Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica höfðu betur í uppgjöri Lissabon-liðanna þegar þeir unnu meistara Sporting, 38:34, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Varnarleikur Sporting hrundi í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að liðið fékk á...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk, öll úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Kreuzlingen, 35:25, í A-deildinni í Sviss í gær. Kadetten Schaffhausen er í efsta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 leiki. HSC Kreuzlingen situr í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar þegar lið hans, SC Magdeburg náði öðru stiginu eftir mikla baráttu í heimsókn til Füchse Berlin í kvöld í síðasta leik dagsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:31....
Gummersbach og Göppingen unnu leiki sína í þýsku 1. deildinni í handknattleik en bæði lið hafa Íslendinga innan sinna vébanda. Þriðja liðið sem lék í dag í þýsku 1. deildinni og hefur tengsl við Íslendinga, Leipzig, tapaði hinsvegar á...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson, var allt í öllu hjá MT Melsungen í gær þegar liðið endurheimti efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með sigri á grannliðinu, Wetzlar, 29:27, í Buderus Arena í Wetzlar. Elvar Örn var...
Mosfellingurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Þorsteinn Leó Gunnarsson, átti stórleik með Porto í gærkvöld þegar liðið vann Póvoa AC Bodegão með 20 marka mun á heimavelli, 42:22, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Þorsteinn Leó skoraði níu mörk í...
Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar TMS Ringsted gerði jafntefli við Søndermarkens IK, 29:29, í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. TMS Ringsted er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með sjö stig eftir...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK höfðu betur þegar þeir mættu Arnóri Atlasyni og lærisveinum hans í TTH Holstebro á heimavelli í dag í 14. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 31:24.Þetta var níundi sigurleikur Fredericia HK...
Ísak Steinsson, markvörður, og samherjar hans í Drammen töpuðu í gær naumlega, 27:26, á heimavelli í hörkuleik fyrir efsta liði norsku úrvalsdeildarinnar, Elverum. Ísak var frábær þann skamma tíma sem hann fékk í markinu, varði alls sjö skot, 47%....
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson hefur ekki fengið mörg tækifæri með danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia HK síðustu vikur. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er unnið að því að koma Arnóri á lánasamning hjá liði þar sem hann getur fengið að leika...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting Lissabon töpuðu naumlega fyrir Füchse Berlin, 33:32, í 10. og síðustu umferð ársins í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.Mikil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum og var Sporting nærri...
Tryggvi Þórisson og félagar í sænska meistaraliðinu IK Sävehof færðust upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í gær eftir þeir unnu IFK Kristianstad, 33:29, á heimavelli. Tryggvi kom aðallega við sögu í varnarleik Sävehof. Færeyingurinn Óli Mittún átti stórleik....
Haukur Þrastarson og félagar hans í Dinamo Búkarest töpuðu í kvöld þriðja leiknum í röð í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir mættu franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain Handball á heimavelli sínum í rúmensku höfuðborginni, 40:33. Dinamo-liðið fer þar með...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark þegar Porto vann Benfica, 35:29, á heimavelli í 13. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Með sigrinum tryggði Porto áframhaldandi veru í næst efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Sporting...
Áfram gengur ekki sem skildi hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Í kvöld tapaði liðið fyrir Nantes í Frakklandi, 29:28, eftir að hafa verið sterkara liðið í 45 mínútur. Á spennandi lokafjórðungi leiksins...