Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Füchse Berlin, 29:22, að viðstöddum nærri 19 þúsund áhorfendum í Lanxess-Arena í Köln í gær. Elliði Snær átti einnig eina stoðsendingu og...
Eftir talsverða mæðu að loknum síðustu leikjum þá tókst Arnari Birki Hálfdánssyni og samherjum í Amo HK að vinna leik í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Arnar Birkir átti stórleik og skoraði fimm mörk og gaf 11 stoðsendingar...
Efsta lið þýsku 2. deildarinnar, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, tapaði í dag öðru sinni í röð og það á heimavelli þegar Dessau-Rosslauer HV 06 kom í heimsókn, 31:30. Tapið var vatn á myllu...
Malte Celander tryggði sænsku meisturunum IK Sävehof annað stigið á heimavelli í dag þegar liðið fékk HF Karlskrona í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, 35:35. Fyrrgreindur leikmaður jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok. Reyndist það jafnframt vera...
Eftir fjóra tapleiki röð í deildinni og bikarkeppninni ætla lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í þýska 1. deildarliðinu Gummersbach að leggja allt í sölurnar í dag þegar þeir taka á móti Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikurinn...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik safnar ekki kröftum fyrir átökin á HM karla í næsta mánuði með því að dvelja á Akureyri yfir jólin og snæða hangikjöt eins og hann hefur oft gert í gegnum tíðina. Í samtali...
Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik verður leikmaður HC Erlangen frá og með 1. janúar. Félagið hefur keypt hann undan samningi við SC DHfK Leipzig. Þetta var staðfest í morgun og leikur Viggó sinn síðasta leik fyrir SC DHfK Leipzig...
Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson sló ekki slöku við í kvöld þegar lið hans, Nordhorn-Lingen, fékk TuS N-Lübbecke í heimsókn til viðureignar í 2. deild þýska handknattleiksins. Elmar dreif sína samherja áfram til sigurs, 30:28. Staðan í hálfleik var 14:11, Nordhorn-Lingen...
Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar þegar SC DHfK Leipzig vann botnlið VfL Potsdam, 35:26, í MBS-Arena í Berlín í kvöld í viðureign liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik, nánar tiltekið í 16. umferð....
Oft hefur gengið betur hjá liðum íslenskra handknattleiksmanna í þýska handknattleiknum en í kvöld. Gummersbach og Göppingen biðu lægri hlut í 1. deildinni og efsta lið 2. deildar, Bergischer HC, varð að játa sig sigrað í heimsókn til Eintracht...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lét til sín taka í dag með Wisla Plock þegar liðið vann stórsigur á Górnik Zabrze, 41:21, á heimavelli í síðasta leik liðanna í pólsku úrvalsdeildinni á árinu. Hann mætti til leiks þegar á leið...
Landsliðkonurnar þrjár sem leika í þýska handknattleiknum fór af stað í dag eftir frí í deildarkeppninni vegna Evrópumóts kvenna. Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir unnu stórsigur með liði sínu Blomberg-Lippe á Buxtehuder SV á heimavelli, 34:20, og færðist...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik Viggó Kristjánsson er sterklega orðaður við HC Erlangen samkvæmt frétt SportBild í dag. Þar kemur fram að HC Erlangen sé reiðubúið að greiða 250.000 evrur, jafnvirði 35 milljóna króna, fyrir að fá Viggó til sín strax...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar Alpla Hard vann Linz á útivelli, 38:27, í 14. umferð austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Liðin mættust í úrslitum um austurríska meistaratitilinn í vor og hafði...
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í níu skotum í fjögurra marka sigri Volda á Glassverket, sem Birna Berg Haraldsdóttir lék eitt sinn með, 30:26. Leikurinn fór fram í Drammenshallen í gær. Volda er í öðru sæti deildarinnar...