Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Allir Íslendingarnir fögnuðu sigrum í Noregi

Íslendingarnir fjórir hjá norska meistaraliðinu Kolstad komu allir við sögu í kvöld þegar liðið hóf keppni á ný í norsku úrvalsdeildinni eftir HM-hlé. Kolstad vann Bækkelaget, 29:24, og settist í efsta sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Elverum sem á...

Prýðilegur leikur Einars Braga nægði ekki til sigurs

Einar Bragi Aðalsteinsson átti prýðilega leik með IFK Kristianstad í kvöld þegar keppni hófst af krafti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknum HM-hléi. Hann skoraði sex mörk í sjö skotum. Engu að síður tapaði IFK Kristianstad leiknum gegn...

Handboltinn í Portúgal er skemmtilegur – Stiven líkar lífið hjá Benfica

„Ég get ekki kvartað yfir neinu. Ég kann mjög vel við mig í Lissabon og hjá félaginu,“ sagði Stiven Tobar Valencia landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Benfica í Portúgal þegar handbolti.is rætti við hann á dögunum en Stiven kom...
- Auglýsing -

Viggó gæti misst af fyrstu leikjunum með Erlangen

Útlit er fyrir að Viggó Kristjánsson missi af fyrstu leikjum HC Erlangen eftir að keppni hefst á ný í þýsku 1. deildinni um næstu helgi. Handball-World greinir frá þessu í dag og segir að Viggó hafi meiðst á hné...

Dagur er sterklega orðaður við Montpellier

Hornamaðurinn Dagur Gautason er sterklega orðaður við franska stórliðið Montpellier, eftir því fram kemur á síðu rthandball á Instagram. Þar kemur fram að Dagur fari í læknisskoðun hjá Montpellier á morgun og verði væntanlega fljótlega kynntur til sögunnar...

Elín Jóna sá til þess að Aarhus fékk annað stigið

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður bjargaði öðru stiginu fyrir Aarhus Håndbold í gær þegar liðið gerði jafntefli við SønderjyskE, 30:30, í Sydbank Arena heimavelli SønderjyskE í 16. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Í jafnri stöðu 45 sekúndum fyrir leikslok varði Elín Jóna...
- Auglýsing -

Dagur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á HM karla

Dagur Sigurðsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti karla í handknattleik. Dagur, sem hefur verið landsliðsþjálfari Króata í tæpa 11 mánuði, vann silfurverðlaun með landsliðinu sínu í dag.Þar með hefur Dagur unnið...

Ellefu marka tap hjá Söndru – Andrea var í leikmannahópi Blomberg

Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark og gaf tvær sendingar þegar lið hennar TuS Metzingen tapaði illa á heimavelli í gær, 29:18, fyrir Blomberg Lippe í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Andrea Jacobsen var í leikmannahópi Blomberg-Lippe í leiknum en...

Molakaffi: Sigurjón, Dana, Birta, Vilborg, Hannes, Axel, Elías

Sigurjón Guðmundsson varði 10 skot, 30%, þann tíma sem hann stóð í marki Charlottenlund í sigri á Grenland Topphåndballklubb, 36:32, á heimavelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Sem fyrr eru Sigurjón og félagar í 3. sæti...
- Auglýsing -

Molakaffi: Jóhanna, Berta, Elín, Elías, Tønnesen

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hennar Kristianstad vann Ystads IF, 36:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli. Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark fyrir Kristianstad  sem færðist upp í...

Dagur fer með Króata í úrslitaleikinn í Noregi

Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska landsliðið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Evrópumeisturum Frakklands, 31:28, í fyrri undanúrslitaleik mótsins í Zagreb Arena í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn klukkan 17 í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum...

Aldís Ásta og félagar unnu meistarana á útivelli

Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF gerðu gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu meistaraliðið IK Sävehof, 31:25, í upphafsleik 15. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli IK Sävehof í Partille.Staðan var 15:12...
- Auglýsing -

Meiðslin voru alvarlegri en í fyrstu var talið

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekki leikið með þýska liðinu Blomberg-Lippe í rúmlega mánuð vegna meiðsla í ökkla. Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg og Andrea yrði frá keppni í skamman tíma. Annað kom á...

Molakaffi: Dana, Blomberg, Elías, Vilborg

Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda eru áfram á sigurbraut í næst efstu deild norska handknattleiksins. Volda vann Levanger á heimavelli í gær, 26:25. Dana Björg skoraði fjögur mörk. Volda hefur 31 stig í 17 leikjum, fjórum stigum...

Molakaffi: Aldís, Jóhanna, Berta, Harpa, Sigurjón, Birta

Aldís Ásta Heimisdóttir átti afar góðan leik í gær þegar lið hennar, Skara HF, vann Kristianstad HK, 33:21, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aldís Ásta skoraði sex mörk úr sex skotum og átti einnig tvær stoðsendingar. Hún...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -