Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting léku við hvern sinn fingur í kvöld þegar þeir unnu ungversku meistarana, Veszprém með níu marka mun, 39:30, á heimavelli í þriðju umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sporting hefur...
Handknattleikskonan Sandra Erlingsdóttir stefnir á að byrja að leika á ný með þýsku bikarmeisturunum TuS Metzingen snemma í næsta mánuði, innan við þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, Martin Leo. Sandra segir m.a. frá þessum áformum...
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði með eins marks mun fyrir HK Malmö, 25:24, í upphafsleik 3. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn fór fram í Malmö og tryggði heimaliðið sér sigurinn á...
Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach meiddist undir lok viðureignar liðsins við Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær og verður frá keppni í nokkrar vikur, eftir því sem þýskir fjölmiðlar segja frá í dag. Teitur Örn kom...
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk þegar Dinamo Búkarest vann HC Buzau, 30:24, á útivelli í fjórðu umferð rúmensku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Dinamo hefur þar með unnið fjórar fyrstu viðureignir sínar í deildinni og situr í efsta...
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad þegar liðið vann Fjellhammer örugglega, 35:24, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var í Fjellhamar Arena og voru heimamenn þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 18:15.Benedik Gunnar skoraði fjögur...
Norska liðið Drammen er komið áfram í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla eftir annan sigurleik á ítalska liðinu Pallamano Conversano, 38:27, á heimavelli í dag. Drammen vann einnig stóran sigur í fyrri leiknum á Ítalíu fyrir viku og...
Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í SC DHfK Leipzig fögnuðu sigri í Íslendingaslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. SC DHfK Leipzig vann Gummersbach með fimm marka mun, 34:29, á heimavelli sínum, eftir að hafa verið sex mörkum...
Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með, tapaði naumlega fyrir Borussia Dortmund, 22:21, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Sporthalle Wellinghofen, heimavelli Dortmund. Blomberg átti möguleika á...
Arnór Snær Óskarsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu Melsungen, 31:26, á heimavelli í gær í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen hefur byrjað keppnistímabilið af krafti og unnið þrjár fyrstu viðureignir sína. Annað er upp...
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Skara HF vann stórsigur á Ystads IF HF, 37:25, í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram í Ystad. Þetta var fyrsti sigur Skara HF í...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Orlen Wisla Plock og PSG í 3. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fer í Plock í Póllandi á fimmtudaginn. Þetta verður annar leikurinn sem Anton Gylfi og Jónas...
Aalborg Håndbold vann Fredericia HK með sex marka mun, 32:26, þegar liðin sem léku til úrslita í vor um danska meistaratitilinn mættust í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í Middelfart Sparekasse Arena í dag. Sigur meistaranna var afar...
Arnór Þór Gunnarsson og leikmenn hans í Bergischer HC unnu í gærkvöld þriðja leikinn í þýsku 2. deildinni á keppnistímabilinu. Bergischer HC vann Bayer Dormagen, 44:35, á heimavelli og er í efsta sæti deildarinnar. Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk og var maður leiksins þegar Kristianstad HK vann Skövde, 33:22, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Þetta var fyrstu sigur Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið tapaði naumlega...