Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Þorgils Jón leitar aðstoðar á Íslandi vegna þrálátra meiðsla

Þorgils Jón Svölu Baldursson fyrrverandi leikmaður Vals og nú liðsmaður sænska úrvalsdeildarliðsins HK Karlskrona hefur átt í nárameiðslum síðan snemma í október og þar af leiðandi ekkert getað leikið með liði félagsins. Þorgils Jón er kominn heim til þess...

Orri Freyr með fullkomna nýtingu – leik hætt hjá Þorsteini Leó

Orri Freyr Þorkelsson var með fullkomna nýtingu, fimm mörk í fimm skotum, þegar meistarar Sporting Lissabon vann ABC de Braga örugglega, 38:29, á heimavelli í 18. umferð portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sporting er eitt á toppi...

Molakaffi: Daníel, Arnór, Óðinn, Ísak, Birta, Dana

Daníel Þór Ingason og liðsfélagar í Balingen-Weilstetten komust í gærkvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Balingen-Weilstetten vann Coburg, 38:33, á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar í gær. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum. Balingen verður eina...
- Auglýsing -

Allt klárt hjá Alfreð fyrir HM – 19 leikmenn valdir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefir slegið föstu hvaða 19 leikmenn hann hefur valið til undirbúnings og þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi 14. janúar. Hann hyggst fækka um einn í hópnum áður...

Guðmundur vann og Guðmundur tapaði

Misvel gekk hjá nöfnunum Guðmundi Braga Ástþórssyni og Guðmundi Þórði Guðmundssyni í leikjum liða þeirra í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Sá hinn fyrrnefndi fagnaði sigri á efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar og bikarmeisturum síðasta árs,...

Molakaffi: Haukur, Golla, Hinze

Haukur Þrastarson og félagar í Dinamo Búkarest unnu CSM Búkarest, 29:23, í síðasta leik ársins hjá liðunum í rúmensku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Haukur skoraði tvö mörk í leiknum. Dinamo hefur þar með unnið 13 leiki og gert...
- Auglýsing -

Dagur og félagar skelltu meisturunum

Dagur Gautason og liðsfélagar í ØIF Arendal gerðu sér lítið fyrir lögðu meistara Kolstad á heimavelli í kvöld í 16. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Arnór Snær Óskarsson fór á kostum hjá Kolstad en það nægði ekki til að...

Melsungen var sterkara í lokin í Gummersbach

Efsta lið þýsku 1. deildarinnar handknattleik karla, MT Melsungen, var sterkara á endasprettinum en leikmenn Gummersbach í kvöld og fór heim með stigin tvö sem leikið var um. Átta mínútum fyrir leikslok var staðan jöfn í Schwalbe-Arena í Gummerbach,...

Einar Bragi og félagar unnu toppliðið – Döhler í stuði í Gautaborg

Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í IFK Kristianstad gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Ystads IF, 30:28, í 15. umferð deildarinnar í kvöld en leikið var í Ystad. Var þetta aðeins annað tap Ystads-liðsins á...
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Harpa, Gísli, Ýmir, Heiðmar, Andri, Viggó, Rúnar, Tjörvi, Arnór

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik í gær þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Suhr Aarau, 31:29, á útivelli í svissnesku A-deildinni í gær. Óðinn Þór skoraði níu mörk í 10 skotum. Eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Kadetten Schaffhausen er...

Myndskeið: Jensen gaf Þóri kveðjugjöf – hefði viljað vinna þig einu sinni

Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur sýndi einstakt drenglyndi þegar hann þakkaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs fyrir 15 ára starf eftir að Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM kvenna í kvöld. Jensen færði Þóri gjöf að skilnaði og sagði hann hafa...

Fullkomin kveðjustund hjá Þóri – ellefu gullverðlaun

Þórir Hergeirsson kvaddi starf sitt sem landsliðsþjálfari Noregs á viðeigandi hátt í kvöld með því að leiða Noreg í sjötta sinn til sigurs á Evrópumeistaramóti undir sinni stjórn. Um leið fagnaði hann sigri á ellefta stórmóti sínu. Norðmenn kjöldrógu...
- Auglýsing -

Aldís Ásta öflug í góðum sigri Skara á heimavelli

Aldís Ásta Heimidóttir og samherjar hennar í Skara HF unnu í dag VästeråsIrsta HF, 31:25, á heimavelli þegar keppni hófst aftur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir hlé vegna Evrópumótsins. Skara lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með...

Hvort fer Þórir heim með gull eða silfur frá 30. stórmótinu?

Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann...

Molakaffi: Birta, Elna, Orri, Þorsteinn, Stiven, Elmar, Viktor

Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -