Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í fyrsta leik sínum með norska meistaraliðinu í Kolstad í dag þegar keppni hófst í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Kolstad vann Runar í heimsókn sinni suður í Sandefjord, 37:34. Sex mörkum munaði...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann BSV Bern á heimavelli í gær í fyrstu umferð A-deildarinnar í Sviss. Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting leika til úrslita í dag við...
Þótt Ómar Ingi Magnússon væri atkvæðamikill í liði SC Magdeburg í dag þá urðu Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg að bíta í það súra epli að tapa fyrir Füchse Berlin í Meistarakeppni þýska handknattleiksins í dag, 32:30. Ómar Ingi skoraði níu...
Fyrir utan Val léku fjögur félagslið sem tengjast íslenskum handknattleiksmönnum í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í dag. Þrjú þeirra, Bjerringbro/Silkeborg, Gummersbach og Melsungen unnu sína leiki og standa vel að vígi fyrir síðari viðureignirnar um næstu helgi, ekki...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk og Andrea Jacobsen tvö í stórsigri liðs þeirra, Blomberg-Lippe, á smáliðinu Ht Norderstedt, 39:14, í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Þetta var fyrsti formlegi leikur landsliðskvennanna tveggja eftir að þær...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru á lista yfir tíu áhugaverðustu félagaskipti sumarsins í evrópskum handknattleik samkvæmt lista sem starfsmenn handball-planet hafa soðið saman nú eins og undanfarin ár. Fjórir íslenskir handknattleiksmenn eru á listanum sem tekur yfir 100 áhugverðustu félagaskiptin...
Birkir Benediktsson hefur samið við japanska handknattleiksliðið Wakunaga Pharmaceutical og hafa félagaskipti hans frá Aftureldingu verið frágengin, eftir því sem fram kemur á vef Handknattleikssambands Íslands.Sá þriðji í JapanBirkir verður þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika með Wakunaga...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen hefur jafnað sig af langvarandi og erfiðum meiðslum. Hann verður þar með væntanlega klár í bátana með Melsungenliðinu á morgun gegn norska liðinu Elverum í fyrri viðureigninni...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro komust í gær í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. TTH Holstebro lagði Skanderborg AGF, 32:28, á heimavelli.Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg AGF og átti...
Handknattleikskonan Harpa María Friðgeirsdóttir leikur ekki með Fram í Olísdeildinni í vetur. Hún er flutti til Danmerkur til mastersnáms í iðnaðarverkfræði við DTU-háskólann í Lyngby á Sjálandi.Harpa María leggur handknattleiksskóna síður en svo á hilluna þrátt fyrir flutninga. Hún...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og félagar í Bjerringbro/Silkeborg komust í gær í átta liða úrslit í dönsku bikarkeppninni í handknattleik. Bjerringbro/Silkeborg vann Kolding, 30:23, í Sydbank Arena í Kolding að viðstöddum 1.021 áhorfanda. Guðmundur Bragi skoraði eitt mark. Næsti leikur Bjerringbro/Silkeborg...
Sveinn Jóhannsson skoraði sjö mörk þegar Noregsmeistarar Kolstad unnu smáliðið Rapp, 53:17, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í gær á heimavelli Rapp, Husebyhallen, sem er í næsta nágrenni við Kolstad Arena í Þrándheimi. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk úr vítaköstum....
Ungverska meistaraliðið Veszprém, sem landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson leikur með, hefur aflýst þátttöku á æfingamóti um næstu helgi vegna veikinda meðal flestra leikmanna liðsins. Hver á fætur öðrum veiktust leikmenn og starfsmenn liðsins á æfingamóti í Halle í Þýskalandi...
Elmar Erlingsson og félagar í þýska handknattleiksliðinu Nordhorn-Lingen voru gestgjafar afar sterks móts um nýliðna helgi þegar Evrópumeistarar Barcelona, þýska liðið Flensburg og Montpellier frá Frakklandi komu í heimsókn til Nordhorn og reyndu með sér. Rífandi góð stemning og...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu Benfica í úrslitaleik Meistarakeppninnar í Portúgal í gær, 37:21. Orri Freyr hefur átt í meiðslum í ökkla og kom lítið við sögu en var engu að síður á leikskýrslu. Stiven Tobar...