Ekkert lát er á sigurgöngu Óðins Þórs Ríkharðssonar og liðsfélaga í Kadetten Schaffhausen í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þeir unnu í dag sinn 18. leik í deildinni og fara þar með taplausir á tímabilinu í jólaleyfi. Kadetten vann liðið...
Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson og samherjar í MT Melsungen geta þakkað markverðinum Kristof Palasics fyrir annað stigið í heimsókn til HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Palasics varði vítakast Viggós Kristjánssonar þegar leiktíminn var...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu í sjö marka sigri Skanderborg AGF, 34:27, á Ribe-Esbjerg í síðasta leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum færðist Skanderborg upp í annað sæti...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk fyrir Sporting í uppgjöri Lissabon-liðanna, Sporting og Benfica, í portúgölsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 37:29. Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir Benfica.
Sporting er þar með efst þegar jólafrí er hafið í...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir lék á als oddi í gærkvöld með IK Sävehof þegar liðið hóf keppni á ný í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknu hléi vegna heimsmeistaramótsins. Elín Klara skoraði 10 mörk í 12 skotum í öruggum...
Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC unnu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Bergischer HC lagði MT Melsungen sem leikið hefur til úrslita í bikarkeppninni tvö undangengin ár, 30:23, á heimavelli í...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk í öruggum sigri Kadetten Schaffhausen á HSC Suhr Aarau, 30:24, í Aarau í gær. Þetta var 17. sigur Kadetten í A-deildinni í Sviss á leiktíðinni. Liðið er langefst, níu stigum á undan Pfadi...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson verða fulltrúar Íslands í undanúrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar í handknattleik 14. og 15. febrúar þegar lið þeirra TMS Ringsted leikur til undanúrslita. Það er ljóst eftir að TMS Ringsted vann Bjerringbro/Silkeborg, 31:30, á heimavelli...
Viktor Gísli Hallgrímsson var allan leikinn í marki Barcelona í gærkvöld þegar liðið vann BM Torrelavega, 35:27, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik á útivelli. Viktor Gísli varði 15 skot, 36%. Daninn Emil Nielsen sat á varamannabekknum...
Guðmundur Bragi Ástþórsson er í liði 17. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir stórleik sinn með TMS Ringsted á sunnudaginn gegn Ribe-Esbjerg. Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Guðmundur Bragi er í liði umferðarinnar. Um leið er hann fjórði...
Engin breyting verður á starfi Heiðmars Felixsonar hjá þýska efstu deildarliðinu Hannover-Burgdorf þótt Spánverjinn Juan Carlos Pastor taki við sem aðalþjálfari liðsins næsta sumar. Pastor leysir þá Christian Prokop af hólmi þegar samningur þess síðarnefnda rennur sitt skeið á...
Þórir Hergeirsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna sagði við VG að hann hafi setið með gleðitár á hvarmi í sófanum heima hjá sér þegar norska landsliðið varð heimsmeistari í gær.
Þórir stýrði norska landsliðinu til sigurs á þremur...
Landsliðsmanninum Elliða Snæ Viðarssyni líkar svo sannarlega lífið hjá Vfl Gummersbach í Þýskalandi. Í dag var tilkynnt að Eyjamaðurinn hafi bætt tveimur árum við fyrri samning sinn við félagið. Fyrri samningur var til ársins 2027 en með viðbótinni er...
Ómar Ingi Magnússon lék við hvern sinn fingur í dag og skoraði 11 mörk úr 14 skotum þegar SC Magdeburg vann nauman sigur á Gummersbach, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Schwalbe-Arena í Gummersbach. Matthias...
Guðmundur Bragi Ástþórsson átti stórleik með TMS Ringsted í dag þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 31:27, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Guðmundur Bragi skoraði 10 mörk í 11 skotum og gaf tvær stoðsendingar. Ekkert markanna skoraði Hafnfirðingurinn úr...