Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Elvar Örn mætti eftir meiðsli og leiddi Melsungen til sigurs

Elvar Örn Jónsson mætti galvaskur til leiks með MT Melsungen og leiddi liðið til sigurs á heimavelli gegn THW Kiel, 27:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elvar Örn hafði verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla þegar...

Molakaffi: Andri, Rúnar, Ýmir, Einar, Dagur, Grétar

Andri Már Rúnarsson lék afar vel með SC DHfK Leipzig og skoraði átta mörk, gaf eina stoðsendingu og var tvisvar vikið af leikvelli þegar lið hans tapaði fyrir Göppingen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld,...

Elvar og Ágúst skelltu GOG á heimavelli

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg náði að sýna margar sínar bestu hliðar í kvöld þegar það lagði næst efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, GOG, 32:30, á heimavelli í 23. umferð deildarinnar í kvöld. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú síðustu mörk Ribe-Esbjerg og alls fjögur...
- Auglýsing -

Tumi Steinn og Hannes Jón deildarmeistarar í Austurríki

Tumi Steinn Rúnarsson lék við hvern sinn fingur í kvöld þegar Alpla Hard tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Austurríki með sex marka sigri á West Wien, 34:28, á heimavelli. Hann skoraði átta mörk og gaf átta stoðsendingar. Lék Tumi Steinn...

Aldís Ásta og félagar eru í góðri stöðu

Deildarmeistarar Skara HF eru komnir með annan fótinn í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir annan sigur á Kristianstad HK, 37:24, í Kristianstad í kvöld. Þriðja viðureign liðanna verður í Skara á sunnudagskvöldið og með sigri heimaliðsins...

Sveinbjörn átti stórleik þegar Hapoel Ashdod varð bikarmeistari

Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í dag þegar lið hans, Hapoel Ashdod, varð bikarmeistari í Ísrael. Hapoel Ashdod vann MK Holon, 37:32, í úrslitaleik sem fram fór í Tel Aviv. Sveinbjörn varði 16 skot, þar tvö vítaköst í úrslitaleiknum.Á leiðinni...
- Auglýsing -

Viktor færir sig yfir til HC Elbflorenz í sumar

Hinn hálfíslenski handknattleiksmaður Viktor Petersen Norberg hefur samið við þýska liðið HC Elbflorenz í Dresden frá og með 1. júlí. Viktor, sem er örvhent skytta, var seldur frá Drammen HK í desember til HSG Wetzlar þegar meiðsli herjuðu á...

Ólafur og Dagur jöfnuðu metin í Partille

HF Karlskrona jafnaði metin í rimmunni við IK Sävehof í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. HF Karlskrona vann með sex marka mun í Partille, 36:30. Næsta viðureign liðanna fer fram í Karlskrona á mánudaginn....

Molakaffi: Guðjón, Heiðmar, Arnór, Axel

Gummersabach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann Wetzlar með níu marka mun, 33:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Hvorki Elliði Snær Viðarsson né Teitur Örn Einarsson léku með Gummersbach í leiknum. Báðir eru þeir meiddir. Miro...
- Auglýsing -

Viktor Gísli og félagar fara með þriggja marka forskot til Nantes – Naumt tap hjá Janusi – myndskeið

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í pólska meistaraliðinu Wisla Plock unnu Nantes, 28:25, í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í Plock í kvöld. Þeir voru með fimm marka forskot í hálfleik, 17:12. Nokkuð dró saman með liðunum...

Molakaffi: Orri, Þorsteinn, Stiven

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon mæta Águas Santas Milaneza í átta liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik karla 18. apríl. Dregið var í átta liða úrslit í gær. Sporting, sem varði bikarmeistari á síðasta ári, leikur...

Arnór Þór heldur áfram að stýra Bergischer HC til sigus

Arnór Viðarsson og Tjörvi Týr Gíslason skoruðu eitt mark hvor þegar Bergischer HC vann Konstanz, 35:28, í 2. deild þýska handknattleiksins í kvöld. Með sigrinum treysti Bergischer HC stöðu sína í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 38 stig eftir...
- Auglýsing -

Ómar Ingi markahæstur – Magdeburg með góða stöðu eftir sigur í Búkarest

Þýsku meistararnir SC Magdeburg eru í góðri stöðu eftir öruggan sigur á Dinamo Búkarest í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 30:26, í Polyvalent Hall í Búkarest í dag. Síðari viðureignin fer fram í Magdeburg eftir...

Elliði Snær verður úr leik næstu vikur

Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Gummersbach verður frá keppni í einhverjar vikur. Elliði Snær tognaði á liðbandi á innanverðu á vinstra hné í síðari hálfleik í viðureign Gummersbach og MT Melsungen í fyrri viðureign...

Molakaffi: Bjarki, Aron, Elín, Andersson

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar One Veszprém vann NEKA, 38:29, í 20. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var í Siófok, heimavelli NEKA. Veszprém hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -