Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Molakaffi: Einar, Stiven, Guðmundur, Grétar, Hlynur, Hafþór

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvisvar sinnum þegar lið hans IFK Kristianstad vann IFK Skövde, 29:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í gær. Leikurinn var sá fyrsti í áttundu umferð deildarinnar. Með sigrinum færðist IFK Kristianstad upp í...

Náðu í vinning á heimavelli eftir Íslandsför

Leikmenn Gummersbach voru ekki lengi að ná úr sér ferðastrengjunum eftir Íslandsferðina. Þeir voru mættir galvaskir á heimavöll sinn í kvöld og unnu þar Eisenach, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Sigurinn færði Gummersbach upp í 5. sæti...

Molakaffi: Donni, Bjarki, Arnór

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk fyrir Skanderborg AGF þegar liðið vann Kolding á heimavelli, 33:31, í fyrsta leik 8. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Skanderborg AGF færðist upp um tvö sæti, í 7. sæti, með...
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar áfram ósigraðir – Anton og Jónas lyftu bláa spjaldinu

Orri Freyr Þorkelsson lék afar vel með Sporting í kvöld og skoraði átta mörk í níu skotum þegar liðið vann Füchse Berlin, 35:33, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Sporting er þar með áfram efst í riðlinum með níu stig að...

Gengur Aron til liðs við Veszprém á næstu dögum?

Austur-evrópsku fréttavefirnir handball-planet og Balkan handball, fullyrða í kvöld að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður FH, gangi til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém á næstu dögum.Uppfært: Samkvæmt heimildum handbolta.is liggur samningur fyrir á milli Aron og Veszprém...

Naumt tap hjá báðum liðum Íslendinga

Danska handknattleiksliðið Fredericia HK tókst að velgja ungverska meistaraliðinu Veszprém, undir uggum í viðureign liðanna í 5. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Ungverjalandi í kvöld.Eftir að Veszprém hafði verið með gott forskot lengst af viðureignarinnar þá saumuðu...
- Auglýsing -

Teitur Örn vongóður að ná leik í byrjun nóvember

Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach og landsliðsins gerir sér vonir um leika með þýska liðinu á nýjan leik gegn HSV Hamburg á heimavelli 3. nóvember. Selfyssingurinn skotfasti hefur ekki leikið með Gummersbach síðan 22. september þegar hann meiddist í...

Ísak var í ham gegn Sandnesingum

Ísak Steinsson markvörður 20 ára landsliðsins í handknattleik stóð sannarlega fyrir sínu í gær þegar lið hans, Drammen, vann Sandnes með 15 marka mun, 38:23, í sjöundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli. Með sigrinum færðist Drammen upp...

Anton og Jónas standa í ströngu í Lissabon

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson vöknuðu upp í Lissabon í morgun þar sem þeirra bíður í kvöld að dæma viðureign Sporting Lissabon og Füchse Berlin í 5. umferð A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik. Um er að ræða...
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Arnar, Ólafur, Dagur, Þorgils, Aldís

Bjarki Finnbogason hefur gert skammtímasamning við Anderstorps sem leikur í næst efstu deild sænska handknattleiksins en margir leikmenn liðsins eru meiddir um þessar mundir. Bjarki lék með liði félagsins á síðustu leiktíð og þekkir vel til í herbúðum þess....

Þriðja tap Magdeburg í Meistaradeildinni

Áfram gengur ekki sem skildi hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Liðið er aðeins með þrjú stig að loknum fimm umferðum, er í sjötta sæti af átta liðum í B-riðli. Í kvöld tapaði Magdeburg fyrir...

Elías Már kveður Fredrikstad næsta sumar

Elías Már Halldórsson hefur ákveðið að láta af starfi þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Fredrikstad Bkl. í lok þessa keppnistímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu hans og félagsins í morgun. Elías Már tók við þjálfun Fredrikstad Bkl. árið 2021 og hefur...
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Tjörvi, Jóhanna, Berta

Efsta lið þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, tapaði illa fyrir Eulen Ludwigshafen, 32:23, í Ludwigshafen í gærkvöld. Bergischer HC átti á brattann að sækja allan leikinn og var m.a. fimm mörkum...

Molakaffi: Guðmundur, Arnór, Einar, Elvar, Ágúst, Elín

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans hjá Fredericia HK færðust upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í gær með sigri á Ribe-Esbjerg, 31:26, á útivelli í gær.Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komu ekki mikið við sögu í...

Viggó mætti til leiks á ný – sjö marka sigur Leipzig

Viggó Kristjánsson lék á ný með SC DHfK Leipzig í kvöld eftir nærri mánaða fjarveru vegna meiðsla. Seltirningurinn lét til sín taka, skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar í sjö marka sigri Leipzig á HC Erlangen, 32:25, á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -