í umspilinu, 30:27.Um leið og flautað var til leiks braust út mikill fögnuður á meðal leikmanna og fjöldi...

Myndskeið: Drengskapur Selfossliðsins

Leikmenn Selfossliðsins sýndu drengsskap í gær í fjórðu viðureign liðsins við ÍR í umspili Olísdeildar kvenna. Þegar leikur hófst á ný eftir að Sólveig Lára Kjærnested leikmaður og þjálfari ÍR hafði fengið aðhlynningu vegna meiðsla átti Selfossliðið strangt til...
- Auglýsing -

Myndskeið: Grallarar helltu bjór yfir þjálfarann í beinni útsendingu

Þjálfari færeyska karlalandsliðsins í handknattleik, Peter Bredsdorff-Larsen, átti sér einskis ills von þegar hann var í beinni útsendingu hjá danska sjónvarpinu úr klefa færyska landsliðsins eftir að liðið tryggði Færeyingum sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla á næsta ári.Glatt...

Hannes Jón bikarmeistari í Austurríki – myndskeið

Hannes Jón Jónsson stýrði Alpla Hard til sigurs í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik karla í dag. Eftir nauman sigur á West Wien, 24:23, í undanúrslitum í gær lagði Alpla Hard liðsmenn Füchse nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 33:27. Alpla Hard...

Myndskeið: Tvöföld varsla Viktors Gísla sú besta

Tvöföld markvarsla Viktors Gísla Hallgrímssonar markvarðar franska liðsins Nantes í síðari leik liðsins við Wisla Plock í fyrstu umferð Meistaradeildar karla í handknattleik á miðvikudagskvöldið var valin sú besta í umferðinni.Handknattleikssambands Evrópu hefur tekið saman fimm bestu tilþrif...
- Auglýsing -

Myndskeið: Uppþot og óeirðir á toppslag í Skopje

Hvað eftir annað sauð upp úr á meðal áhorfenda og jafnvel leikmanna og þjálfara í gær þegar RK Vardar 1964 og RK Eurofarm Pelister mættust í toppslag efstu deildar karla í handknattleik í Jane Sandanski Arena, keppnishöll Vardar, í...

Myndskeið: Óðinn Þór á mark umferðarinnar

Landsliðsmaðurinn í handknattleik og leikmaður svissnesku meistaranna, Kadetten Schaffhausen, skoraði glæsilegasta markið í 7. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik sem fram fór í gær. Alltént er það mat EHF sem tók saman myndskeið með fimm bestu mörkum umferðinnar og birti...

Myndskeið: Ísland er í úrslitum á Sparkassen cup

U19 ára landslið Íslands í handknattleik karla leikur kvöld til úrslita á Sparkassen cup, alþjóðlega handknattleiksmótinu í Merzig í Þýskalandi. Það var staðreynd eftir að íslensku piltarnir lögðu landslið Norður Makedóníu, 30:27, í undanúrslitaviðureign í hádeginu í dag. Íslenska...
- Auglýsing -

Myndskeið: Beit höfuðið af skömminni nýkominn úr 11 leikja banni

Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger er aftur kominn í kastljósið fyrir fólskubrot í kappleik með Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Brännberger var í haust úrskurðaður í 11 leikja bann fyrir að verjast með krepptum hnefa og slá í hálsinn...

Myndskeið: Starfsmanni rann skyndilega í skap í TM-höllinni

Starfsmanni Stjörnunnar á leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Olísdeild karla í handknattleik karla í TM-höllinni í gærkvöld virðist hafa runnið í skap þegar Aftureldingarmenn hugðust fagna sigrinum í leikslok í gærkvöld.Leist starfsmanninum, sem er Sigurður Bjarnason fyrrverandi formaður Stjörnunnar,...

Myndskeið: Glæsimark Söndru gegn Dortmund

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og miðjumaður þýska 1. deildarliðsins TuS Metzingen á eitt af mörkum vikunnar í samantekt þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Sportdeutschland.TV sem sýnir frá leikjum í efstu tveimur deildum kvenna í Þýskalandi og einnig frá viðureignum í 2....
- Auglýsing -

Myndskeið: Íslensk samvinna innsiglaði heimsmeistaratitilinn

Samvinna Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar tryggði Magdeburg sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða Dammam í Sádi Arabíu í kvöld. Gísli Þorgeir lék vörn Evrópumeistara Barcelona svo grátt að leiðin var greið fyrir Ómar Inga til að skora 41....

Myndskeið: Í ellefu leikja bann fyrir högg með krepptum hnefa

Christoffer Brännberger, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Önnereds, hefur verið úrskurðaður í 11 leikja bann fyrir að slá leikmann Malmö í hálsinn í kappleik á dögunum. Brännberger stóð í vörn og sló með krepptum hnefa í háls sóknarmanns Malmö sem kom...

Myndskeið: Handbolti í 100 ár á Íslandi

Á þessu ári eru 100 ár liðin síðan að handboltinn kom til Íslands og farið var að æfa íþróttina sem hefur áratugum saman verið ein vinsælasta íþrótt landsins. Árangur landsliðanna hefur verið framúrskarandi og íslenskir handknattleiksmenn orðið að goðsögnum,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -