Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Donni fetaði í fótspor Rúnars

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var valinn leikmaður marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Donni, sem leikur með Skanderborg AGF, skoraði 31 mark og gaf 16 stoðsendingar í leikjum Skanderborg AGF í mánuðinum. Þar skoraði hann átta mörk og gaf...

Molakaffi: Orri, Tumi, Viktor, Axel, Elías

Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon unnu annan leik sinn í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í portúgölsku 1. deildinni í gær. Þeir lögðu Marítimo Madeira Andebol SAD, 35:24, á heimavelli. Orri Freyr skoraði tvö mörk, annað úr...

Óðinn Þór deildarmeistari í – fimmti markahæstur

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fimm úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen tapaði fyrir GC Amicitia Zürich, 32:28, í Zürich í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þar með lauk deildarkeppninni í Sviss. Kadetten Schaffhasuen varð deildarmeistari...
- Auglýsing -

Bergischer HC jók forskot sitt á toppnum

Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar í samvinnu við Markus Pütz, jók forskot sitt í þýsku 2. deildinni í gær þegar liðið vann HC Elbflorenz, 30:22, á útivelli. Á sama tíma gerði GWD Minden, sem er í öðru...

Ævintýralegt jöfnunarmark eftir sendingu frá Viggó

Viggó Kristjánsson og félagar í HC Erlangen kræktu í eitt stig á ævintýralegan hátt gegn efsta liði þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, á heimavelli í kvöld. Marek Nissen skoraði jöfnunarmarkið, 31:31 á síðustu sekúndu leiksins eftir að Viggó vann...

Þriðja og sjöunda sæti kom í hlut Íslendingaliðanna

Blomberg-Lippe með íslensku landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innanborðs vann Göppingen á útivelli í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag, 29:25. Á sama tíma töpuðu Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í TuS Metzingen fyrir Bensheim-Auerbach,...
- Auglýsing -

Elín Jóna og samherjar féllu úr úrvalsdeildinni

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og stöllur hennar í danska liðinu Aarhus Håndbold féllu í dag úr dönsku úrvalsdeildinni. Aarhus tapaði fyrir deildarmeisturum Odense Håndbold í lokaumferðinni. Á sama tíma unnu EH Aalborg og Skanderborg Håndbold leiki sína og komust...

Kvöldkaffi: Bjarki, Arnór, Dagur, Grétar, Haukur, Viktor

Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá One Veszprém í 20 marka sigri á Gyöngyös, 45:25, á útivelli í 22. umferð ungversku 1. deildarinnar í kvöld. Aron Pálmarsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla. One Veszprem...

Halda sæti sínu í úrvalsdeildinni eftir þrjá sigurleiki á Vinslövs HK

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í Amo HK halda leik áfram í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þegar keppni hefst í byrjun september. Amo HK vann Vinslövs HK í þriðja sinn í kvöld, 36:23, í umspili um sæti í...
- Auglýsing -

Mögnuð frammistaða hjá Janusi og félögum í París

Janus Daði Smárason og liðsfélagar í ungverska liðinu Pick Szeged tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld með 10 marka sigri á franska meistaraliðinu í PSG, 35:25. Leikurinn fór fram í París. Úrslitin...

Donni kom mikið við sögu – stig hjá Elvari og Ágústi

Jafntefli varð í viðureign Skanderborg AGF og Ribe-Esbjerg í 24. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í Skanderborg í kvöld, 25:25. Með sigrinum færðist Skanderborg AGF aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi ofar en Mors-Thy....

Tryggvi og félagar unnu eftir framlengingu – mæta Ystads í undanúrslitum

HF Karlskrona er fallið úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Karlskrona tapaði í þriðja sinn fyrir IK Sävehof í kvöld, 33:30. Leikið var á heimavelli Sävehof sem tapaði einum af fjórum viðureignum í úrslitakeppninni. Sävehof mætir...
- Auglýsing -

Axel er norskur meistari

Axel Stefánsson varð í gær norskur meistari í handknattleik kvenna með Storhamar Håndball Elite. Axel er einn þjálfara liðsins. Hann kom aftur inn í þjálfarateymið í desember eftir nokkurra mánaða fjarveru. Storhamar innsiglaði sinn fyrsta meistaratitil með sigri á...

Bæði Íslendingaliðin töpuðu í næst síðustu umferð

Andrea Jacobsen og liðsfélagar í Blomberg-Lippe töpuðu í kvöld á heimavelli fyrir meisturum HB Ludwigsburg, 27:24, í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í TuS Metzingen biðu einnig lægri hlut í viðureign sinni...

Magdeburg vann í Dessau – Viktor Gísli og félagar eru úr leik

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með öruggum sigri á Dinamo Búkarest, 35:29, í síðari viðureign liðanna í útsláttarkeppninni. Leikið var í Dessau vegna þess að keppnishöllin í Magdeburg er upptekin...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -