Myndskeið

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Rakel Sara innsiglaði fyrsta sigur Volda

Nýliðar Volda, með fimm Íslendinga innanborðs, unnu sinn fyrsta leik í dag þegar flautað var til leiks norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki. Volda, sem kom upp úr 1. deild í vor, hafði betur gegn öðru Íslendingatengdu liði, Fredrikstad Bkl, 23:21,...

Myndskeið: Ólafur skaut Zürich í aðra umferð

Ólafur Andrés Guðmundsson skaut svissneska liðinu GC Amicitia Zürich áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Hann skoraði sigurmarkið sem reið baggamuninn þegar upp var staðið í níu marka sigri á heimavelli, 32:23, á pólska...

HMU18: Sigurdans og söngur í Skopje – myndskeið

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann stórbrotinn sigur á Norður Makedóníu í kvöld, 25:22, eins og fjallað er um hér. Handbolti.is fékk send nokkur myndskeið sem tekin voru fyrir leikinn og af sigurgleðinni...
- Auglýsing -

HMU18: Öruggur sigur og útlitið er gott – myndskeið

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er áfram taplaust á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Í dag vann liðið öruggan sigur á Íran, 28:17, í fyrsta leiknum í milliriðlakeppni mótsins. Íslenska liðið var...

U18: Frábær byrjun á HM – fimm marka sigur á Svíum – myndskeið

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hóf þátttöku sína á heimsmeistaramótinu með frábærum leik og stórbrotnum sigri á sænska landsliðinu, 22:17, í Jane Sandanski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu. Íslensku stúlkurnar voru tveimur...

Myndskeið – tónlist, matur og gleði

Fólk drífur að í hundruðavís að íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum þar sem fjórði úrslitaleikur ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla hefst klukkan 16. Þegar er margir búnir að koma sér fyrir innandyra í höllinni 40 mínútum áður en...
- Auglýsing -

Myndskeið: Upp úr sauð í Túnis

Hressilega sauð upp úr í úrslitaleik bikarkeppninnar í handknattleik karla í Túnis á dögunum og létu menn hendur skipta. Virtist ekkert við ráðið um tíma. Lið Espérence de Tunis og Club Africain áttust við en kærleiksblómin spretta ekki...

Myndskeið: Sigurgleði í Vestmannaeyjum

Glatt var hjalla í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gærkvöld þegar ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik með sigri á Haukum, 34:27, í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum. Hvert sæti í íþróttahöllinni var setið og stemningin...

Myndskeið: „Konungur Íslands er hér“

Stórbrotin frammistaða landsliðsmarkvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar með GOG í gær í sigurleiknum á Bidasoa Irun, 30:28, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknatteik hefur víða vakið mikla athygli. Handknattleikssamband Evrópu deildi myndskeiðum frá leiknum með yfirskriftinni...
- Auglýsing -

Myndskeið: Ágúst Elí kastaði sér eins og köttur eftir boltanum

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður KÍF Kolding á eina af glæsilegustu vörslum í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla en bestu tilþrifin má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Ágúst Elí kemur á siglingunni inn á leikvöllinn rétt áður...

Myndskeið: Á Ýmir Örn mark mánaðarins?

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason á eitt af sex glæsilegustu mörkum sem skoruð voru í þýska handboltanum í febrúar að mati dómnefndar sem nú óskar eftir að áhugafólk velji á milli markanna. Hægt er að velja á milli þeirra í...

Myndskeið: Glæsimark Donna eitt af fimm bestu um helgina

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt af mörkum síðustu umferðar í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Bylmingsskot hans beint úr aukakasti eftir lok leiktímans í viðureign PAUC og Saint-Raphaël á laugardaginn er eitt af þeim fimm bestu sem...
- Auglýsing -

Fer til Minsk þrátt fyrir höfuðhögg – myndskeið

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður sænska liðsins IFK Skövde fékk þungt höfuðhögg í leik Skövde og SKA Minsk í sextán liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í Skövde um síðustu helgi. Engu að síður fór hann með samherjum sínum til Hvíta-Rússlands...

Myndskeið: Landin er betri en pabbi

Aston, sonur Andreas Palicka markvarðar Evrópumeistara Svía í handknattleik karla, hefur slegið í gegn eftir að hann stríddi föður sínum í samtali við sænska sjónvarpsstöð þegar faðir hans kom heim sem nýkrýndur Evrópumeistari í gær.Aston sagði danska landsliðsmarkvörðinn Niklas...

Myndskeið: Topplið ÍR tók lagið með meistara Herberti eftir sigurleik

Eftir sigur ÍR-ingar á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deild karla í handknattleik beið leikmanna ÍR óvænt uppákoma er þeir komu inn í klefanna eftir sigurleik.Stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson var mættur til að keyra upp fjörið hjá toppliði Grill66-deildarinnar. Herbert tók...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -