Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Stórsigur hjá lærisveinum Arnórs Þórs í 2. deild

Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í öruggum sigri Bergischer HC á TV Großwallstadt, 36:23, í 2. deild þýska handknattleiksins á heimavelli í gærkvöld. Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark fyrir Bergischer og var einu sinni...

Einar Bragi er úr leik – Tryggvi og félagar tóku forystu gegn Karlskrona

IFK Kristianstad, sem Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með, er úr leik í átta liða úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hammarby í kvöld, 31:28, á heimavelli í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum.Á...

Donni fór á kostum – Skandeborg í þriðja sæti

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik þegar lið hans Skanderborg AGF vann Nordsjælland, 37:29, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Skanderborg AGF upp í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig þegar þrjár umferðir eru...
- Auglýsing -

Molakaffi: Benedikt, Arnór, Sigvaldi, Sveinn, Arnar, Dana, Janus

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Íslendinganna fjögurra hjá Kolstad þegar liðið vann neðsta lið norsku úrvalsdeildarinnar, Haslum, 35:18, á heimavelli í gær þegar næst síðasta umferð hófst. Benedikt Gunnar skoraði sex mörk gaf fimm stoðsendingar. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn...

Aldís Ásta í undanúrslit – Berta og Jóhanna úr leik

Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir þriðja sigurinn á Kristianstad HF, 41:40, í gær. Leikinn þurfti að framlengja og þar á eftir að efna til vítakeppni...

Andrea og Díana taka þátt í úrslitahelgi Evrópudeildarinnar

Þýska handknattleiksliðð Blomberg-Lippe er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik þrátt fyrir tap á heimavelli í dag, 26:24, gegn spænsku meisturunum Super Mara Bera Bera. Blomberg-Lippe vann fyrri viðureignina á Spáni með þriggja marka mun, 28:25, fyrir viku.Andrea Jacobsen...
- Auglýsing -

Íslendingaliðið tapaði á heimavelli

Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, tapaði á heimavelli í dag fyrir Mors-Thy, 35:32. Fyrir vikið færðist Mors-Thy upp í þriðja sæti deildarinnar. Fredericia HK féll niður um eitt sæti, í það fjórða. Liðin hafa jafn...

Úrslitakeppnin er hafin í Portúgal – Íslendingar í sviðsljósunum

Úrslitakeppni efstu deildar portúgalska handknattleiksins í karlaflokki hófst á föstudaginn. Fjögur efstu liðin, Sporting, Porto, Benfica og Marítimo Madeira Andebol SAD reyna með sér. Sporting vann Benfica í höfuðborgarslag í gær, 34:30. Á föstudagskvöld lagði Porto liðsmenn Madeira Andebol,...

Molakaffi: Bjarki, Óðinn, Guðmundur, Ísak, Haukur, Viktor

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir One Veszprém í sigri liðsins á PLER-Búdapest í 21. umferð ungversku 1. deildarinnar í gær, 41:20. Leikið var í Búdapest. One Veszprém er sem fyrr efst í deildinni. Nú hefur liðið 40...
- Auglýsing -

Viggó markahæstur í langþráðum sigri – Elmar og félagar unnu heimaleik

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans HC Erlangen vann botnlið Potsdam, 26:23, í Berlín í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Seltirningurinn var markahæstur í þessum fyrsta sigurleik HC Erlangen á árinu...

Elvar Örn mætti eftir meiðsli og leiddi Melsungen til sigurs

Elvar Örn Jónsson mætti galvaskur til leiks með MT Melsungen og leiddi liðið til sigurs á heimavelli gegn THW Kiel, 27:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elvar Örn hafði verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla þegar...

Molakaffi: Andri, Rúnar, Ýmir, Einar, Dagur, Grétar

Andri Már Rúnarsson lék afar vel með SC DHfK Leipzig og skoraði átta mörk, gaf eina stoðsendingu og var tvisvar vikið af leikvelli þegar lið hans tapaði fyrir Göppingen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld,...
- Auglýsing -

Elvar og Ágúst skelltu GOG á heimavelli

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg náði að sýna margar sínar bestu hliðar í kvöld þegar það lagði næst efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, GOG, 32:30, á heimavelli í 23. umferð deildarinnar í kvöld. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú síðustu mörk Ribe-Esbjerg og alls fjögur...

Tumi Steinn og Hannes Jón deildarmeistarar í Austurríki

Tumi Steinn Rúnarsson lék við hvern sinn fingur í kvöld þegar Alpla Hard tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Austurríki með sex marka sigri á West Wien, 34:28, á heimavelli. Hann skoraði átta mörk og gaf átta stoðsendingar. Lék Tumi Steinn...

Aldís Ásta og félagar eru í góðri stöðu

Deildarmeistarar Skara HF eru komnir með annan fótinn í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir annan sigur á Kristianstad HK, 37:24, í Kristianstad í kvöld. Þriðja viðureign liðanna verður í Skara á sunnudagskvöldið og með sigri heimaliðsins...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -