- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Molakaffi: Þorsteinn, Stiven, Tumi, Einar, Birgir, Elvar, Berta, Tryggvi, Katla

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði tvö mörk þegar Porto og Benfica skildu jöfn, 27:27, í portúgölsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Porto. Stiven Tobar Valencia skoraði einnig tvö mörk fyrir Benfica. Porto og Benfica eru efst og jöfn með...

Gísli Þorgeir frábær í Flensborg – Magdeburg er eitt taplaust

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik, skoraði átta mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar SC Magdeburg vann Flensburg, 35:31, í toppslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í Flensburg í kvöld. Hafnfirðingnum héldu engin bönd í leiknum. Með sigrinum settist Magdeburg...

Ágúst Elí er hættur hjá Ribe-Esbjerg

Ágúst Elí Björgvinsson er ekki lengur markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Ribe-Esbjerg. Félagið tilkynnti í dag að samkomulag hafi orðið um að slíta samningnum nú þegar að ósk Ágústs. Ágúst Elí er þar með laus mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu. Samningur Ágústs...
- Auglýsing -

Elín Klara og samherjar eru úr leik

Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í sænska úrvalsdeildarliðinu IK Sävehof leika ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þegar keppni hefst í janúar. IK Sävehof tapaði síðari viðureigninni við danska úrvalsdeildarliðið Viborg, 39:30, í síðari umferð forkeppninnar í dag. Liðin skildu jöfn...

Molakaffi: Arnór, Arnar, Sveinn, Jón, staðan

Arnór Viðarsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í öruggum sigri HF Karlskrona, 37:30, á Amo HK á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Karlskrona er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki. Arnar...

Áfram tapa Blær og félagar – Elmar kom að 17 mörkum í sigurleik

Áfram er á brattann að sækja hjá Blæ Hinrikssyni og samherjum hans í þýska 1. deildarliðinu Leipzig. Þeir töpuðu í kvöld tíunda leik sínum í deildinni er þeir sóttu nýliða GWD Minden heim, 32:26, eftir að jafnt var í...
- Auglýsing -

Eintracht Frankfurt staðfestir brottför Hákons Daða

Þýska handknattleiksliðið Eintracht Frankfurt hefur staðfest að Hákon Daði Styrmisson yfirgefi félagið í árslok og flytji heim til Íslands. Síðasti leikur hans fyrir félagið verður á heimavelli við VfL Potsdam á öðrum degi jóla. Hákon Daði hefur verið orðaður...

Molakaffi: Anton, Jónas, Ýmir, Einar

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu viðureign Barcelona og Wisla Plock í 7. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu sem fram fór í Barcelona í gærkvöld.  Þetta var a.m.k. þriðji leikurinn sem þeir dæma í Meistaradeild karla á leiktíðinni.  Barcelona...

Viktor Gísli varði tvö vítaköst – naumt tap hjá Orra Frey – myndskeið

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður varði tvö vítaköst í kvöld þegar Barcelona vann fyrrverandi samherja hans í pólska meistaraliðinu Wisla Plock, 30:24, í sjöundu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Barcelona. Annað vítakastið sem Viktor Gísli varði má sjá í...
- Auglýsing -

Sjöundi sigur Magdeburg – Pelister vann í Bitola – myndskeið

Sigurganga Evrópumeistara SC Magdeburg heldur áfram í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik. Sigurleikirnir eru orðnir eftir að liðið vann öruggan sigur á RK Zagreb á heimavelli í kvöld, 27:22, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik,...

Sigrar hjá Elínu, Aldísi og Lenu Margréti

Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehöf sitja áfram í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir öruggan sigur á Skuru IK, 34:23, á heimavelli í kvöld. Svíþjóðarmeistarar Skara HF eru skammt á eftir IK Såvehof í öðru...

Bjarki Már markahæstur í Þrándheimi – myndskeið

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá ungverska meistaraliðinu One Veszprém í kvöld með átta mörk þegar liðið vann stórsigur á Kolstad, 43:29, í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Þrándheimi. One Veszprém var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri...
- Auglýsing -

Grétar Ari og félagar unnu fyrsta uppgjörið í Aþenu

Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK unnu Olympiakos í fyrsta uppgjöri Aþenuliðanna á leiktíðinni í grísku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur, 28:27. AEK var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. 13:12, í hálfleik. Olympiakos skoraði tvö...

Íslendingar á toppi og á botni þýsku 2. deildarinnar

Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagar í Eintracht Hagen halda efsta sæti 2. deildar þýska handknattleiksins eftir tíu umferðir. Eyjamaðurinn sá til þess að Hagen vann bæði stigin sem í boði voru þegar liðið mætti TV Großwallstadt á heimavelli á...

Molakaffi: Monsi, Dagur, Dana, Birta, Elías

Úlfar Páll Monsi Þórðarson og liðsfélagar í RK Alkaloid töpuðu í gær fyrir Vardar Skopje, 34:28, í viðureign tveggja efstu liða úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. Eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17, voru lærisveinar Ivan Cupic í Vardar töluvert öflugri....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -