„Ég tognaði í vinstri rassvöðva í næst síðast leiknum á árinu. Þetta er ekkert alvarlegt og reikna með að jafna mig á tveimur til þremur vikum,“ segir Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir æfingu landsliðsins í handknattleik í...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lét til sín taka í dag með Wisla Plock þegar liðið vann stórsigur á Górnik Zabrze, 41:21, á heimavelli í síðasta leik liðanna í pólsku úrvalsdeildinni á árinu. Hann mætti til leiks þegar á leið...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum skoraði eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handknattleik sem lauk um síðustu helgi. Eitt marka hennar í leik Íslands við Holland í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Ólympíuhöllinni í Innsbruck er eitt tíu...
„HM-hópurinn kemur saman 2. janúar til fyrstu æfingar. Ég á eftir að skoða það betur hvort og hvað þá við gerum á milli jóla og nýárs,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla um fyrstu skrefin í undirbúningi...
„Það kostaði frekar vangaveltur en hausverk áður en hópurinn var valinn. Ég hef fyrir nokkru mótað skýran grunn að hóp og er farinn að hugsa aðeins lengra og dýpra en að lokahóp fyrir HM. Það er gott samt að...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla í handknattleik kynnir á blaðamannafundi klukkan 14 í dag leikmannahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Króatíu, Danmörku og Noregi í næsta mánuði.Fundinum er streymt og hægt að fylgjast með hér...
„Það er ótrúlega gott hjá okkur að vinna Val. Þótt Valur hafi ekki verið frábær upp á síðkastið þá eru liðið alltaf tilbúið þegar mikið er undir. Það sást best á Bjögga þótt hann hafi oft leikið betur...
„Einfalda svarið er, og með því er ég ekki að taka neitt af leikmönnum Fram sem voru skynsamir, skoruðu góð mörk og spiluðu vel, þá vorum við bensínlausir í mörgum þáttum. Við fengum á okkur 35 mörk og gerðum...
„Þetta er bara geggjað,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Hrannar Guðmundsson, þegar hann varð á vegi handbolta.is í Skógarseli í kvöld eftir að Stjarnan lagði ÍR, 35:34, í átta liða úrslitum Poweradabikarsins í handknattleik karla. Stjarnan er þar með komin...
„Ég er ekkert eðlilega fúll,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum í Poweradebikarnum í handknattleik karla í kvöld með eins marks tapi fyrir Stjörnunni, 35:34, í Skógarseli. ÍR var...
„Það er frábært að leika fyrir sitt uppeldisfélag. Vissulega mikil breyting en ég er mjög sáttur þar sem ég er núna,“ segir Oddur Gretarsson handknattleiksmaður hjá Þór Akureyri í samtali við handbolta.is. Oddur flutti heim í sumar eftir 11...
Hér fyrir neðan er myndskeið með samantekt frá úrslitaleik Noregs og Danmerkur um á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gær. Noregur vann leikinn með yfirburðum, 31:23, og varð Evrópumeistari í tíunda skipti, þar af í sjötta...
Hér fyrir neðan er myndskeið með samantekt frá viðureign Ungverjalands og Frakklands um 3. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gær. Ungverjaland vann leikinn, 25:24, og hreppti sín fyrstu verðlaun á Evrópumóti í 12 ár.https://www.youtube.com/watch?v=8ouWbfUeuSQ
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur sýndi einstakt drenglyndi þegar hann þakkaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs fyrir 15 ára starf eftir að Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM kvenna í kvöld. Jensen færði Þóri gjöf að skilnaði og sagði hann hafa...
Áhorfspartý sem Klefinn.is og HSÍ og A-landslið kvenna stóðu fyrir vegna úrslitaleiks EM kvenna í Minigarðinum tókst afar vel. Um 120 börn og fullorðnir mættu og skemmtu sér afar vel ásamt meirihluta leikmanna kvennalandsliðsins.„Ég er alsæl,“ segir Silja Úlfarsdóttir...