Mosfellska stórskyttan, Þorsteinn Leó Gunnarsson, var markahæstur hjá Porto í stórsigri liðsins á Póvoa, 36:21, á útivelli í kvöld í fjórðu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þorsteinn Leó skoraði sjö mörk, öll með þrumufleygum svo markvörður Póvoa fékk...
Þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann sinn fyrsta leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði norsku meistarana, Kolstad, 33:25, á heimavelli. Magdeburg var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:9. Íslenskir handknattleiksmenn létu til...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í portúgalska meistaraliðinu Sporting Lissabon fóru illa með danska Íslendingaliðið Fredericia HK í annarri umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Viðureign liðanna fór fram í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum og lauk...
Óvissa ríkir um hvort Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik leiki með SC DHfK Leipzig á sunnudaginn gegn VfL Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó fann til meiðsla snemma í leik Leipzig og Füchse Berlin á sunnudaginn og...
Drammen, lið þeirra Ísaks Steinssonar og Viktors Petersen Norberg, vann Kristiansand, 34:24, í upphafsleik 4. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í gær á heimavelli. Drammen hefur þar með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu viðureignirnar. Ísak var í...
Haukur Þrastarson og félagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest fara vel af stað í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir unnu pólska meistaraliðið Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 28:26, og hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína...
Skanderborg AGF, liðið sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með í dönsku úrvalsdeildinni tapaði í kvöld fyrir GOG, 36:34, á heimavelli í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar. GOG var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:17.Hinn nýbakaði faðir, Donni,...
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg var leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu VfL Lübeck-Schwartau í sumar að eigin ósk eftir eins árs dvöl hjá félaginu.Faðir Arnar, Vésteinn Hafsteinsson, sagði við handbolta.is á dögunum að sonur sinn væri nýlega búinn...
Skara HF sem Aldís Ásta Heimisdóttir er að hefja þriðja keppnistímabilið með tapaði naumlega fyir Skuru IK, 29:28, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í kvöld. Leikið var á heimavelli Skuru sem var með sex marka forskot...
Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Dinamo Búkarest í gær þegar liðið vann öruggan sigur á CSM Focșani, 32:22, á útivelli í rúmensku 1. deildinni í handknattleik. Dinamo hafði talsverða yfirburði í leiknum og var með yfirhöndina frá 13. mínútu...
Þýsku meistararnir SC Magdeburg voru ekki lengi að jafna sig eftir tap fyrir Pick Szeged í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöld ef marka má frammistöðu liðsins í dag í heimsókn til HSV Hamburg. Meistararnir léku afar vel frá upphafi...
Fjórir íslenskir handknattleiksmenn slógu ekki slöku við þegar lið þeirra, Kolstad og ØIF Arendal áttust við í Þrándheimi í kvöld í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik en um var að ræða leik umferðarinnar enda bæði taplaus þegar viðureignin hófst. Íslendingarnir...
Ólafur Brim Stefánsson hefur ekkert leikið með slóvakíska liðinu MSK Povazska Bystrica sem hann samdi við fyrir rúmum mánuði. Samt er tvær umferðir að baki í úrvalsdeildinni í Slóvakíu og þeirri þriðju lýkur í dag. Við leit á félagaskiptavef...
Ekkert varð af því að Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans í Wisla Plock mættu MMTS Kwidzyn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær eins og til stóð. Þakið á keppnishöll MMTS Kwidzyn hriplak vegna mikilla rigninga. Þess...
Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg voru í sigurliði Drammen í kvöld þegar liðið vann Pallamano Conversano, 43:31, í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Pala San Giacomo nærri Bari á Ítalíu í dag....