Þorgils Jón Svölu Baldursson fyrrverandi leikmaður Vals og nú liðsmaður sænska úrvalsdeildarliðsins HK Karlskrona hefur átt í nárameiðslum síðan snemma í október og þar af leiðandi ekkert getað leikið með liði félagsins. Þorgils Jón er kominn heim til þess...
Orri Freyr Þorkelsson var með fullkomna nýtingu, fimm mörk í fimm skotum, þegar meistarar Sporting Lissabon vann ABC de Braga örugglega, 38:29, á heimavelli í 18. umferð portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sporting er eitt á toppi...
Daníel Þór Ingason og liðsfélagar í Balingen-Weilstetten komust í gærkvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Balingen-Weilstetten vann Coburg, 38:33, á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar í gær. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum. Balingen verður eina...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefir slegið föstu hvaða 19 leikmenn hann hefur valið til undirbúnings og þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi 14. janúar. Hann hyggst fækka um einn í hópnum áður...
Misvel gekk hjá nöfnunum Guðmundi Braga Ástþórssyni og Guðmundi Þórði Guðmundssyni í leikjum liða þeirra í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Sá hinn fyrrnefndi fagnaði sigri á efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar og bikarmeisturum síðasta árs,...
Haukur Þrastarson og félagar í Dinamo Búkarest unnu CSM Búkarest, 29:23, í síðasta leik ársins hjá liðunum í rúmensku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Haukur skoraði tvö mörk í leiknum. Dinamo hefur þar með unnið 13 leiki og gert...
Dagur Gautason og liðsfélagar í ØIF Arendal gerðu sér lítið fyrir lögðu meistara Kolstad á heimavelli í kvöld í 16. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Arnór Snær Óskarsson fór á kostum hjá Kolstad en það nægði ekki til að...
Efsta lið þýsku 1. deildarinnar handknattleik karla, MT Melsungen, var sterkara á endasprettinum en leikmenn Gummersbach í kvöld og fór heim með stigin tvö sem leikið var um. Átta mínútum fyrir leikslok var staðan jöfn í Schwalbe-Arena í Gummerbach,...
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í IFK Kristianstad gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Ystads IF, 30:28, í 15. umferð deildarinnar í kvöld en leikið var í Ystad. Var þetta aðeins annað tap Ystads-liðsins á...
Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik í gær þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Suhr Aarau, 31:29, á útivelli í svissnesku A-deildinni í gær. Óðinn Þór skoraði níu mörk í 10 skotum. Eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Kadetten Schaffhausen er...
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur sýndi einstakt drenglyndi þegar hann þakkaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs fyrir 15 ára starf eftir að Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM kvenna í kvöld. Jensen færði Þóri gjöf að skilnaði og sagði hann hafa...
Þórir Hergeirsson kvaddi starf sitt sem landsliðsþjálfari Noregs á viðeigandi hátt í kvöld með því að leiða Noreg í sjötta sinn til sigurs á Evrópumeistaramóti undir sinni stjórn. Um leið fagnaði hann sigri á ellefta stórmóti sínu. Norðmenn kjöldrógu...
Aldís Ásta Heimidóttir og samherjar hennar í Skara HF unnu í dag VästeråsIrsta HF, 31:25, á heimavelli þegar keppni hófst aftur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir hlé vegna Evrópumótsins. Skara lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með...
Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann...
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...