Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í stórsigri Sporting á liðsmönnum Madeira, 41:29, á heimavelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum fór Sporting upp að hlið Porto í efsta sæti deildarinnar eftir 19 umferðir.Aron Pálmarsson...
Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Bjerringbro/Silkeborg skoraði sjö mörk, öll úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í dag í Jyske Bank Boxen í Herning. Bjerringbro/Silkeborg tapaði úrslitaleiknum fyrir stjörnum prýddu og sterku liði Aalborg Håndbold,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn með SC Magdeburg í dag þegar meistararnir lögðu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, MT Melsungen, 29:28, á heimavelli í skemmtilegum leik tveggja frábærra liða. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar. Komu Elvar...
Þrátt fyrir tap fyrir tap, 32:30, gegn HSG Bensheim/Auerbach í dag þá á norska liðið Fredrikstad Bkl enn von um sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna. Elías Már Halldórsson er þjálfari norska liðsins. Lokaumferð 16-liða úrslita...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður fékk frí í gær þegar lið hans ORLEN Wisla Plock mætti Azoty Puławy í 19. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á útivelli. Wisla Plock vann leikinn með 14 marka mun, 34:20. Liðið er í efsta...
Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks með Alpla Hard í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær eftir að hafa verið frá keppni um tíma vegna tognunar í kviðvöðva. Hann skoraði sex mörk og átti jafn margar stoðsendingar í sigurleik...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan...
Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Blomberg-Lippe eru komnar í átta liða úrslit Evrópudeildar kvenna þótt ein umferð sé eftir af riðlakeppni 16-liða úrslitum. Blomberg-Lippe vann JDA Bourgogne Dijon Handball, 28:27, í Frakklandi í kvöld og er þar með...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg leika til úrslita í dönsku bikarkeppninni á morgun eftir sigur á Grindsted GIF, 37:23, í undanúrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í dag að viðstöddum 8.500 áhorfendum.Bjerringbro/Silkeborg mætir Aalborg Håndbold...
Stiven Tobar Valencia var frábær í gærkvöldi þegar lið hans Benfica vann Avanca Bioria Bondalti, 39:25, á útivelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Stiven Tobar skoraði átta mörk í 10 skotum og var næst markahæsti leikmaður Benfica. Þjóðverjinn...
Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fögnuðu báðir sigrum með liðum sínum, Sporting og Wisla Plock, í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Sporting lagði Eurofarm Pelister, 30:24, á heimavelli og fór upp í...
Ungverska meistaraliðið Veszprém með Aron Pálmarsson innan sinna raða heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í kvöld vann liðið Dinamo í Búkarest með sjö marka mun, 33:26, eftir að hafa verið 18:13 yfir í hálfleik. Aron...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Dinamo Búkarest og Veszprém í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í kvöld. Leikurinn fer fram í Búkarest. Um er að ræða fimmta leikinn sem þeir félagar dæma í Meistaradeildinni...
Þýska meistaraliðið SC Magdeburg heldur áfram í vonina um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir fjögurra marka sigur á pólska liðinu Industria Kielce, 29:25, í Póllandi í kvöld.Lítið má hinsvegar út af bera hjá...
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson átti prýðilegan leik í marki Drammen í síðari hálfleik í dag þegar liðið vann Haslum, 34:29, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.Ísak tók til sinna ráða eftir að hann...