Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Molakaffi: Linz, Hannes, Pineau, Tékkar og EM 2030, Sellin

Linz varð í gærkvöld austurrískur meistari í handknattleik karla. Linz vann Alpla Hard, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, 31:30, í þriðja og síðasta úrslitaleik liðanna um titilinn á heimavelli Hard í gærkvöldi. Linz, sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í...

Arnór Þór og Pütz ráðnir þjálfarar Bergischer HC til tveggja ára

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bergischer HC til næstu tveggja ára. Hann þjálfar liðið í samvinnu við Markus Pütz en þeir félagar tóku tímabundið við þjálfun Bergischer um miðjan apríl þegar Jamal Naji var leystur...

Pólsku meistararnir sagðir bera víurnar í Viktor Gísla

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik var sterklega orðaður við pólska meistaraliðið Orlen Wisła Płock í frétt pólska fjölmiðilsins TVP SPORT í gær. TVP SPORT segist hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Płock hafi augastað á Viktori Gísla til...
- Auglýsing -

Molakaffi: Ómar, Wiegert, Guðjón, Vyakhireva og fleiri, Jeppsson

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður þýsku meistaranna SC Magdeburg, var valinn leikmaður maí-mánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik í vali sem fór fram á meðal handknattleiksáhugafólks í kjöri á vefsíðu deildarinnar. Enginn íslensku handknattleiksmannanna í þýsku 1. deildinni slapp inn...

Ómar Ingi og Viggó eru á meðal tíu markahæstu í Þýskalandi

Tveir Íslendingar voru á meðal 10 markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýliðnu keppnistímabili, Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, og Viggó Kristjánsson, Leipzig.Ómar Ingi, leikmaður meistara SC Magdeburg, varð þriðji markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik...

Myndskeið: Tveir Íslendingar í síðasta liði umferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í síðasta liði umferðarinnar í þýsku 1. deildarinnar sem opinberað var í morgun. Í gær fór fram 34. og síðasta umferð deildarinnar. Annar þeirra er Oddur Gretarsson vinstri hornamaður Balingen-Weilstetten. Hinn er Teitur Örn Einarsson...
- Auglýsing -

Magdeburg meistari í annað sinn á þremur árum – uppgjör síðustu umferðar – lokastaðan

SC Magdeburg er þýskur meistari í handknattleik karla í þriðja sinn í sögu sinni og í annað skipti á þremur árum. Leikmenn liðsins tóku við sigurlaunum sínum á heimavelli í dag að loknum sigri á Wetzlar í síðustu umferð...

Myndskeið: Fleiri rósir í hnappagatið hjá Orra Frey í Portúgal

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon bættu annarri rós í hnappagatið í kvöld þegar þeir unnu portúgölsku bikarkeppnina í handknattleik. Sporting lagði Porto, 34:30, í úrslitaleik í íþróttahöllinni í Viseu. Vika er síðan Sporting vann meistaratitilinn, einnig...

Óðinn Þór meistari í Sviss annað árið í röð

Óðinn Þór Ríkharðsson varð í dag svissneskur meistari í handknattleik annað árið í röð með félagsliði sínu Kadetten Schaffhausen. Kadetten lagði HC Kriens-Luzern, 32:25, í fimmtu og síðustu viðureign liðanna á heimavelli. Staðan var jöfn, 12:12, að loknum fyrri...
- Auglýsing -

Orri Freyr leikur til úrslita

Nýkrýndir Portúgalsmeistarar í handknattleik karla, Sporting Lissabon með landsliðsmanninn Orra Frey Þorkelsson innanborðs, leika til úrslita í bikarkeppninni í dag gegn Porto.Sporting vann Belenenses, 28:20, í undanúrslitum í keppnishöllinni í Viseu í gær. Í kjölfarið lagði Porto liðsmenn Póvoa...

Molakaffi: Tumi Steinn, Sveinn, Ólafur, Sveinbjörn

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í síðasta leik sínum með HSC 2000 Coburg í lokaumferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. HSC 2000 Coburg tapaði fyrir Eulen Ludwigshafen, 35:30, í Friedrich-Ebert-Halle í Ludwigshafen. Tumi...

Töpuðu í undanúrslitum umspilsins – kveðjuleikur Grétars Ara

Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í Sélestat töpuðu fyrir Istres í undanúrslitum umspils næst efstu deildar franska handknattleiksins í gær, 28:26. Þar með er ljóst að Sélestat leikur ekki í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð. Grétar Ari...
- Auglýsing -

Aalborg meistari eftir spennuleik – Lærisveinar Guðmundar hlutu silfur

Aalborg Håndbold varð í dag danskur meistari í handknattleik með naumum sigri á Fredericia HK, lærisveinum Guðmundur Þórðar Guðmundssonar, 27:26, í æsilega spennandi úrslitaleik í Álaborg. Mads Hoxer Hangaard skoraði sigurmarkið 40 sekúndum fyrir leikslok.Áður en Hoxer skoraði hafði...

Axel er annar þjálfara ársins í Noregi

Axel Stefánsson og Kenneth Gabrielsen þjálfarar Storhamar voru kjörnir þjálfarar ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Undir stjórn þeirra félaga hafnaði Storhamar í öðru sæti í deildinni og í úrslitakeppninni.Stærsta afrek Axel og Gabrielsen var sigur Storhamar í...

Molakaffi: Hannes Jón, oddaleikur, Frakkland

Hannes Jón Jónsson og liðsmenn hans í Alpla Hard töpuðu með átta marka mun fyrir Linz í öðrum úrslitaleik liðanna um austurríska meistaratitilinn í handknattleik í gær, 36:28. Leikurinn fór fram í Linz. Liðin hafa einn vinning hvort og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -