Afar góður leikur Orra Freys Þorkelssonar nægði portúgalska meistaraliðinu Sporting ekki í gærkvöld gegn þýska meistaraliðinu Füchse Berlin í áttundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu. Orri Freyr skoraði 8 mörk í leiknum sem Sporting tapaði með fjögurra marka mun, 33:29,...
Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, eru á meðal þeirra handknattleiksmanna sem koma fram í myndbandi á vegum leikmannasamtakanna (EPHU) þar sem mótmælt er gríðarlegu álagi á handknattleiksfólki. Þetta er alls ekki í fyrsta...
Þátttaka stórskyttunnar Þorsteins Leós Gunnarssonar með íslenska landsliðinu er í mikilli hættu eftir að hann tognaði á nára á upphafsmínútum viðureignar Porto og Elverum í Evrópudeildinni í handknattleik karla síðasta þriðjudag. Þorsteinn Leó segir í samtali við Handkastið í...
Þýska liðið Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, verður í B-riðli Evrópudeildarinnar þegar keppni hefst 10. og 11. janúar. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og var Blomberg-Lippe í öðrum...
Benedikt Emil Aðalsteinsson hefur reynst færeyska úrvalsdeildarliðinu KÍF í Kollafirði happafengur eftir að hann kom til félagsins frá Víkingi í síðasta mánuði. Benedikt Emil átti stórleik í gærkvöld þegar KÍF og Kyndill skildu jöfn í riðlakeppni færeysku bikarkeppninnar, 33:33....
Ísak Steinsson varði sex skot, 30%, þegar Drammen vann nauman sigur á Halden á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Halden var yfir í hálfleik, 16:12. Ísak og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst...
Barcelona heldur áfram að elta Magdeburg í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann franska meistaraliðið PSG í París í kvöld, 30:27, og hefur þar með 14 stig þegar átta viðureignum er lokið. Magdeburg er tveimur stigum á eftir....
Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu áttunda leik sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Liðið er efst í B-riðli keppninnar með 16 stig eftir leikina átta eftir öruggan sigur á RK Zagreb, 43:35, í höfuðborg Króatíu í kvöld.
Ómar...
Tveir Íslendingar verða eftirlitsmenn á leikjum Evrópudeildar karla í handknattleik í Danmörku í kvöld. Ólafur Örn Haraldsson verður við störf í Middelfart Sparekasse Arena á Fjóni þar sem Fredericia HK mætir Tatran Presov í G-riðli. Danska liðið vann óvæntan...
Elmar Erlingsson setti deildarmet á leiktíðinni í 2. deild þýska handknattleiksins á laugardaginn þegar hann gaf 10 stoðsendingar í sigurleik Nordhorn-Lingen á HSC 2000 Coburg, 30:26.
Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik á keppnistímabilinu. Um draumaleik var að...
Þýska handknattleiksliðið VfL Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, bætti tveimur stigum í safnið í kvöld þegar það lagði HSG Wetzlar, 31:29, í þýsku 1. deildinni í Buderus Arena Wetzlar. Gummersbach settist í 5. sæti deildarinnar eftir sigurinn með...
TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, settist á ný í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á TMS Ringsted, 33:26, á heimavelli í kvöld í síðasta leik 12. umferðar. Jóhannes Berg...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í öruggum sigri Sporting Lissabon á Águas Santas, 38:21, á heimavelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Sporting er efst í deildinni með 30 stig að loknum 10...
Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC fögnuðu kærkomnum sigri í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 30:27. Með sigrinum færðist Bergischer HC upp úr öðru af tveimur fallsætum...
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins HC Erlangen, fór af leikvelli vegna meiðsla eftir um fimm mínútur í dag gegn Lemgo. Johannes Sellin staðfesti í samtali eftir leikinn að Viggó hafi fundið til eymsla í læri...